Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 12

Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 12
Biblían í veggnum — sannur atburður Atburður þessi gerðist á Ítalíu, þegar appelsínutrén stóðu í blóma og vínviðurinn teygði sig upp hlíðar fjallanna. Múrari nokkur var að störfum í útjaðri þorps nokkurs. Hann var að hlaða vegg. Kona nokkur var þar á gangi. Hún kom að múraranum, heilsaði honum vingjarnlega og þau töluðu saman nokkra stund um heima og geima. Konan tók þá upp ítalska Biblíu og ætlaði að selja múrar- anum hana. Múrarinn sneri sér þá undan með fyrirlitningu. Hann kærði sig ekkert um þessa bók. Hann hafði enga þörf fyrir að lesa hana. Konan vann að því að dreifa Biblíunni meðal manna, og hún lagði nú fast að múraranum að taka við henni. Hann mátti eiga hana, endurgjaldslaust, ef hann bara vildi taka við henni. Hún skrifaði því nafn hans í bókina og fékk honum hana. Að því loknu kvaddi konan um leið og hún hvatti manninn til að lesa bókina. En múrarinn var nú ekki á því. Bókinni hafði verið þröngvað upp á hann, og nú hafði hann fengið góða hugmynd. Hann ætlaði að losa sig við hana á augabragði. Hann glotti, því að hann var sjálfur hrifinn af hugmynd sinni. Hann losaði um nokkra steina í veggnum, stakk Biblíunni í vegginn og múraði yfir. — Nú var bókin vel geymd — og nú væri hann laus við konuna. Þessa bók ætti enginn eftir að lesa nokkurn tíma! Mörg ár liðu. Múrarinn var löngu hættur að hugsa um Bibliuna og var búinn að gleyma atburðinum við vegginn. En dag einn mætti hann Biblíu- sala, allt öðrum — og á allt öðrum stað. Sá vildi auðvitað selja honum Biblíu. — En múrarinn var fljótur að afþakka hana. Hann sagðist eitt sinn hafa eignast Biblíu, en eftir að henni hafði verið troðið upp á sig, hafi hann losað sig við hana og komið henni fyrir þar sem enginn ætti eftir að finna hana, ekki einu sinni sá vondi. Biblíusalanum brá við þessi orð, og hann dró nú Biblíu upp úr tösku sinni, opnaði hana og sýndi múrar- anum og spurði, hvort hann kann- aðist nokkuð við þetta nafn, sem þar stóð. Nú brá múraranum heldur en ekki. Þetta var þá Biblían hans — merkt honum. Hann hrópaði upp yfir sig af undrun og spurði Biblíu- salann hvernig hann hefði náð í hana. Og nú varð Biblíusalinn að segja alla söguna: Fyrir nokkrum árum hafði verið jarðskjálfti í þorpinu þar sem múr- arinn hlóð vegginn forðum. Þessi maður gekk þá um og skoðaði rústirnar til að kanna hvaða veggir væru ónýtir og hverjir gætu staðið áfram. Þá heyrði hann allt í einu holhljóð, þar sem hann barði á einn vegginn. Hann varð forvitinn, hélt e.t.v. að hann hefði fundið falinn fjársjóð. Fjársjóðurinn var þá Biblía, sem kom í ljós, þegar hann gerði gat á vegginn. — Þetta hafði vakið forvitni mannsins, svo að hann fór heim með Biblíuna og las. — Þannig lærði hann að þekkja Jesúm — og upp frá því varð það þrá hans, að breiða út orð hans, svo að hann hætti fyrri störfum og gerðist Biblíusali. Hann trúði múraranum fyrir því að hann væri búinn að lesa þessa Biblíu oft, og hún væri stórkostleg bók. Þetta vakti forvitni múrarans. Honum fannst þetta undarleg saga, og nú spurði hann hikandi, hvort hann mætti eiga Biblíuna. Biblíusalinn brosti. Hann gat ekki neitað manninum um bókina, sem var merkt honum! Og í hljóði þakkaði hann Guði fyrir hand- leiðslu hans. Múrarinn fór heim með Biblíuna og fór að lesa. Hann kynntist nú af eigin raun þessum Jesú — Biblían varð upp frá þessu kærasti vinur hans, því að með því að lesa hana fann hann frelsarann, Jesúm Krist. Honum varð nú ljóst, að það var Guð sjálfur, sem hafði komið því til leiðar, að Biblían komst aftur í hendur hans. (Ljósberinn) 12 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.