Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 10
Dr. Hjalti Hugason Þjóðkirkja á íslandi! Lík í lestinni eða framtíðarskáld? Frá setningu stjórnarskrárinnar 1874 hefur evangelísk-lútherska kirkjan verið þjóðkirkja á íslandi. Þjóðkirkjufyrirkomulagið var af- sprengi þess tíma, er mótaði stjórn- arskrána og þær meginhugsjónir, er þar koma fram. Hugmyndum um frelsi og lýðræði hafði vaxið fiskur um hrygg. Dagar hins óskoraða ein- veldis voru taldir. Breyttir tímar kröfðust annars fyrirkomulags á sambandi ríkis og kirkju. Hið beina, fastlæsta ríkiskirkjuskipulag hlaut að víkja fyrir frjálsara formi — þjóðkirkjunni. Hafi þjóðkirkjumódelið verið svar manna á ofanverðri 19. öld við spurningum varðandi samband rík- is og kirkju og réttarstöðu kirkj- unnar innan samfélagsins, er það í rauninni stór spurning, hvort þetta svar sé endanlegt sem og hvort það eigi við á okkar dögum um 100 ár- um eftir gildistöku stjórnarskrár- ákvæðanna. Sé svipast um eftir svörum við þessum spurningum innan þjóðkirkna Norðurlanda, verður ýmislegt uppi á teningnum. Ljóst er, að ýmsir áhrifamiklir guð- fræðingar og kirkjumenn hafa litið svo á, að með þjóðkirkjuhugmynd- inni hafi menn komist æði nærri hinni alfullkomnu mynd. Má sjá ýmis dæmi hinna ypparlegustu af- brigða þjóðkirkjuguðfræði, er halda því fram, að kirkja Krists um Norðurlönd hljóti að birtast í formi þjóðkirkjunnar, ekki einungis á líðandi stundu heldur um ófyrir- sjáanlega framtíð. Þeim fer þó stöðugt fjölgandi, er fyrst og fremst skilja þjóðkirkjuskipanina sem millibilsástand milli ríkiskirkna fyrri alda og frjálsra kirkna eða frí- kirkna, er starfa án lögformlegra tengsla við ríkið. í ljósi þessa verður þá sú spurning brennandi, hvort þjóðkirkjuskipulagið eigi við um okkar daga eða hvort það hafi þegar lifað sjálft sig. Hvernig túlkum við tölfræðina? í nýútkomnu hirðisbréfi sínu — Kirkjan öllum opin — svarar biskup íslenzku þjóðkirkjunnar herra Pétur Sigurgeirsson spurningu þessari fyr- ir sitt leyti svo, ,,... að þjóðkirkju- fyrirkomulagið er íslensku þjóðinni farsælast. Á meðan allur þorri landsmanna er þjóðkirkjufólk, eru núverandi tengsl ríkis og kirkju þjóðarheildinni fyrir bestu” (s. 98-99). Skoðun þessa styður biskup þeim rökum, að um 92% þjóðar- innar tilheyri þjóðkirkjunni (s. 96). Þess ber að geta, að í þessu er bisk- upinn á öndverðum meiði við ýmsa málsmetandi menn — meðal annars suma starfsbræður sína — innan hinna norrænu systurkirknanna, þó svo að einnig þar séu aðstæður með svipuðum hætti, það er að þjóð- kirkjurnar séu drottnandi meðal þjóðanna, þó prósenttalan sé víðast nokkuð lægri en hér. Þetta tekur hann raunar fram á áður tilvitn- uðum stað. Nú er það mál, sem hér um ræðir, vissulega svo vaxið, að einnig við íslenzkar aðstæður gætu menn komist að andstæðum niður- stöðum við biskup. Fer svar manna ef til vill fyrst og fremst eftir því, hvernig þeir túlka ákveðnar töl- fræðilegar niðurstöður. Annars vegar er það staðreynd, að yfir 90% þjóðarinnar eru skráðir félagar í þjóðkirkjunni og að yfirgnæfandi meirihluti — einnig yfir 90% — bera börn sin til skírnar. Á hinn bóginn er það vitað, að aðeins tak- markaður hluti hinna skráðu félaga tekur reglubundið þátt i guðsþjón- ustu kirkjunnar utan á stórhátíðum — einkum um jól — eða í öðru safnaðarstarfi og enn minni hluti tekur þátt í altarisgöngunni sem við hlið skírnarinnar er sakramenti að skilningi evangelísk-lútherskrar kirkju. Hvernig skýra menn þennan mun og hvaða ályktanir verða af honum dregnar? Nú er það svo, að aðild að þjóð- kirkju og skírn barna eru atriði, sem á margan hátt eru félagslega háð. Skráning barna í þjóðkirkjuna eða önnur trúfélög fer fram við fæðingu og ákvarðast af trúfélagi móður. Af skiljanlegum ástæðum hafnar þannig þorri barna innan þjóðkirkjunnar og úrsögn í kirkj- unni kemur sjaldnast til álita utan að undangengnu persónulegu upp- gjöri eða endurmati, sem fæstir finna sig knúna til í trúarlega hlut- lausu samfélagi samtímans, þar sem trúarlegar spurningar liggja að jafn- aði milli hluta. Ljóst er, skírnin er einnig öðrum þræði skilyrt af menningarlegri hefð hér á landi og tengist í því þeirri hátíð, er fylgir fæðingu og nafngjöf í flestum fjöl- skyldum landsins. í báðum þessum atriðum má ætla, að þrýstingur frá fjölskyldu, ætt eða öðrum félags- hópum ráði miklu um varðveizlu hefðarinnar sem og sú staðreynd, 10 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.