Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 30

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 30
30 RA U Ð I B O R Ð IN N VALVA L Ö G M E N N VALVA L Ö G M E N N Nýr heilbrigðisráðherra Grikklands ákvað að láta ganga aftur í gildi reglugerð, sem hafði verið afnumin, um skyldu til að gangast undir hiv-próf. Það tekur einnig til annarra sjúkdóma sem geta borist við kynmök, svo sem lifrarbólgu. Samtök sem láta sig heilbrigðismál varða eru mjög ósátt við ákvörðunina og segja að þetta sé gert til þess að draga í dilka vímuefnaneytendur, vændisfólk og ólöglega innflytj- endur. Í reglugerðinni segir einnig að íbúum húsa sem ógna heilbrigði almennings skuli gert að flytja úr þeim án þess þó að þeim sé boðið annað úrræði. Reglugerðin var upphaflega gefin út í apríl 2012 og í kjölfarið var hundruðum kvenna gert að gangast undir hiv-próf. Sautján konur greindust hiv-jákvæðar og birtu fjölmiðlar nöfn þeirra, myndir af þeim og upplýsingar um persónulega hagi þeirra í þeim tilgangi, að sagt var, að vernda heilbrigði almennings. Þær voru nefndar vændiskonur þó að ekkert hefði komið fram um að það ætti við rök að styðjast og að þær væru tifandi heilbrigðissprengjur. Þær voru hafðar í haldi í marga mánuði þar til að þær voru sýknaðar fyrir dómi af þeirri ákæru að hafa ætlað sér að valda heilsutjóni. Síðustu fimm konunum úr þessum hópi var sleppt úr haldi í mars 2013 og fljótlega eftir það var reglugerðin afnumin. Heilbrigðiskerfið í Grikklandi hefur þurft að kljást við geysilegar sparnaðaraðgerðir og í því felst meðal annars minni þjónusta við innflytjendur, hælisleitendur, vændis- fólk og heimilislaust fólk. Hiv-smit greinist nú 200% tíðara en árið 2011 og er kennt um aukinni vímuefnaneyslu meðal atvinnulauss ungs fólks og auk þess hafa útgjöld til fræðslu um hiv-varnir verið skorin mikið niður. Útgjöld til stofnana sem annast fólk í vímuefnameðferð fóru úr 35 milljónum evra árið 2010 í 20 milljónir árið 2012. Fjöldi samtaka innan Grikklands og utan hefur mótmælt endurupptöku reglugerð- arinnar. Bent er á að hún gegni helst þeim tilgangi að ýta ákveðnum þjóðfélags- hópum út á jaðar samfélagsins. Hún vinni gegn tilgangi sínum vegna þess að hún fæli fólk frá því fara í hiv-próf. Samtök sem heita Læknar heimsins biðja ríkisstjórn Grikklands að beina sjónum sínum að mikilvægari heilbrigðisvanda svo sem rétti allra barna til að vera bólusett. Þau skora á heilbrigðisstarfsfólk að hafna því að beita nauðungarprófi vegna hiv. Hrikalegt ástand hiv- mála í Grikklandi NýR dóMUR hæstARéttAR kANAdA Í október 2012 úrskurðaði hæstiréttur Kanada að þeir sem hefðu hiv-veiruna í litlu magni og notuðu smokk þyrftu ekki að upp- lýsa kynlífsfélaga sinn um hiv-smit. Allir níu dómararnir voru sammála um að ekki þyrfti að segja frá smitinu nema líkurnar á því að smita væru raunverulegur möguleiki. Með þessu var snúið við ákvæði laga frá 1998 sem töldu það alvarlegt kynferð- isabrot að greina ekki frá hiv-smiti. Saksóknari hafði haldið því fram að það að segja ekki frá smiti svipti kynlífsfélagann réttinum til að taka upplýsta ákvörðun um að vilja kynmök. Rétturinn taldi að væri fólki skylt að upplýsa um hiv-smit gætu þeir lent í fangelsi sem hefðu ekki lagt aðra í hættu.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.