Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 23

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 23
Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi hjá Hiv Ísland og Birna Þórðar fyrrv. framkv.stjóri Hiv Ísland á góðri stundu. Frá hinni árlegu m inningar- guðsþjónustu. 23 RA U Ð I B O R Ð IN N Elín Ebba Ásmun dsdóttir framkv. stjóri Hlutverkas eturs og Einar Þór Jóns son framkv.stjór i Hiv Ísland stilla sér upp fyr ir myndatöku. Gulli, Heiðdís, Gígja og Sibeso á ráðstefnu í Svíþjóð. vaxandi vitund um hiv og alnæmi í Papúa-héruðum Indónesíu Í Papúa-héruðum Indónesíu, sem er vesturhluti eyj- arinnar Papúa og var hollensk nýlenda lengur en aðrir landshlutar, er hæst tíðni hiv-smits í landinu. Þar vex þó þekking á hiv-málum og vitund um þau en al- menningur hefur talið að hiv-smit væri refsing guðs. Nýsmit greind árið 2012 voru 3.563 en íbúar eru um þrjár milljónir. Smitaðir á lífi eru taldir rúm þrjátíu þúsund en voru fimm þúsund árið 2008. Um 3% fólks á aldrinum 15-24 ára eru talin smituð. Stjórn héraðsins hefur átt samvinnu við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um að þjálfa kennara í almennum skólum til þess að fræða nemendur um hiv og alnæmi. Kennarar eru þó yfirleitt tregir til að ræða um kynlíf við nemendur og 38% barna á aldr- inum 7-15 ára ganga ekki í skóla. Þess vegna er líka lögð áhersla á að dreifa fræðslu í barnastarfi mótmæl- endakirkjunnar og með útvarpi og sjónvarpi. En í héraðinu eru ákaflega margir ættflokkar og mörg þorp hafa hvorki vegasamband né símasamband. Grunnskólakrakkar hlýða á fræðslu um hiv og alnæmi. Hólmfríður Gísladóttir heiðursféla gið Hiv Íslan d og ingi Rafn Hauks son fyrrv. fo rmaður Hiv Ísland.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.