Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 4

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 4
Að bera rauða borðann er táknmynd samúðar og stuðnings við hiv-jákvæða og alnæmissjúka. Rauði borðinn er ekki einungis stuðningsyfirlýsing, heldur krafa um umræðu og forvarnir, ósk um framfarir í rannsóknum og von um lækningu. Rauði borðinn er einnig leið til þess að draga hiv- smit og alnæmi fram í dagsljósið. Upphaf rauða borðans má rekja til listamannahópsins Visual AIDS í Bandaríkjunum, samtaka listamanna, listfræðinga og forstöðumanna listasafna. Inntakið er: hiv og alnæmi kemur okkur öllum við! Rauði Borðinn Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember Dagur rauða borðans Alþjóðlegi alnæmisdagurinn laugadaginn 1. desember næstkomandi. Að Hverfisgötu 69 verður opið hús, boðið upp á kaffihlaðborð og miklar hnallþórur milli kl. 15:00 og 18:00. Listamenn koma í heimsókn, með söng og upplestur. Yfirskrift dagsins í ár er: Náum núllpunkti w w w . hri n g h ote ls. i s b/w útgáfa Gradient: 40% - 80% - 100% Negatív útgáfa 58 - 17 - 0 - 46 80% 40% CMYK útgáfa Pantone 5405 Pantone útgáfa bh cmyk 0% c 100% m 100% y 0% k 100% c 50% m 0% y 0% k 0% c 0% m 0% y 100% k Undanfarin misseri hefur HIV-Ísland, ásamt HIV-Norden, verið í samstarfi með lyfjarannsóknarfyrirtækinu Gilead um fræðslu og námskeið fyrir hiv-jákvæða og heilbrigðisstarfsfólk um heilsu, aukaverkanir lyfja og heilsueflingu almennt. Sjá heimasíðuna: www.hivandyourbody.com. Gilead ber allan kostnað af námskeiðunum sem hafa verið haldin í nokkur skipti á Norðurlöndunum undanfarin tvö ár. HIV-Ísland hefur átt 5 fulltrúa á þessum námskeiðum. Nú þegar hefur Gilead gefið út fræðsluefni um möguleg áhrif hiv og lyfjanna á heilsu hiv-jákvæðra. Má þar nefna bæklingana Hiv og heilinn, Hiv og nýrun, Hiv og beinin, Hiv og hjartað, Hiv og líkamslögun, Hiv og kynheilsan og síðast en ekki síst Hiv og öldrun. Þetta fræðsluefni þykir útskýra vel hvað hiv-jákvæðum ber að varast og hvað viðkomandi getur gert sjálfur til að láta sér líða betur. Bæklingana er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins á Hverfisgötu. Betra líf með hiv og minni aukaverkunum E.Þ.J.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.