Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 14
Að koma boðskapnum til skila — Það er ekki oft sem maður heyrir svona fyrirlestra hér á bæ. — sagði virtur háskólamaður að loknum fyhrirlestri eins hinna nýju heiðursdoktora frá afmæli Háskólans, dr. Eugene Nida. Oftlega glumdi stærsti salurinn í Odda af hlátrasköllum áheyrenda er dr. Nida flutti mál sitt með slíkri glettni og þrótti að menn gleymdu stað og stund. „Þú hefðir getað predikað eins og Páll — fram í dögun” sagði biskup íslands við hann og talaði þar fyrir hönd viðstaddra sem vafalaust hafa flestir viljað heyra meira um guðfræðilegt álitaefni við biblíuþýð- ingar, eins og dr. Nida kom þeim til skila. Að koma boðskapnum til skila hefur verið lífsstarf dr. Nida. — Rétt þýðing er því aðeins rétt að lesandinn skilji hana rétt — segir dr. Nida. — Það er til einskis þótt þýðingin sé glæsileg að málfari, lærð og ítarleg, ef lesandinn sem hún er ætluð skilur ekki neitt í neinu eða les annað úr henni en ætl- að var. Þá er þýðingin einfaldlega misheppnuð, henni hefur mistekist að koma því til skila sem henni var falið. Það er allt og sumt. Aðferð okkar hjá Biblíufélögun- um er að nýta þá sjóði sem vísindi nútímans búa yfir. Við byggjum á mannfræði, fornleifafræði, málvís- indum, félagsfræði og boðmiðlun til þess að greina þann veruleik þar sem þýðingin á að koma Orði Guðs á framfæri. Við erum t.d. að koma með sérstakar þýðingar fyrir börn. Sú þýðing hefur t.d. náð miklum vinsældum í Indónesíu, prestar nota hana mikið, vegna þess að allir skilja hinn einfalda texta. Fyrir marga nýkristna eru sum hugtök Biblíunnar erfið til skilnings. Það er annað hjá okkur sem erum alin upp í kristinni menningarhefð. Er það þá rétt að talað sé um kóp guðs en ekki lamb Guðs í Biblíu- þýðingu eskimóa? Þetta er útbreiddur misskilningur en hann hjálpar til skilnings á því sem við erum að gera. Eskimóar þekkja geitur, fjallageitur, því skilja þeir orðið ullargeitur þegar þýða skal orðið sauðfé á þeirra mál. Annað dæmi er innreið Jesú í Jerú- salem, þegar menn settu pálma- greinar í veg hans í virðingarskyni. Slíkt er hin mesta móðgun sums- staðar í Afríku, þar á hinsvegar að sópa veg hins virta með pálmagrein- um. Ekki er hægt að gjörbreyta svo þekktum texta, en hinsvegar er rækilega gefin skýring á þessu neð- anmáls í viðkomandi þýðingu. Stundum breytum við þó líkingum t.d. segir á einum stað um Davíð að hann hafi þvegið klæði sín úr víni og í því felst skýring á ríkidæmi hans. í Vestur-Afríku næst þessi hugsun með því að segja að hann hafi þvegið klæði sín úr kókosolíu, og þannig er textinn á þeim slóðum. Hvernig er hægt að kanna hvort textinn hafi í raun komist til skila? Jú, við biðjum fólk að lesa hann og útskýra efnið síðan fyrir öðrum. Með því að hlusta á þá frásögn, verður ljóst hvort hinn djúpi skiln- ingur hefur náðst. Vandi okkar biblíuþýðenda er að muna, að orð flytja aðeins hug- myndir. Það eru hugmyndirnar sem skipta máli, orðin eru aðeins burð- ardýr! Okkur hættir hinsvegar til að dýrka orðin. Guð notar orð, ekki vegna einhvers konar töframáttar þeirra heldur vegna innihalds þeirra. Við þurfum sífellt að hyggja að því hvernig hugmyndunum, inni- haldi boðskaparins sé best komið til skila. Stundum gerir tónlist það betur en orð eins og við þekkjum öll. Orð geta falið innihald boð- skaparins. 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.