Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 30

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 30
Félagsráðgjafi hjá HIV-Íslandi Sigurlaug Hauksdóttir hefur um árabil verið félagsráðgjafi hiv-jákvæðra. Hún er með viðtöl í húsnæði HIV-Íslands að Hverfisgötu 69 á miðvikudögum kl. 14 – 16. Einnig veitir hún viðtöl á Landspítalanum á þriðju- og föstudögum. Hægt er að panta viðtalstíma hjá Sigurlaugu í síma 543 1000/9131 eða hjá HIV-Íslandi í síma 552 8586. Jafnframt er hægt að hafa samband við hana með netpósti sem er sigurlh@landspitali.is Hópavinna með hiv-jákvæðum Yfir vetrartímann geta hiv-jákvæðir hist í hópastarfi í húsnæði HIV-Íslands. Markmið þess eru félags- og tilfinningalegs eðlis, að geta hitt aðra í sömu stöðu, ræða hjartans mál og læra af reynslu hvers annars. Áhersla er lögð á einlægni og trúnað. Umsjón með starfinu hefur Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi. Nánari upplýsingar má fá hjá henni í síma 543 1000/9131, hjá HIV-Íslandi í síma 552 8586 og með netpósti sem er sigurlh@landspitali.is Hulda Waddell Hulda Margét Waddell fæddist í Reykjavík 10. júlí 1955. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 1. desember 2011. Hún stundaði framhaldsnám í guðfræði og var að undirbúa mastersritgerð þegar hún lést. Hulda sat í stjórn félagsins á nokkrum fyrstu árum þess. HIV-Ísland vottar Huldu Waddell virðingu sína og sendir aðstandendum samúðarkveðjur.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.