Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 28

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 28
28 RA U Ð I B O R Ð IN N Hópastarfið þar sem hiv-jákvæðir hittast eina kvöldstund eitt skipti í mánuði hefur verið til staðar frá því í janúar 1999. Þátttakendur eru fjölbreytilegur hópur; frá 18 ára til sjötugs, gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, fyrrum sprautufíklar og útlendingar sem eiga það sameiginlegt að tala ensku. Það að enginn hópfundur hafi fallið niður í tæp 15 ár segir til um ákveðna þörf. Verður nú í stuttu máli getið um nokkrar breytingar sem verða í lífi fólks við það að greinast hiv-jákvætt, hvernig staðan er í dag og við hverju megi búast. Áhrif hiv á líf fólks er einmitt meginumræðuefni hóp- astarfsins. Áfall Þegar fólk greinist hiv-jákvætt verður það enn fyrir miklu áfalli; margvíslegar tilfinningar gera vart við sig á ólíkum sviðum. Það má segja að sálrænt vinnslu- ferli fari af stað, sem hver og einn gengur í gegnum á eigin hraða yfir ákveðið tímabil. Fólk hefur mikla þörf á upplýsingum um eðli sjúkdómsins og er því mikill léttir að komast að því hvað framfarirnar í læknavísindunum hafa verið miklar á undanförnum árum. Nú getur t.d. fólk lifað til gamals aldurs, inntaka lyfjanna er einföld, aukaverkanir sjaldgæfar og smithættan mjög lítil. Þrátt fyrir þetta upplifir fólk gjarnan sorg að geta ekki verið heilbrigt lengur og vera háð lyfjagjöf og reglulegri eft- irfylgd það sem eftir er ævinnar. Einnig ríkir stundum innri óvissa um raunverulegan framgang sjúkdómsins því þetta eru jú fólkið sem er fyrst til að taka inn þessi lyf og eldast með sjúkdómnum. skömm Tilfinningar eins og sektarkennd og skömm gera enn vart við sig og er algengt að fólk ásaki sjálft sig fyrir að hafa ekki farið nógu varlega í kynlífi. Finnst því hafa mistekist og valdið sjálfum sér og sínum nánustu miklum vonbrigðum. Þess vegna á það oft erfitt með að segja strax frá sjúkdómnum. Það kvíður viðbrögðum sinna nánustu en fá oftast mikilsverðan stuðning þegar það segir frá. Fólk óttast jafnframt að upplýsingarnar geti borist út og að slíkt geti sem dæmi haft neikvæð áhrif á börnin þeirra og starfsframa. Meginreglan er að segja ekki frá á vinnustaðnum, en þeir sem gera það upplifa langoftast skilning og stuðning. Einstaklingsviðtöl Sigurlaug Hauksdóttir hefur um langt árabil verið félagsráðgjafi hiv-jákvæðra. Hún er með viðtöl í húsnæði Hiv Íslands að Hverfisgötu 69 á miðvikudögum kl. 14 – 16. Einnig veitir hún viðtöl á Landspítalanum í Fossvogi á þriðju- og föstudögum. Hægt er að panta viðtalstíma hjá Sigurlaugu í síma 543 1000/9109 eða hjá Hiv Íslandi í síma 552 8586. Jafnframt er hægt að hafa samband við hana með netpósti sem er sigurlh@landspitali.is Hópavinna með hiv-jákvæðum Yfir vetrartímann geta hiv-jákvæðir hist í hóp- astarfi í húsnæði Hiv Íslands. Markmið þess eru félags- og tilfinningalegs eðlis, að geta hitt aðra í sömu stöðu, ræða hjartans mál og læra af reynslu hvers annars. Áhersla er lögð á einlægni og trúnað. Umsjón með starfinu hefur Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi. Nánari upplýsinga má fá hjá henni í síma 543 1000/9109, hjá Hiv Íslandi í síma 552 8586 og með netpósti sem er sigurlh@landspitali.is Félagsráðgjafi hjá Hiv Íslandi Hópastarfið í áranna rás

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.