Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 2
£7 Útgáfan Skálholt Sr. Bernharður Guðmundsson, s. 91-621500 Biskupsstofa Hróbjartur Árnason, Jóhannes Tómasson, sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir, sr. Örn Bárður Jónsson. Edda Möller, s. 91-651478, Vitastig 6, Hafnarfirði Setning og umbrot: Filmur og Prent Prentun: Prentstofa G. Ben. Útgefandi: Ritstjóri: Ritstjórn: Umsjón: I fréttum Skipulagsbreytingar hjá Hjálparstofnun Á aðalfundi Hjálparstofnunar kirkjunnar í ársbyrjun 1987, verða lagðar fram breytingartillögur á skipulagi og starfsháttum stofnun- arinnar, en tvær nefndir eru starf- andi að því verkefni. Var önnur kjörin af stjórn HK, og lýtur for- ystu sr. Þorbjarnar Hlyns Árnason- ar en hin af Kirkjuráði og þar er sr. Jónas Gíslason formaður. Starfsfólk hjálparstofnunarinnar hefur allt sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri hefur óskað eftir að fá að hverfa frá störfum eins fljótt og auðið er og hefur Sigurjóni Heiðarssyni verið falið að annast daglegan rekstur. Prestbakki laus til umsóknar Sr. Yngvi Þórir Árnason sem þjónað hefur Prestsbakkapresta- kalli í Húnavatnsprófastsdæmi síðan 1948 hefur fengið lausn frá embætti sökum aldurs. Hefur prestakallið verið auglýst til um- sóknar. Nýir prófastar Sr. Tómas Guðmundsson í Hveragerði er nýkjörinn prófastur Árnesinga og sr. Örn Friðriksson á Skútustöðum var kjörinn prófastur Þingeyinga. Sr. Sigurður Guð- mundsson á Grenjaðarstað lét af prófastsembætti er hann var skip- aður sóknarprestur að Hólum í Hjaltadal, en sr. Sveinbjörn Svein- björnsson prófastur Árnesinga hefur látið af embætti vegna aldurs. Frá borði biskups Herra Pétur Sigurgeirsson. Mesta saga, sem sögð hefur verið Rithöfundurinn Fulton Oursler skrifaði bókina: „Mesta saga, sem sögð hefur verið.” Bókin kom út 1949. Árið 1935 fór Oursler tvær reynsluríkar ferðir til landsins helga og kynnti sér rækilega helga sögustaði. Þá var það, sem hann upplifði endurfæðingu sína. Hann hvarf frá efnishyggju og vantrú og snérist til einlægrar trúar á Krist. í formálsorðum bókarinnar ræðir Oursler um fæðingu Jesú og jarðlíf: „Stærsta atburðinn í sögu mannkyns. Því að einu sinni fyrir langa löngu gerðist það raunverulega eins og framburður hinna sannfærðu trúuðu ber vott um, en á meðal þeirra telur rithöfundurinn sig vera.” Við höldum kristin jól með því að vera samtaka í því sem hirðarnir gjörðu: ,,Förum beint til Betlehem að sjá það, sem gjörst hefur og Drott- inn hefur kunngjört oss.” (Lúkas 2:13) í dag rötum við þangað með guðspjallamanninum og lækninum Lúkasi. í frásögn hans af fæðingu Jesú er hvert orð leiðarmerki, sem okkur er öruggt að fylgja til þess að sjá í anda Frelsarann fæddan í fjárhúsi í Betlehem. Sá Guð, sem í tíma og rúmi bjó til hið mikla gangverk sólna og stjarna, kom sjálfur á þessa litlu jörð sem mannleg vera í sínum elskaða syni. Hann var fæddur í jötu og dáinn á krossi. Á miðju ári 1979 fengum við hjónin tækifæri til að fara á vegum ferða- skrifstofunnar Víðsýnar og undir leiðsögn séra Franks M. Halldórssonar til landsins helga. — Það var reynslurík för, sem gerði það ljóslifandi sem guðspjöllin greina frá um ævi Jesú. Þegar komið var á hvern þeirra staða, var Bib'.ízn opnuð og lesið um það, sem gerst hafði. í fjárhúshellinum undir Fæðingarkirkjunni var frásaga Lúkasar lesin og jólasálmurinn: Heims um ból — sunginn. Þótt hásumar væri fyrir utan, var þarna inni helgifriður jólanna á svo eftirminnilegan hátt, að eigi gleymist. í gólfi hellisins er stór silfurstjarna, upplýst af mörgum lömpum, sem hanga i loftinu beint yfir stjörnunni. þar stendur skrifað á latínu: ,,Hic de virgine Marie Jesus Christus natus est.” Hér er Jesús Kristur fæddur af Maríu mey. Það var ótrúlegt en satt að vera þarna staddur, að hafa ratað á einn helgasta stað á jörðu eftir orðanna hljóðan. Það sem mestu varðar er líf og andi Orðsins, að þar er Kristur að koma til okkar í dag. „Heimi í hátíð er ný.” — Alltaf koma blessuð jólin þannig. Við hlýddum nýlega á Messias eftir Hendel í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Þá sagði einn af einsöngvurunum: Messias er alltaf nýr. Það er hið stærsta við söguna mestu, sem við erum nú að upplifa. Hún er alltaf ný, — eins og loginn á kertinu er nýr, sem þú kveikir á þessum jólum. Megi hann ávallt minna þig á, að Jesús Kristur er ljósið, kominn til þess að lýsa þér, vera Frelsari þinn. Megi ljós hans og friður fylla hjarta þitt og gefa þér GLEÐILEG JÓL. 2 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.