Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 3

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 3
Lifandi þjóðkirkja við lok 20. aldar Umrœðuefni á þrettándaakademíu í Skálholti Dagana 5. til 7. janúar síðastlið- inn söfnuðust um það bil 30 þátttak- endur saman til þrettándaakademíu í Skálholtsskóla. Er þetta í annað sinn, sem slíkt málþing kemur sam- an á þessum stað til að halda þrett- ánda dag jóla eða opinberunarhátíð Drottins (epífaníuna) hátíðlega. Er það von þeirra, sem að akademiunni standa, að hún sé nú komin til að vera og jafnframt að hún verði ís- lensku kristnilífi til nokkurs gagns á komandi árum. Markmið þrettándaakademiunn- ar er þríþætt. Með henni skal Ieitast við að skapa aukna vitund fyrir þeim boðskap, sem að fornu hljómaði í kirkjunni á þessum degi, þegar minnst var fæðingar Krists, opinber- unar stjörnunnar fyrir vitringunum, opinberunar þeirrar, er varð við skírn Krists og fyrsta kraftaverks hans í brúðkaupinu i Kana í Galíleu. Dagskrá akademíunnar einkennist af miklu helgihaldi, sem mótast af þessum fornu stefjum hátíðarinnar, en til þeirra getur kirkjan stöðugt sótt þrótt og gleði, þar sem þau minna hana á, að hún tilheyrir hin- um sigrandi Kristi. í öðru lagi hefur samfundur þessi það markmið að stunda gagnrýna og málefnalega umræðu um málefni, er snerta mikil- væga þætti í lífi og starfi íslensku þjóðkirkjunnar á líðandi stundu. Af þeim sökum, hefur honum verið val- ið heitið akademía. Umræðunni er þó ekki aðeins ætlað að vera fræði- leg í þröngri merkingu þess orðs, heldur skal keppt að því að draga hagnýtar ályktanir af niðurstöðum hinna akademísku greininga, er að gagni geta komið í hinu lifaða lífi kirkjunnar. Loks hefur þrettánda- akademían það markmið, að stuðla að upplífgandi samfélagi þeirra, sem þátt taka í störfum hennar, og er þar gjarnan slegið á hina léttustu strengi. Sjálfsmynd kirkju — lifandi kirkja Á fyrstu þrettándaakademíunni var umræðuefnið sjálfsmynd ís- lensku þjóðkirkjunnar. Þá var með- al annars spurt hvaða ályktanir mætti draga af lífi og starfi kirkj- unnar á sviði helgihalds, prédikunar og þjónustu (díakoníu) varðandi skilning þjóðkirkjunnar á eðli sjálfs sín, stöðu og hlutvérki. í fyrirlestr- um og umræðu var mjög fengist við spurningar um það, hvort hin sér- stæða staða evangelisk-lúthersku kirkjunnar sem þjóðkirkju hér á landi hefði slævt vitund þeirra, sem innan hennar starfa, fyrir mikilvæg- um þáttum í köllunarhlutverki krist- innar kirkju. Með öðrum orðum hvort þjóðkirkjuskipanin hefði reynst þjóðkirkjunni fjötur um fót í viðleitni hennar til að vera órofa hluti af hinni einu, heilögu, almennu og postullegu kirkju Krists, svo vitn- að sé til orða hinnar kristnu játn- ingar. Því er ekki að leyna, að ýmsir vildu svara þessum spurningum ját- andi, þó með mismunandi móti væri. Mátti jafnvel skynja vissa upp- gjöf í máli margra. Af þeim sökum þótti skipulagshópi þrettándaaka- demíu 1990 við hæfi að halda um- ræðunni áfram í jákvæðari anda og grafast fyrir um forsendur þess, að hér á landi geti lifandi þjóðkirkja starfað við lok 20. aldar. Voru þau orð því gerð að yfirskrift nýafstað- innar akademíu. Með lifandi þjóð- kirkju var átt við þjóðkirkju, sem í senn varðveitti samkirkjulegan arf kynslóðanna í boðun og helgihaldi, en samsamaði sig jafnframt í raun ís- Dr. Hjalti Hugason. lenskum aðstæðum í menningar- og félagslegu tilliti. í aðfararfyrirlestri akademíunnar var áhersla lögð á, að titil þennan bæri ekki að skilja, sem gagnrýni á núverandi ástand kirkjunnar og þátttakendum bent á, að þeir væru ekki saman komnir til að reisa upp frá dauðum eða vekja af Þyrnirósar- svefni, heldur bæri aðeins að skoða orðin sem tilbrigði um fleyg orð sið- bótarfrömuðanna um stöðuga þörf kirkjunnar fyrir siðbót. Að baki ein- kunnarorðanna og þeirra viðfangs- efna, er þau rúmuðu bjó þó vitundin um, að sú kirkja, sem ekki efaðist stöðugt um líf sitt, leitaði þess og berðist fyrir því væri ekki lífvænleg. í þeim anda gætti einnig gagnrýn- inna tóna á köflum, sem vonandi hafa þó einkennst af jákvæðri gagnrýni. Víðfeðm umræða Þegar hugsað er til baka, verða áhrifin þau, að umræðan í Skálholti VÍÐFÖRLI — 3

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.