Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 5
Fulltrúar hinna fjölmörgu Guðmundur Örn Ragnarsson ræðir við baráttufólk fyrir byggingu Hallgrímskirkju. Guðrún Finnbjarnardóttir, kirkjuvörður í Hallgrímskirkju. Hvernig var að gæta kirkjunnar síðasta árið fyrir vígsluna? Það var ansi hreint mikið að gera seinustu mánuðina fyrir vígslu og að mörgu að hyggja. Þeim fjölgaði alltaf iðnaðarmönnunum, sem unnu að þessu og allir lögðu sig fram um að gera sitt besta til að ná settu marki, og mér fannst skapast þarna alveg sérstakt andrúmsloft, sem ég á líklega ekki eftir að upplifa aftur. Seinustu vikuna var ég í kirkjunni 15-16 klst. á dag, og þó að þetta hafi kannski verið mjög erfitt og lýjandi, þá fannst mér þetta að sama skapi ákaflega skemmtilegt og því skemmtilegra sem nær dró vígslu. Hvaða áhrif hefur þessi mikla kirkja á þig, sem bygging, sem tón- leikahús og síðast en ekki síst, sem Guðs-hús. Áhrifin í vígslunni sjálfri voru alveg stórkostleg. Ég var að vísu bú- in að fylgjast með uppbyggingunni og sjá hvernig þetta breyttist úr timburskógi í voldugt Guðshús. Það var svo gaman að sjá hvernig hvelfingarnar komu í ljós — og eftir því sem þær urðu fleiri fylltist ég meiri lotningu, sem náði hámarki í vígslunni sjálfri, og það finnst mér vera áhrifin af kirkjunni, lotning og hátign fyrir þeim Guði sem hún er helguð. Ég hefi ekki upplifað ennþá að hlusta á tónleika í kirkjunni, en það er alveg stórkostlegt að syngja þarna, og ég get vel ímyndað mér að það sé einnig stórkostlegt að hlusta á tónleika þar. Nú ert þú einnig félagi. Mótettu- kór Hallgrímskirkju. Hvernig fer það saman með kirkjuvörslunni? Það er kannske fyrst og fremst hægt að segja að það sé mikil vinna og álag, sérstaklega í athöfnum þar sem Módettukórinn er að syngja. Nú, ég hef kannske ekki getað verið með á öllum æfingum, þurft að hlaupa frá fyrirvaralaust, en það hefur alltaf bjargast. Á jólum og páskum hefur þetta verið einna erf- iðast og ég kannske ekki alveg með á nótunum. Þá syng ég bara með í þeim verkum, sem eru séræfð, t.d. í kantötum á páskunum o.þ.h., en sleppi því að syngja sálmana nema þá náttúrlega út við dyr, vegna þess að mörgu er að hyggja. Og svo get ég stundum verið svolítið stressuð ef ég er að syngja með kórnum og það er einhver umgangur fram við dyr. Og þó að maður eigi alltaf að horfa á stjórnandann þegar verið er að syngja, þá gerist það oft hjá mér að allavega annað augað skreppur til og horfir í átt að dyrunum til að sjá hvort allt sé ekki í lagi. Albert Finnbogason, bygginga- meistari Hallgrímskirkju? Hve lengi hefur þú starfað sem byggingameistari Hallgrímskirkju ? Á miðju sumri 1978 tók Akurey h.f., sem ég ásamt félaga mínum Böðvari Ásgeirssyni höfum veitt forstöðu, við byggingu Hallgríms- kirkju. Reyndar hafði það komið til tals að við tækjum við framkvæmd- um nokkru fyrr, en ekki varð af því. Ef þú lítur til baka. Er ekki eitt- hvað öðru eftirminnilegra frá árun- um sem liðin eru við smíði kirkj- unnar? Bygging Hallgrímskirkju er flók- in smíði, svo margt kemur í hugann þegar spurt er. Ég held að hvelf- ingar kirkjuskips og kórs séu eftir- minnilegastar, og eftirvæntingin að sjá þær í endanlegri mynd þegar við vorum að ljúka við niðurrif vinnu- palla innanhúss. Ertu sáttur við útlit og staðsetn- ingu kirkjunnar? Já, ég er mjög sáttur við útlit kirkjunnar og hef alltaf verið. Óánægjuraddir heyrast varla nú- orðið varðandi útlit Hallgríms- kirkju. Skólavörðuhæð er mjög skemmtilegt byggingarstæði fyrir kirkjuna. Hallgrímskirkja er orðin borgartákn. Hvernig var að upplifa vígslu þessa mikla Guðs-húss? Þetta var einn af þeim dögum sem maður gleymir aldrei. Margt sótti á hugann, mikil spenna hafði verið undanfarnar vikur og mánuði, allt frá þeim tíma er ákvörðun var tekin um að 26. október skyldi verða vígsludagur Hallgrímskirkju. Þetta hefði ekki tekist nema með sameiginlegu átaki allra þeirra manna sem að þessu verkefni störfuðu. Þakkir til þeirra allra var meðal þess sem á hugann sótti, einnig að sjá og heyra þessa fögru athöfn fara fram í fullbúinni Hallgrímskirkju. Allt eins og maður hafði helst óskað sér. Að lokum Albert, er ekki talsvert eftir að vinna enn við Hallgríms- kirkju, áður en hún telst fullbúin? Mikið verk er eftir, má þar nefna, allur turn frá orgel og söngpalli og uppúr er ófrágenginn. Tröppur við aðaldyr og allur lóð- arfrágangur er eftir. Allar útihurðir eru bráðabirgða. Loftræstikerfi er eftir. Litað gler og innri gluggar. Þetta eru aðeins helstu atriðin sem ég nefni hér. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.