Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 5
og félagslegum aðstæðum þeirra. Á grundvelli slíkrar greiningar bæri síðan að velja úr þeim starfsþáttum, er stefnumörkun kirkjunnar tæki til. Það er, marka stefnu og starfshætti safnaðarins á grundvelli heildar- stefnu kirkjunnar. I þessu atriði var talið mikilvægt, að söfnuðir ættu aðgang að ráðgjafa, er skoðað gæti málin utanfrá og hlutlaust. Þessi skref eru tiltölulega hagnýt og getur kirkjan í þessu efni starfað á svipað- an hátt og aðrar stofnanir, er marka vilja sér stefnu út frá tiltölulega fræðilegum forsendum og á grund- velli staðbundinnar greiningar. Má þar til dæmis nefna skólakerfið. í þessu efni á kirkjan einnig við sama vanda að stríða, en hann felst í því, að sameina kenningu og starf. Til þess að eitthvað verði úr áformunum verður því ákveðið viðtökuferli að eiga sér stað. Það felst í því, að þeir, sem starfa innan stofnunarinnar, Ieggi sameiginlegan skilning í hlut- verk sitt, telji að ákveðinnar endur- skoðunar sé þörf og vilji taka þátt í endurskoðunarstarfinu, hvert sem það kann að leiða og hvaða óþæg- indi, sem það kann að hafa í för með sér. Þetta var kallað vitundarvakn- ing og lögðu þátttakendur áherslu á, að hún yrði að hefjast innan hinnar virku eða starfandi kirkju, sem stundum er kölluð íslenska presta- kirkjan. Ef til vill skynjar einhver merki krossins í skýringarmyndinni. Spurningin er: Hvort merkir það kvöl kirkjunnar eða von hennar? Hjalti Hugason í NÁND VIÐ DAUÐANN; sjúklingar, aðstandendur, fagfólk Námsstefna laugardaginn 3. mars 1990 í ráðstefnusal A, Hótel Sögu Dagskrá: Kl. 10:00 Setning Kl. 10:10 Heimspekilegt forspjall: Vilhjálmur Árnason heimspek. Kl. 10:40 Jákvætt afl sálgæslu: Séra Frank M. Halldórsson. Kl. 11:10 KAFFI Kl. 11:30 Óttinn við dauðann: Sigurður Árnason krabbameinslæknir. Kl. 12:00 Staða aðstandenda: Rúnar Matthíasson. Kl. 12:30 MATARHLÉ Kl. 14:00 Aðhlynning á sjúkradeild: Erna Haraldsdóttir hjúkrunarfr. Kl. 14:30 Aðhlynning i heimahúsum: Lilja Þormar hjúkrunarfr. Kl. 15:00 KAFFI Kl. 15:45 Stuðningur við aðstandendur: Nanna K. Sigurðard. félagsr. Kl. 16:15 Stuðningur við fagfólk: Högni Óskarsson geðiæknir. Kl. 16:45 Fyrirspurnir og pallborð. Kl. 17:30 Námsstefnunni slitið. Fundarstjórar verða Guðrún Agnarsdóttir læknir og alþingismaður og Alda Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur. Að námsstefnunni standa eftirfarandi aðilar: Krabbameinsfélagið, Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, Hjúkrunarfélag íslands, Félag áhugamanna um heimspeki, Þjóðkirkj- an og Fræðslunefnd læknafélaganna. Námsstefnugjald er kr. 950 og fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 150. Innritun fer fram alla virka daga fyrir hádegi í síma 36284. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri námsstefnunnar Ás- geir R. Helgason í sima 621414. Nefnd um safnaðaruppbyggingu Kirkjuráð hefur skipað nefnd til að vinna að átaki um safnaðarupp- byggingu, eftir samþykkt Kirkju- þings. Nefndina skipa: Guðmundur Magnússon fræðslu- stjóri, sr. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur (form.), sr. Karl Sigur- björnsson sóknarprestur, Ragnheið- ur Sverrisdóttir djákni og Sigríð- ur Halldórsdóttir lektor. Þröstur Ei- ríksson organleikari sem skipaður var í nefndina, hefur sagt af sér vegna brottflutnings. Kirkjuráð lagði áherslu á að nefndin móti ekki aðeins heildar- stefnu heldur skilgreini verksvið sitt. Þá var talið nauðsynlegt að nefndin ynni í nánu samstarfi við Fræðslu- deild þjóðkirkjunnar, segir í bókun Kirkjuráðs. Þeir sr. Örn Bárður Jónsson væntanlegur verkefnisstjóri við safnaðaruppbyggingu og sr. Bernharður Guðmundsson fræðslu- stjóri starfa með nefndinni. Nývígðir prestar Ólafur biskup hefur þegar vígt 4 presta í embættistíð sinni. Fyrst vígði hann þau Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur sem farprest, þjónar hún Norðfjarðarprestakalli í vetur og Gunnar R. Matthíasson til þjónustu sem sjúkrahúsprestur i Vesturheimi, en sr. Gunnar stundar þar jafnframt framhaldsnám í sálgæslu. Kona sr. Gunnars er sr. Arnfríður Guð- mundsdóttir og eru þá fern íslensk hjón þar sem bæði eru prestvígð. Sr. Jóna Kristín er 18. íslenska konan sem tekur prestsvígslu. Guðfræðikandidatarnir Bragi Ingibergsson og Eiríkur Jóhannsson voru vígðir til prestsþjónustu 12. nóvember 1989 í Dómkirkjunni. Sr. Bragi Ingibergsson hefur verið kjör- inn prestur Siglfirðinga, en sr. Vigfús Þór Árnason sem þar hefur þjónað um árabil, hefur verið kjörinn prest- ur Grafarvogssóknar í Reykjavík. Sr. Eiríkur Jóhannsson hefur verið skipaður prestur í Skinnastaðar- prestakalli en séra Sigurvin Elíasson hefur látið af embætti þar vegna aldurs. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.