Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 2
/7 OO WlfilMOKMÍ Útgefandi: Útgáfan Skálholt Ritstjóri: Biskupsstofa, Suðurgata 22 Sími: 621500 Ritstjóri: Bernharður Guðmundsson Umsjón: Edda Möller Setning, umbrot, prentun: Filmur og prent Biskupinn skrífar: Von og veruleiki Nýr yfirmaður samkirkjustarfs kaþólskra Erkibiskup kaþólikka í Ástralíu Edward Cassidy hefur tekið við af Villebrands kardinála sem yfirmað- ur samkirkjulegs starfs kaþólsku kirkjunnar. Þeir komu báðir til ís- lands í vor í föruneyti páfa. Um þetta leyti eru 25 ár síðan lút- erskir og kaþólskir hófu umræðu um kenningargrundvöllinn og var páfaheimsókn til Norðurlanda liður í því samræðuferli. Cassidy hefur verið einn allra nánasti ráðgjafi páfa um árabil, en gegndi áður sendi- herrastörfum hjá Vatikaninu. Hjónabandsnefnd Að samþykkt Kirkjuþings hefur Kirkjuráð skipað nefnd til að kanna ýmsa þætti er snerta hjónabandið, ekki síst frá sjónarhorni skattamála. Nefndina skipa: Sr. Birgir Snæbjörnsson prófast- ur, Jónína Jónasdóttir, starfsmaður skattstofunnar og Ragnhildur Bene- diktsdóttir, skrifstofustjóri Bisk- upsstofu. Ný námskrá Á liðnu hausti kom út ný aðal- námskrá fyrir grunnskólann. í kafl- anum um kristin fræði er spunninn áfram sá þráður sem tekinn var upp í námskrá frá 1974, þar sem áhersla er lögð á að kennslan feli í sér þá þætti sem áður voru nefndir og þetta nýja námsefni felur í sér. Eldra námsefni sem enn er til boða (biblíu- sögur) er því ófullnægjandi miðað við ákvæði námskrár. Nýju ári fylgja ýmsar vonir. Sum- ar byggja á því, sem hver og einn sér fyrir sér, að mundi stuðla að aukinni hamingju og velferð. Aðrar snúast um málefni og hugsjónir. Ekki þar fyrir að þetta geti ekki farið saman. Og mjög oft sem betur fer er það svo. Biblíufélagið okkar kveikir vonir í brjóstum þeirra, sem þar hafa fjall- að um mál. Vonin snýst um það, að unnt megi verða að starfa af auknum krafti að þýðingu Gamla-testament- isins og jafnvel að snúa sér að Nýja-testamentinu og huga síðan að Biblíuútgáfu. Þessar vonir eru bundnar vissunni um það, að þarna sé verið að huga að þörfu máli og nauðsynlegu og megi ekki skjóta sér undan því að stuðla af krafti að því, að vonir verði veruleiki. í byrjun árs dvöldu hér fulltrúar Sameinuðu biblíufélaganna og ræddu við forsvarsmenn Biblíu- lagsins okkar um þessi mál og önnur, sem þau snerta. Fer ekki milli mála, að finna þarf sameiginlegan farveg þessara vona, annars vegar að efla Biblíufélagið og hins vegar að vinna að þýðingu og útgáfu. Standa vonir til, að samstillt átak skili þeim árangri, sem flestum kemur að notum. í þessu sambandi er vert að huga að því, hvernig Biblían er lesin og kynnt í guðsþjónustunum. Hand- bókin gefur þrjár textaraðir til að velja milli. í þeim öllum er fyrst kafli úr Gamla-testamentinu, miðlestur- inn úr bréfum Nýja-testamentisins og loks er lesið úr guðspjöllunum. En því miður er þess ekki gætt sem skyldi að skipta textaröðunum milli ára. í mörgum kirkjudeildum er þó ákveðið, að eftir fyrstu textaröð komi önnur textaröð næsta ár og loks hin þriðja, áður en byrjað er á þeirri fyrstu aftur. Með þessu fær söfnuðurinn betri kynningu á Biblí- unni og fleiri textar eru kynntir og skýrðir. Á því tímabili, sem í hönd fer, væri það meir en athugandi, hvort kirkjan okkar ætti ekki að ákveða textaraðir og skipta milli þeirra þriggja, sem ákveðnar eru, svo að allir söfnuðir noti þær sömu, þótt skipt sé milli ára. Með þessu yrði enn aukið við kynningu á Biblíunni til að fleiri lesi, en sú er vonin að baki nýrri þýðingu og frekari útgáfum, að Biblían verði handleikin og lesin og leggi þannig grunn trúarlífsins. Þessi von snertir einstakling sem kirkjuna alla og verður því aðeins að raunveruleika, að hún nái eyrum, og athygli. Verð- ugt verkefni nýs árs að breyta vonum í þennan veruleika. Ólafur Skúlason 2 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.