Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 28

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 28
28 Banni við komu hiv-smitaðra til Bandaríkjanna aflétt Bandaríkastjórn hefur ákveðið að bann við komu hiv-smitaðra til landsins verði afnumið, en bann þetta hefur gilt í 22 ár. Fljótlega eftir að alnæmi kom upp var hiv-smit sett á lista yfir smitsjúkdóma sem hafði það í för með sér að ekki væri leyfilegt fyrir hiv-smitaða útlendinga að koma til Bandaríkjanna. Lögum samkvæmt þurfa ferðamenn að upplýsa við komu til Bandaríkjanna, hvort þeir eru með einhvern smitsjúkdóm. Alþjóðstofnanir sem vinna að alnæmismálum, margar ríkisstjórnir og samtök hiv- smitaðra víðs vegar um heim hafa gagnrýnt þessa reglu. Nú hefur ríkisstjórnin sagt sem svo að reglan þjóni engum tilgangi, sem máli skipti, fyrir almannaheilbrigði. Auk þess sé hún í andstöðu við alþjóðlegar heilbrigðisreglur. Í henni felist mismunun og hún leiði til útskúfunar hiv-smitaðra. Ryan White-lögin Þessi breytta stefna var kynnt samtímis því að Barack Obama forseti undirritaði lög um viðbætur við svokölluð Ryan White-lög frá árinu 1990 um meðferð hiv-smits og alnæmis. Þau fela í sér víðtæka aðstoð og meðferð fyrir þá sem eru hiv-smitaðir í Bandaríkjunum. Ryan White, unglingur í Indiana-ríki, var með dreyrasýki og smitaðist af hiv-veirunni við blóðgjöf. Hann barðist af hugrekki gegn mismunun vegna alnæmis og stuðlaði mjög að aukinni þekkingu almennings í Bandaríkjunum á alnæmissjúkdómnum. Ryan var 13 ára gamall þegar hann greindist með alnæmi. Hann og móðir hans, Jeanne White-Ginder, börðust fyrir því að hann fengi að halda áfram skólanámi og vakti barátta þeirra heimsathygli. Hann kom fram í fjöldamörgum sjónvarpsþáttum og blöðum og gerð var sjónvarpskvikmynd um líf hans. Ryan White dó í apríl 1990, 18 ára, nokkrum mánuðum áður en Bandaríkjaþing samþykkti lögin sem eru kennd við hann. [http://hab.hrsa.gov/about/ryanwhite.htm] Lárétt 7. Höfuðborg Úrúgvæ. (10) 9. Golfari af kínverskum, tælenskum, afrískum amerískum, hollenskum og indjánaættum. (5,5) 10. Mat á eðli, ástandi og verði fasteignar eða lausafjáreignar. (6) 11. "Tóta litla _______ tók þann arf úr föðurætt að vilja lífsins njóta". (10) 12. Það minnsta af fimm úthöfum jarðar. (13) 13. Tæki sem er notað við veðurathuganir til að mæla loftþrýsting; (7) 14. Japanskt djúpsteikingardeig. (7) 16. Íslenskt heiti yfir selló. (8) 18. Höfuðborg St. Vincent og Grenadine-eyja. (9) 21. Risavaxið ský af gasi og ryki þar sem nýjar stjörnur verða til. (8) 22. Gjaldmiðill Nepals. (5) 27. Íslensk trjátegund, Sorbus aucuparia. (6) 29. Enskur leikari sem lék Captain Jean-Luc Picard í Star Trek. (7,7) 30. Skrautplöntur einnig kallaðar drottningarblóm. (8) 31. Fylki í Bandaríkjunum. Stærsta borgin er Nevada. (6) 32. "Svona gerum við er við göngum _____, snemma á sunnudagsmorgni". (10) 35. Teiknimyndapersóna sem Jim Davis teiknar. (8) 36. "Þetta er ekki lyktin sem er alltaf af þér." "Nei þessi nýja er alveg fyrirtak." "Hvað er hún kölluð?“ "__________!" (8) 37. Blýríkt, skorið og slípað gler. (8) Lóðrétt 1. "___ ____ á hesti." (4,4) 2. Fyrirtæki sem gerir út skip. (6) 3. Þorgerður brák, ambátt Skallagríms og ______ Egils. (6) 4. Þunn plata með munstri til að bera lit á við skreytingu. (8) 5. ____dýr, fylking dýra sem skiptist í möttuldýr, tálmunna og hryggdýr. (4) 6. Lítið himinfyrirbæri, venjulega úr bergi og járni eða eingöngu úr járni sem aðdráttarafl jarðar dregur með miklum hraða um lofthjúpinn. (10) 8. Sjófuglar og góðir kafar sem finnast einna helst á Breiðafirði. (11) 13. "_____ er síðan sá eg hann,: sannlega fríður var hann." (5) 15. Afgangur láns. (12) 17. Drykkur sem var búinn til af John Pemberton. (4,4) 19. Hérað í norðvesturhluta Frakklands. (8) 20. Soðkraftur mótaður í form. (12) 23. ____ Schwartzenegger, kvikmyndaleikari. (6) 24. Síðasta vika lönguföstu. (10) 25. Fyrsta geimfar sögunnar. (7) 26. Vökvi sem hefur verið eimaður úr jarðolíu við 150-300° hita, notaður á olíulampa og til húshitunar. (9) 28. ______ þéttis er mælikvarði á hversu mikla raforku hann getur geymt og er mæld með SI-mælieiningunni farad. (7) 33. ___ Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu frá 1994. (3) 34. Sá hluti af DNA sameind sem afritast í eina RNA sameind. (3)

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.