Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 19

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 19
19 RA U Ð I B O R Ð IN N Barátta hiv-samtakanna hefur skilað ótrúlegum árangri í að vinna bug á þeim fordómum og viðhorfum sem fólk hafði til sjúkdómsins og þeirra sem hafa smitast. Engu að síður er viss leyndarhjúpur yfir hiv-jákvæðum og margir enn haldnir fordómum og ranghugmyndum um sjúkdóminn. Saga samtakanna hefur til þessa ekki verið rakin og í raun tiltölulega lítil opinber umfjöllun verið um samtökin, starf þeirra og tilgang. Saga fólksins sem lifir með sjúkdómnum, saga þeirra sem létust og aðstandenda þeirra hefur heldur ekki verið sögð nema að mjög takmörkuðu leyti. Á 25 ára afmælisári hiv-samtakanna á Íslandi stendur til að gera heimildamynd um samtökin og sögu hiv á Íslandi. Alma Ómarsdóttir, fréttamaður, og Ingi R. Inga- son, kvikmyndagerðarmaður, standa að framleiðslunni. SöGuLEG HEiMiLdAMyNd Þegar hiv-samtökin á Íslandi voru stofnuð fyrir 25 árum var þekking manna á veirunni og sjúkdómnum takmörkuð, engin lækning var til og það jafngilti nánast dauðadómi að greinast hiv-jákvæður. Fordómar og hræðsla í samfélaginu var mikil, og sjúkdómurinn flokkaður sem sjúkdómur samkynhneigðra og sprautufíkla. Alma er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar en Ingi er framleiðandi. Myndin mun byggjast að miklu leyti á viðtölum við meðlimi samtakanna og aðstandendur þeirra í nútíð og fortíð. Auk þess verður rætt við heilbrigðisstarfsmenn sem komið hafa að starfi samtakanna í gegnum tíðina. Sagan er mörkuð af sorgum og sigrum, von og ótta, en kannski fyrst og fremst af sterku fólki sem lét ótta og fordóma ekki stöðva sig. Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið á einhvern hátt, til dæmis koma í viðtal og segja frá sinni upplifun, eða eiga myndefni sem gæti nýst við gerð myndarinnar, eru beðnir um að hafa samband við Ölmu eða Einar Þór, framkvæmdastjóra samtakanna. Alma Ómarsdóttir og ingi R. ingason

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.