Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 14

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 14
Í boði hjá Obama Alheimsráðstefnan um hiv og alnæmi var haldin í Washington núna í sumar. Þessi ráðstefna hefur verið haldin annað hvert ár og þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin í Bandaríkjunum, eftir að ferðahömlum á hiv-jákvæða, sem voru innleiddar fyrir um þ.b. 20 árum, var aflétt. Þetta voru því mikil tímamót fyrir alla sem vinna að málefnum er varða hiv. Ráðstefnan var haldin í júlí og ég fór á hana sem fulltrúi HIV- Íslands. Þarna kom mjög margt áhugvert fram og það er mikið að gerast í okkar málum. Nema hvað, þegar ég er kominn þarna út þá barst mér bréf á hótelið með stimpli frá embætti Bandaríkjaforseta, um að mér sé boðið til hádegisverðar í Hvíta húsinu. Ég hélt fyrst að einhver væri að djóka í mér! Svo fór ég að skoða þetta betur og fór eftir fyrirmælum í þessu bréfi inn á netið þar sem ég þurfti að gefa alls konar upplýsingar um mig, vegabréfsnúmer og fleira. Þá fór ég að átta mig á því að þetta væri nú alvara. Nei, nei. Þegar ég skráði mig á ráðstefnuna þá var mér í sjálfsvald sett hversu miklar upplýsingar ég gæfi um sjálfan mig. Ég gaf þær upplýsingar að ég hefði verið hiv-jákvæður í aldarfjórðung og að ég hefði unnið mikið að forvörnum um hiv og alnæmi í mínu heimalandi. Ég lét þess líka getið að ég hefði alla tíð verið opinn með minn hiv-status. Það mættu svona 60-70 manns, hvaðanæva úr heiminum, í boðið – þetta var svona eins og meðalstór íslensk fermingarveisla. Við vorum reyndar bara tvö frá Norðurlöndunum, ég og stalla mín frá Finnlandi. Við sem þarna vorum mætt áttum það sameiginlegt að vera opin með okkar sjúkdóm og að hafa unnið að málefnum tengdum hiv, en þetta fólk kom frá ýmsum löndum. Barack Obama hafði langað að hitta fólk sem hafði verið hiv- jákvætt í einhvern tíma og unnið að forvarnarstörfum. Boðið var á síðasta degi ráðstefnunnar og á netinu fékk ég upplýsingar um það hvar ég ætti að mæta og hvernig ég ætti að hegða mér. Svo rauk ég til og keypti mér hvíta skyrtu, slaufu og jakka og mætti svo uppáklæddur við svokallað East Gate við Hvíta húsið. Það var alveg ótrúleg öryggisgæsla þarna og mikið mál að komast inn í bygginguna. Ég þurfti að fara í gegnum þrefalt öryggiskerfi; sýna vegabréfið, fara í gegnum vopnaleit og svara spurningum. Það eru sennilega ekki mjög margir Íslendingar sem geta státað sig af því að hafa verið boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington. Það getur hins vegar Einar Þór Jónsson, en honum var óvænt boðið í þetta sögufræga hús af sjálfum Bandaríkjaforseta, Barrack O´Bama. Einar Þór sagði blaðamanni Rauða borðans undan og ofan af þessari heimsókn. Einar, hvernig stóð á því að þér var boðið í Hvíta húsið? Það hljóta nú að hafa verið fleiri þúsund manns á þessari ráðstefnu. Ekki fékk allt þetta fólk boð í Hvíta húsið? Hvernig undirbýr maður sig fyrir boð í Hvíta húsið? Í fyrsta lagi undraðist ég hvað andrúmsloftið í húsinu var afslappað og hvað allir voru vingjarnlegir – svona þegar maður var á annað borð kominn inn. Það kom mér líka á óvart að salarkynnin virtust ekkert vera svo stór þegar inn var komið, ekki eins stór og maður hafði kannski ímyndað sér að þau væru í höfuðstöðvum valdamesta manns Bandaríkjanna. Ég gat labbað þarna um allar stofur og virt fyrir mér málverk af fyrri forsetum. Ég fór upp á efri hæðina og var þá allt í einu kominn í herbergi sem virtist vera persónulegt sjónvarpsherbergi Obama fjölskyldunnar. Hvernig er nú umhorfs inni í þessari sögufrægu byggingu?

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.