Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 9

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 9
9 Í Bandaríkjunum eru einungis 25% af þekktum hiv- jákvæðum einstaklingum á góðri meðferð. Hér á Íslandi höfum við verið að fylgja leiðbeiningum frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og ráðlagt meðferð þegar hjálparfrumurnar eru einhvers staðar á bilinu 350 - 500. Að sama skapi höfum við ekki neitað neinum síðustu árin sem óskar eftir því að hefja meðferð fyrr. Nú fer kannski að verða sú breyting á að við förum að bjóða fólki meðferð strax, án tillits til fjölda hjálparfruma. Er hversu margir eru í rauninni á meðferð, t.d. í Bandaríkjunum og hérna á Íslandi? Eins og ég hef nefnt eru margir samverkandi þættir hér á ferðinni. Heilbrigður lífsstíll skiptir heilmiklu máli; hreyfa sig, borða holla fæðu, reykja ekki og drekka áfengi í hófi. Hiv-jákvæðir geta sjálfir haft gríðarlega mikið um eigin heilsu að segja með því að sinna þessum þáttum. Það er til mjög áhugaverð rannsókn sem skoðaði lífslíkur einstaklinga á mismunandi stöðum úti um allan heim. Þar kom fram að innan sömu borgar, Glasgow, þar sem ein og hálf milljón manna býr, reyndust lífslíkur karlmanna við fæðingu sem fæddust og ólust upp í verstu hverfum borgarinnar m.t.t. félags- og efnahagslegra aðstæðna vera 56 ár, meðan lífslíkur þeirra í bestu hverfunum voru 82 ár. Þarna sést svo vel hvað félags- og umhverfisþættir, erfðir og hvernig þú lifir lífinu þínu skipta gríðarlega miklu máli. Það er mín persónulega skoðun að við eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af ótímabærri öldrun. Ungur hiv-smitaður einstaklingur sem fer á lyf í dag, þolir þau vel, er ekki með undirliggjandi áhættuþætti og lifir heilbrigðu lífi, hefur lífslíkur á við hvern sem er. Ef þú aftur á móti tekur sem dæmi fullorðinn smitaðan einstakling sem er í yfirþyngd, með hátt kólesteról, reykir og sinnir ekki heilsunni, þá bætist hiv og meðferðin við áhættuþáttabunkann og þá er auðvitað mikilvægast að lífsstíllinn breytist. Umræðan um ótímabæra öldrunarsjúkdóma er kannski ekki mjög uppörvandi fyrir manneskju á besta aldri sem er að glíma við þennan sjúkdóm. Hvað geta nú hiv- jákvæðir sjálfir gert til að eiga langt og gott líf og til að stöðva þessa þróun? Það góða og jákvæða er að í dag er komið svo mikið af nýjum og góðum lyfjum að við getum farið að einstaklingsmiða meðferðina og tekið þegar þekkta áhættuþætti einstaklinga inn í myndina þegar kemur að lyfjavali. Ef við lítum til baka sjáum við hversu stutt er síðan lyfið Atripla kom á markaðinn, fyrsta samsetta lyfið sem þurfti bara að taka einu sinni á dag, eina töflu. Núna á síðasta ári hafa bæst við tvö ný samsett lyf úr ólíkum lyfjaflokkum sem eru líka bara ein tafla á dag og það fjórða er væntanlegt á næsta ári. Þessi lyf munu auðvelda meðferðina mikið og auka möguleikann á að sníða meðferðina að þörfum hvers og eins. Við verðum að hafa í huga við hvaða aðstæður fyrstu lyfin komu, á tíma þegar við höfðum engin lyf til að meðhöndla smitaða og það gripu það því allir fegins hendi þegar fyrstu lyfin sem gátu stöðvað veiruna komu á markaðinn. Þá var minna einblínt á aukaverkanirnar. Þetta var það eina sem var í boði. Núna fara lyf í gegnum mun nákvæmara ferli og reynt er að skima fyrir öllum mögulegum aukaverkunum áður en þau eru sett á markað. En auðvitað geta alltaf komið fram aukaverkanir þegar enn fleiri hafa notað lyfið og í lengri tíma, en það á við um öll lyf. Er engin hætta á því að við fáum einhverja bakreikninga með þessi nýju lyf og að það eigi eftir að koma fram aukaverkanir seinna meir, eins og gerðist með fyrstu hiv-lyfin? Já, ekki spurning. Framtíðin er björt. Að lokum Anna. Geta hiv-jákvæðir litið björtum augum til framtíðar?

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.