Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 4
Frá þrettándaakademíu 1990. Helgistund í Skálholtskirkju. hafi tekist vel að því leyti, að hún spannaði alla þá breidd, sem aka- demíunni er ætlað að taka til. Þar var stunduð fræðileg greining á ýms- um þáttum, sem áhrif munu hafa á líf og starf þjóðkirkjunnar á kom- andi áratug, en jafnframt fengist við mjög hagnýta þætti kirkjustarfs. Sjónarhornin voru einnig margþætt, söguleg, heimspekileg, guðfræðileg, félagsleg og kirkjuleg. Flestir virtust þó skynja umfjöllunina sem eina heild, er stefndi að sameiginlegu markmiði: Baráttunni fyrir eflingu kirkjunnar. Varð niðurstaða? Niðurstaða í eiginlegum skilningi er ef til vill ekki nauðsynlegt mark- mið akademíu. Henni er fremur ætl- að að spyrja spurninga, vekja um- ræðu, benda á mál, er brjóta þarf til mergjar, og benda á úrlausnarleiðir, sem viðhafa mætti. Þá má einnig benda á, að þrettándaakademían í Skálholti er án allra tengsla við nefndir, stofnanir og ráð þjóðkirkj- unnar og þarf því ekki að skila nið- urstöðu um störf sín í hendur neins formlegs aðila innan hennar. Aka- demíunni er aðeins ætlað að vera vettvangur innan kirkjunnar fyrir þá, sem safnast vilja saman og starfa undir formerkjum hennar. Á þann hátt skilur hún sig þó sem gjöf til kirkjunnar. Því er ekki óeðlilegt að spyrja, hvað nýafstaðin akademía geti gefið kirkjunni. í leit að svari við þeirri spurningu staðnæmist hugurinn ekki við neinn einn fyrirlestur, heldur miklu frekar við almenna umræðu á lokasamveru akademiunnar, þegar þátttakendur reyndu sameiginlega að draga saman þræði og nálgast lokapunkt. Meðan á umræðunni stóð, óx eftirfarandi skýringarmynd fram á töflu. Mynd- inni er ætlað að skýra forsendur fjöl- þætts og markviss safnaðarstarfs, sem vissulega er eitt af kennimörk- um lifandi þjóðkirkju. Myndina ber að skilja svo: Ef söfnuður vill þróa innan sinna vé- banda þróttmikið, fjölþætt og markvisst safnaðarstarf, töldu þátt- takendur nauðsynlegt að lögð væri til grundvallar skýrgreind og mótuð stefna, er þjóðkirkjan gæti staðið að sem ein heild. Þessa stefnu var talið nauðsynlegt að grundvalla á kirkju- legri guðfræði, sem skýrgreindi eðli, hlutverk og stöðu þjóðkirkjunnar. Annar þáttur í þróunarstarfinu, sem talinn var nauðsynlegur, var greining á fyrra starfi safnaðarins og starfs- möguleikum hans meðal annars með tilliti til mannafla sem og á ýmsum þáttum í nærumhverfi hans, eins og til dæmis aldursdreifingu sóknarbúa 4 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.