Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.11.1986, Blaðsíða 15
Jólamyndin úr nýrri þýðingu á völdum köflum Nýjatestamentisins, sem er einkanlega cetluð börnum en hefur náð miklum vinsceldum hjá nýlæsu fólki í þriðja heiminumm. Biblíufélögin hafa mjög aukið starfsemi sína? í byrjun 19. aldar höfðu einhver biblíurit verið þýdd á 71 tungumál, en nú eru þau 1829. Biblían í heild er til á 293 málum og Nýjatesta- mentið á 618 tungumálum. Og enn er fjöli af mállýskum sem ekki hafa enn verið sett á ritmál. Verkefnin eru næg þar, og ekki síður en endurþýða biblíuna í síbreytilegum heimi og æ flóknari tilveru. Nú hafa risið upp um 5000 nýjar kirkjur í Afríku, sumar kringum lit- ríkan leiðtoga. Við vitum hverjar þessara kirkna lifa, — það eru þær sem kaupa biblíur frá biblíufélög- unum. Hinar sem byggja á manna- setningum, gufa upp. Hvaða verkefni eru nú athyglis- verðust á vegum Biblíufélaganna? Biblíuprentun í Kína, fortaks- laust. Það eru stórmerkilegri hlutir að gerast í kristnilífinu þar. Fyrir byltingu kommúnista 1949 voru þar 700.000 kristnir, nú eru þeir 4 miljónir og 3600 kirkjur sarfa þar opið. Hvern dag eru opnaðar tvær nýjar kirkjur. Nú er slík eftir- spurn eftir biblíum í landinu að ómögulegt er að mæta eftirspurn- inni. Þessvegna hafa Biblíufélögin ákveðið að gefa þangað nútíma prentsmiðju sem kostar 6 miljónir dollara. Yfirvöldin í Nanking hafa gefið land undir prentverkið og munu útvega prentara. Samkvæmt lögum í Kína er leyfi- legt að prenta Biblíur þar, en bannað að auglýsa það. það þarf ekki að auglýsa Biblíuna í því landi. Þannig að nú eru að renna upp nýir tímar í kristnilífinu í þessu fjöl- mennasta ríki heims. Við munum flytja inn hluta af pappírnum, enda sérgerður fyrir prentun Biblíunnar, og nú ætti brátt að vera nóg af biblíum á kínversku. Það verður þá hætt að smygla biblíum til Kína? Já, til allrar hamingju. Biblíu- smyglið gerði mörgu kristnu fólki mjög erfitt fyrir í Kína. Biblían var álitin erlendur áróður og var gerð upptæk. Enda vissu stjórnvöld oft- ast um smyglið. Sumt af því lesefni sem kristnir menn smygluðu til Kína var heldur ekki til sóma, þar skorti oft mikið á virðingu fyrir les- endum og þeirra menningu. Kínverjar eru líka að gefa út fyrstu sálmabókina sína með 270 sálmum sem flestir eru sungnir undir vinsælum kínverskum þjóð- lögum. Reyndar er nokkur spenna milli tveggja hópa kristinna manna í Kína. Annarsvegar eru svonefndar húskirkjur, söfnuðir manna sem hafa jafnvel verið ofsóttir enda taka þeir mjög ákveðna og virka afstöðu gegn stjórnvöldum, svo eru hinir almennu söfnuðir í Kína, sem hafa vaxið fram og vilja lifa sem ábyrgir kristnir menn í sósíalisku ríki. Þeir berjast gegn guðleysi en þeir vilja vinna með stjórnvöldum að bættum hag fólksins almennt enda sjá þeir hve mikið hefur áunnist í þeim efnum. Biskup þeirra, Ting, hefur sætt margskonar meðferð í rás tímans en hann veitir glæsilega forystu kristnum mönnum og skilur hinar kínversku aðstæður fádæma vel. það eru 50 miljónir Múslima sem lifa á landamærum Kína og ná- grannaríkjanna. Þeir vilja ekki skapa neina píslarvotta úr þeim, þeir hafa fengið trúfrelsi, og það eru miklar hræringar í þessum málum í Kína. Ég hef komið þar nokkrum sinnum, fyrst sem málvís- indamaður og síðar í erindum Biblíufélaganna. Þau hafa reynst þar sem annarsstaðar drjúg til þess að byggja brýr skilnings og virðing- ar milli ólíkra hópa. VÍÐFÖRLI — 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.