Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 25

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 25
25 RA U Ð I B O R Ð IN N Menningarleg mynd sjúkdómsins gamaldags Ole Møller Markussen mannfræðingur og verkefnastjóri hjá STOP AIDS útskýrir að þrátt fyrir stór skref fram á við í lyfjameðferðum hafi fordómar gagnvart hiv-já- kvæðum haldist nánast eins frá því á níunda áratugnum: „Menningarleg mynd sjúkdómsins er tengd við ótta, dauða, sjúkdóma, kynlíf og siðleysi. Ímynd hiv-veirunn- ar er afmörkuð við eitthvað sem við eigum að óttast.“ Ole Møller telur að óttinn myndi minnka ef þekking á lyfjaþróun væri til staðar í samfélaginu: „Fordómar gagnvart hiv-jákvæðum minnka jú ótrúlega mikið á því augnabliki sem fólk gerir sér grein fyrir því að ef þú ert vel meðhöndlaður þarf kynlíf þitt ekki að bíða hnekki.“ Bent Hansen hjá Hiv Danmark segir: „Ástæðan fyrir því að félagasamtök og læknar láta ekki samfélaginu þessar upplýsingar í té og skrifa með stóru letri að 85% hiv- jákvæðra séu í raun og veru ekki lengur smitberar, eru áhyggjur af áhættuhegðun. Maður óttast auðvitað að það gæti orðið sprengja sem eyðileggi þann forvarnargrunn sem við höfum byggt upp, ef fram kemur vitneskja sem hefur svona mikinn sprengikraft. Að sumir muni túlka þessar dásamlegu fréttir þannig að maður geti hegðað sér hvernig sem er og þurfi ekki lengur að passa sig. Þess vegna höfum við haldið aftur af okkur með að koma fram með stórar opinberar yfirlýsingar.“ Í greininni Leyndarmálið um hiv kom fram, að stór fræðsluherferð heilbrigðiskerfis Danmerkur árið 2008 hafi snúist um að hiv-veiran smitist ekki við daglega umgengni, t.d. í gegnum snertingu, handklæði eða klósettsetur, heldur aðeins við blóðblöndun og í gegnum kynlíf. Mörgum fannst þetta svolítið gamaldags fræðsla í ljósi nýrra uppgötvana. Í stefnumótum UNAIDS (Al- næmisáætlun Sameinuðu þjóðanna) sama ár kom fram að hiv-jákvæðir einstaklingar á lyfjum með fullkomlega bælda veiru eru ekki smitberar. Samkvæmt Ole Møller Markussen ætti tíðni hiv-smita í Danmörku að fara lækkandi. Þrátt fyrir gott aðgengi að lyfjum smitast margir í Danmörku á ári hverju. Ole Møller segir annan hóp einstaklinga að smita. Það séu einstaklingar sem fari ekki í hiv-próf og viti ekki að þeir eru smitaðir. Þessir einstaklingar séu ekki á lyfjum og þar með smitberar.„Þetta er hin svokallaða skuggatala, sem við giskum á að séu um 1000 manns í Danmörku.“ Ole segir að í sumum tilfellum hafi fólk ekki hugmynd um að það sé smitað af hiv-veirunni og að stór hluti hinna smituðu einstaklinga viti ekki að þeir séu smit- aðir og vilji hreinlega ekki fara í hiv-próf. Þá sé stór hluti ástæðunnar fyrir því að fólk vilji ekki fara í slíkt próf, ótti við fordóma og stigma í kringum það að vera með hiv. Þetta telur Ole Møller Markussen vera aðal vand- ann: „Það er ekki sá einstaklingur sem veit að hann er smitaður sem gengur um bæinn og smitar aðra. Það er hinn sem ekki veit að hann er smitaður.“ Án efa eru einstaklingar á Íslandi eru með hiv-veiruna án þess að vita af því. Þýtt og endursagt: Eva Gunnbjörnsdóttir Heimildir: Information.dk: Hemmeligheden om hiv, information.dk. ViogHIV, 23. árg.: Mere sex med Hiv-smittede Rauði borðinn, 23. árg., 34. tbl. Á Íslandi hafa margir smitast síðustu ár Það.hafa.300.einstaklingar.smitast.af.hiv-veirunni. á.Íslandi.frá.upphafi.samkvæmt.skýrslu.sóttvarn- arlæknis.frá.því.í.nóvember.í.fyrra..Þar.af.eru.39.látnir.. Samkvæmt.tölum.sóttvarnarlæknis.smituðust.16. manns.árið.2012.en.23.árið.2011..Tíðni.hiv-smita. ætti.að.fara.lækkandi.hér.á.landi.en.síðustu.ár.hefur. fíkniefnaneytendum.sem.sprauta.sig.í.æð.fjölgað.. Því.hafa.margir.einstaklingar.smitast.í.gegnum.nálar.. Einnig.hefur.verið.í.umræðunni.hér.á.landi.að.eldra. fólk,.sem.hefur.verið.smitað.árum.saman.án.þess.að. vita.af.því,.hafi.í.auknum.mæli.verið.að.greinast.með. hiv-veiruna.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.