Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 7
Nýkjörið Kirkjuráð á fyrsta fundi sínum. Frá vinstri: sr. Jón Einarsson, Gunnlaugur Finnsson, Kristján Þorgeirsson, sr. Jónas Gíslason, sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari, sem er ritari Kirkjuráðs og herra Pétur Sigurgeirsson formaður. fréttum í fréttum Öldrunarstarf Borgfirðinga Um árabil hefur Borgarfjarðar- prófastsdæmi boðið öldruðu fólki til orlofsviku að Hvanneyri við miklar undirtektir. Á s.l. sumri var enn aukið við starfið og efnt til þriggja daga ferðar um Vestfirði á vegum öldrunarnefndar prófasts- dæmisins. Héraðssjóður styrkir þessa starfsemi verulega. Fella- og Hólasókn fjölmennust. í skýrslu dómprófasts á héraðs- fundi Reykjavíkurprófastsdæmis kemur fram að Fella og Hólasókn er fjölmennust þjóðkirkjusafnaða en til hennar telst 9917 manns, næstur er Digranessöfnuður, 9573 manns, síðan Seljasöfnuður, 8202, og þá Nessöfnuður 8105 sóknar- menn en þar þjóna tveir prestar. Fámennustu söfnuðurnir eru hinsvegar Seltjarnarnessöfnuður 3406 manns, Ássöfnuður 3538 rnanns og Kársnessöfnuður 3719. Mest aukning hefur orðið í Árbæjarsöfnuði sem hefur vaxið úr 3399 manns árið 1978 en nú teljast til hans 6252 manns. Snæfellingar og Dalamenn fjalla um kristinfræðikennslu Aðalefni héraðsfundar Snæfells- nes- og Dalaprófastsdæmis fjallaði um kennslu kristinna fræða og var sr. Ingólfur Guðmundsson náms- stjóri aðalræðumaður. Umræður urðu fjörugar og virtust eftirfarandi punktar móta niðurstöður. * Myndefni er háð tísku. * Þörf á meiri Biblíutexta í kennslubókum. * Við höfum í of miklum mæli litið á kristindóminn sem fróðleik og þekkingu í stað þess að leggja áherslu á að kristindómurinn er lífs- stíll. * Á margan hátt heppilegt að prest- urinn sé ekki kristinfræðikennari skólans því þá finna kennararnir til ábyrgðar sinnar og minni hætta er á að kristinfræðikennslan einangrist. í skýrslu héraðsfundar segir, að almennar guðsþjónustur voru 197 á starfsárinu, barnaguðsþjónustur 104, og aðrar guðsþjónustur 45 eða samtals 346 guðsþjónustur í pró- fastsdæminu árið 1985. Skírnir voru 101, fermd börn 96, jarðar- farir 46, altarisgestir 639 og hjóna- vígslur 30, 100 húsvitjanir og 188 sjúkravitjanir voru færðar í skýrslur. Fjölgun ferminga og altaris- gesta í Reykjavík í skýrslu dómprófasts, sr. Ólafs Skúlasonar á héraðsfundi í haust, kom fram m.a. að guðsþjónustur í prófastsdæminu árið 1985 höfðu verið 1789 og barnasamkomur 511 og aðrar messur og samkomur, sem prestar höfðu talað á, voru 205. Þar við bætast messurnar á Elliheim- ilinu Grund, sem voru 64. Er þarna um að ræða nokkra fækkun frá síðasta ári, en þá voru slíkar athafnir í söfnuðunum 2.690, en nú 2.505. Altarisgestum fjölgaði aftur á móti nokkuð og voru nú 13.922. Skírð voru 1.472 börn miðað við 1.593 árið á undan, en fermingar- börnin voru 1.492 miðað við 1.383 árið áður. Prestar giftu 427 pör árið 1985, en 456 árið á undan, en hjá borgardómara var gefið saman 171 par miðað við 206 árið á undan. Alls fæddust 2.475 börn í Reykja- vík árið 1985, en voru 2.674 árið á undan, þar af voru 1499 börn, sem áttu móður búsetta í Reykjavík og í Þjóðkirkjunni. Flest börn fædd í söfnuði voru 187 en fæst 35, en árið á undan voru hliðstæðar tölur 241 og 45. Greftranir og kveðjuathafnir voru 832, sem þjóðkirkjuprestar í prófastsdæminu önnuðust, en alls voru slíkar athafnir 950, þegar taldar eru allar athafnir innan borg- armarkanna. Er það áberandi, hversu útförum fer fjölgandi frá sóknarkirkjunum og mun vafalaust halda svo áfram, þegar hinar þrjár kirkjur, sem eru í smíðum í Breið- holtshverfunum verða tilbúnar og vígðar. Viðey tilheyrir Dómkirkju- söfnuði Á héraðsfundi Reykjavíkurpró- fastsdæmis voru nokkrar umræður um til hvaða safnaða Viðey skuli falla. Vildu sumir láta þá hefð ríkja, sem ræður sóknarmörkum, en það er landfræðileg skipting, en meiri hlutinn virti sérstöðu Viðeyjar í tengslum við biskupsembættið og samþykkti, að Viðey tilheyrði Dóm- kirkjuprestakalli söfnuði biskups. VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.