Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 3

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 3
3 Er ekki allt gott að frétta? Ef við hittum vin eða kunningja á förnum vegi, sem við höfum ekki hitt lengi, spyrjum við gjarnan frétta af högum viðkomandi. Spurningar eins og „Hvernig hefur þú það“ eða „Er ekki allt gott að frétta?“ eru nokkuð algengar. En viljum við fá svör við þessu? Ef svarið er „nei“ þá verða áframhaldandi samræður vandræðalegar svo flestir bregða á það ráð, ef svo stendur á, að hagræða aðeins og segjast hafa það gott og þar fram eftir götunum. „Hvaða erindi á þessi umræða inn í pistil formanns HIV-Ísland?“ kann einhver að spyrja. Jú, hvað ef viðkomandi segist nýverið hafa greinst hiv-jákvæður? Flestir yrðu sennilega vandræðalegir við þau tíðindi og vissu ekki alveg hvernig þeir ættu að bregðast við. Fákunnátta ríkir enn um hiv, fákunnátta sem veldur ótta og óöryggi, sem síðan birtist í fordómum í garð hiv-jákvæðra. Fordómarnir geta líka leynst meðal hiv-jákvæðra sjálfra og þeirra nánustu, en það er nokkuð sem við verðum að komast út úr. Hiv er bara eins og hver önnur veirusýking sem gerir engan mannamun þegar hún tekur sér bólfestu. Í allri þeirri umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu um einelti vill það gleymast að stórir þjóðfélagshópar verða fyrir fordómum einungis vegna sjúkdóma sem almenningur hefur ekki verið fræddur nægilega um, er það ekkert annað en einelti og á það ekki að líðast. Í pistli mínum fyrir ári síðan sagði ég frá metnaðarfullri áætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem nær allt til ársins 2015 og kallast „Getting to Zero“ eða eins og við segjum „Náum núllpunkti“. Í ár er undirþema áætlunarinnar að berjast gegn fordómum og er því nokkur umfjöllun um fordóma í blaðinu. Fræðsla er forsenda þess að fordómum verði vikið til hliðar. Stjórnvöld verða að leggja til meira fjármagn til fræðslu og þar með forvarna. Hiv-veiran fer ekki í manngreinarálit þegar hún stingur sér niður, allir eru jafnir fyrir henni. Við skulum í baráttunni haga okkur eins, hætta að draga fólk í dilka sem stuðlar að fordómum og heldur standa saman, því við erum jú öll að berjast fyrir sömu markmiðum. Er ekki allt gott að frétta? Formannspistill . …… 3 Frá framkvæmdastjóra …… 4 Dregur úr forvörnum í Brasilíu …… 6 Framtíðin er björt…… 7 Það er óþarfi að vorkenna mér …… 11 Skóladeilur í Bandaríkjunum…… 12 Erlent samstarf …… 13 Í boði hjá Obama …… 14 Hiv-smitaða stelpan …… 18 Samstarfshópur Sóttvarnarráðs …… 20 Alþjóðleg ráðstefna í DC…… 22 Sagan bakvið hnallþórurnar…… 23 Mannréttindi og hiv…… 28 Félagsráðgjafi hjá HIV-Íslandi…… 30 Hulda Waddell…… 30 Efnisyfirlit Skrifstofa samtakanna er að Hverfisgötu 69. Opnunartími: Mánudaga-fimmtudaga, frá kl. 13.00-16.00. Stjórn skipa: Svavar G. Jónsson formaður, Guðni Baldursson gjaldkeri. Meðstjórnendur: Eva G. Gunnbjörnsdóttir, Gígja Skúladóttir, Ingi Hans Ágústsson, Árni Friðrik Ólafarson, Jón Tryggvi Sveinsson Framkvæmdastjóri: Einar Þór Jónsson Netfang: hiv-island@hiv-island.is Heimasíða: www.hiv-island.is Símanúmer: 552 8586 Kennitala: 541288-1129 Bankanúmer: 513-26-603485. Styrkur er alltaf vel þeginn, HIV-Ísland starfar í þágu hiv-jákvæðra og aðstandenda þeirra. Í húsnæði samtakanna er unnt að leita upplýsinga, boðið er upp á fræðslu til félagasamtaka, fyrirtækja og annarra, auk skipulagðrar fræðslu sem fram fer í grunnskólum landsins. Rauði borðinn Tímarit HIV-Íslandi 23. árg., 34. blað Útgáfudagur: 1. desember 2012 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Heiðdís Jónsdóttir Ritnefnd: Einar Þór Jónsson Eva G. Gunnbjörnsdóttir Guðni Baldursson Svavar G. Jónsson Umbrot: & hönnun: Steinþór Rafn Matthíasson Forsíðumynd: Steinþór Rafn Matthíasson Prentun: Prentsmiðjan Oddi ehf. Dreifing: Póstdreifing ehf Upplag: 4.000 eintök ISSN 1670-2751 Svavar G. Jónsson Formaður HIV-Ísland

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.