Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 8

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 8
Annað dæmi eru beinasjúkdómar. Það þykir sýnt að einhver minnkun á beinmassa verði hjá öllum sem byrja á hiv-meðferð, og þá virðist sama um hvaða lyf er að ræða. Tenofovir, eitt af aðallyfjunum í dag og er í samsetningunni í Atripla, er það lyf sem hefur fengið mesta umfjöllun í þessu sambandi og virðist valda örlítið meiri beinþynningu á fyrstu tveimur árum meðferðar en önnur lyf. Svo virðist hins vegar nást jafnvægi og það verður ekki meiri beinþynning, að því er við best vitum í dag. Það sem tapast af beinmassanum er hins vegar ekki talið hafa klíníska þýðingu, það nær einfaldlega ekki því marki. En þetta er þá aftur enn einn þáttur sem við þurfum að vera vakandi fyrir og sérstaklega ef einstaklingur hefur auk þess einhverja aðra áhættuþætti fyrir beinþynningu. Þetta er svipað með hjartasjúkdóma, margir samverkandi þættir og erfitt að meta áhrif hvers og eins. Sem dæmi má nefna að núna fyrir stuttu var birt rannsókn frá Bandaríkjunum þar sem niðurstaðan var að hiv-sjúklingar á meðferð verði oftar fyrir beinbrotum af völdum beinþynningar, borið saman við ósmitaða einstaklinga. Á sama tíma hefur nýleg rannsókn í Ástralíu sýnt að það er enginn munur á beinbrotum hjá hiv-sjúklingum á meðferð og ósmituðum. Í þeirri rannsókn virtist enginn munur vera á tíðni beinbrota hjá mismunandi hiv-lyfjum. Áhættuhópar meðal hiv-smitaðra voru þó hiv-smitaðir sem höfðu einhvern tímann haft hjálparfrumur undir 200, eða voru með aðra áhættuþætti, tóku t.d. lyf eins og stera eða flogaveikislyf sem þekkt eru fyrir að geta valdið beinþynningu. Þannig að ef lyfin eða sýkingin sjálf eru að auka hættuna á ótímabærri öldrun, þá er um að ræða viðbót við aðra undirliggjandi áhættuþætti. Hver og einn þeirra út af fyrir sig hefur e.t.v. ekki svo mikil áhrif en ef sami einstaklingur hefur marga áhættuþætti þá eru þeir trúlega samverkandi. Kannski hefur ekki nógu mikil áhersla verið lögð á þessa „aðra“ áhættuþætti meðal hiv-smitaðra, vegna þess að aðalfókusinn hefur verið á hiv-meðferðina sjálfa. Nú er meðferðin gegn hiv- veirunni hins vegar orðin svo kröftug og svo vel gengur í flestum tilfellum að bæla hana alveg og mörg lyf í boði þannig að ég held að þessir þættir muni fá meira vægi. Geturðu nefnt fleiri dæmi um öldrunarsjúkdóma hjá hiv- jákvæðum? Trúlega fer það eftir því hversu ónæmisbældur einstaklingurinn er þegar meðferð hefst. Ef hún er veruleg er talið að í sumum tilfellum haldi bólgusvörun líkamans áfram þrátt fyrir bælda veiru, en langvarandi bólga er talin ein undirliggjandi aðalorsök öldrunarferlisins. Þetta er sú tilgáta sem sérfræðingar hallast að í dag. Þetta er greinilega flókið mál. En þessi ótímabæra öldrun hjá hiv-jákvæðum, sem ekki er vitað af hve miklu leyti stafar af lyfjunum og sýkingunni annars vegar og öðrum áhættuþáttum hins vegar, á hún sér líka stað þegar veiran er ógreinanleg? Jú, það er klárlega stefnan í dag. Þetta er einmitt ein af forsendunum fyrir því að nú er ráðlagt að hefja meðferð áður en hjálparfrumurnar falla of langt niður. Síðustu ár hafa bæði bandarískar og evrópskar leiðbeiningar ráðlagt að hefja meðferð þegar hjálparfrumurnar liggja á bilinu 350 til 500. Á þessu ári hefur orðið breyting á bandarísku leiðbeiningunum og þeir ráðleggja nú að meðhöndla skuli alla hiv-smitaða, óháð hjálparfrumutalningu. Þessum leiðbeiningum er þó skipt í styrkleika (e. strength of recommendation) eftir því hvort hinn smitaði er með lifrarbólgu, er kominn yfir sextugt, er þunguð kona, svo eitthvað sé nefnt. Í slíkum tilfellum getum við sagt að tilmælin um að hefja lyfjagjöf strax séu eindregnari, jafnvel þótt hjálparfrumur séu yfir 500. Það koma væntanlega nýjar evrópskar leiðbeiningar fljótlega og það verður fróðlegt að sjá hvort þær verði eins. Er þá ekki stefnan að setja hiv-jákvæða á meðferð fyrr? Ástæðan var sú að í fyrsta lagi þótti ekki sannað að lyfjameðferð fyrr myndi auka lífslíkur, og það er reyndar enn óvíst, og í öðru lagi höfðu menn áhyggjur af hugsanlegum langtíma aukaverkunum lyfjanna. Nú hafa menn minni áhyggjur af þeim sem endurspeglar að við erum með mikið af nýjum og betri lyfjum. Hérna áður fyrr var ráðlagt að bíða með lyfjagjöf hjá hiv- jákvæðum þar til hjálparfrumur voru komnar undir 500. Af hverju var það? Það er náttúrulega hugsunin á bak við það að hefja lyfjagjöf fyrr, svona að hluta til. Það er alveg ljóst að fólk er mest smitandi þegar það er nýbúið að smitast af hiv-veirunni því þá er hún í langmesta magni í líkamanum. Ómeðhöndlaður einstaklingur er með meira veirumagn en meðhöndlaður og því mun líklegri til að smita. Því fleiri sem eru á meðferð, því færri smit verða úti í þjóðfélaginu. Nú er víða talað um mikilvægi þess að beita hiv- meðferðinni sem slíkri í forvarnarskyni. Er það framtíðin? Jú, þær eru mjög litlar en er þó ekki alveg útilokað. Hér koma inn í aðrir þættir eins og kynsjúkdómar, sár á slímhúð, bólgur o.s.frv. sem myndu auka líkur á smiti, jafnvel í einstaklingi með ógreinanlega veiru. En vissulega eru líkurnar miklu minni. En er ekki farið að tala um að það séu hverfandi líkur á að hiv-jákvæður einstaklingur á meðferð, með ógreinanlega veiru, geti smitað aðra?

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.