Víðförli - 15.11.1986, Page 1

Víðförli - 15.11.1986, Page 1
5. árgangur 7. tölublað 1986 Er Þjóðkirkjan lík í lestinni? Dr. Hjalti Hugason er nýkominn heim eftir margra ára dvöl erlendis og lítur með ferskum og gagnrýnum augum á íslensku kirkjuna. Dr. Hjalti hefur skrifað greinaröð um efnið og birtist fyrsta grein hans á bls. 10 Kemst boðskapurinn til skila? Salur Háskólans glumdi af hlátra- sköllum áheyrenda er dr. Eugene Nida fjallaði um Biblíuþýðingar og þann vanda að koma boðskap Biblí- unnar til skila við framandi aðstæð- ur. Dr. Nida greinir frá reynslu sinni í Kína og víðar við þetta starf á bls. 14 Hátíðin byggir á hörkuvinnu Mörgum var það einn eftirminnileg- asti atburður ársins er Hallgríms- kirkja í Reykjavík var vígð 26. október. Greint er frá þeim atburði og rætt við tvo þeirra sem gerðu það mögulegt, sem virtist ómögu- legt. Sjá bls. 5 Hallgrímskirkja í Reykjavík vígð 26. október 1986 Hallgrímskirkja á vígsludegi. Prestar landsins sitja í kór, en fjöldi manns sem ekki komst í aðalkirkjuna, sat í safnaðarsölum og fylgdist með vígslu- athöfninni af sjónvarpsskjá. Athöfninni var sjónvarpað um land allt. Barnahornið: sögur, þrautir, myndir og verkefni.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.