Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 7
gaofbeldi í Reykjavík Sr. Þórhallur Heimisson. móðurina og börnin. Styrjöld heim- ilisins heldur áfram á götunni. Börn- in fá þar útrás í misþyrmingum ann- arra. Mikill áfengisvandi er á mörg- um heimilum. Afleiðing þessa alls er, að mörg börn eiga ekkert heimili. Þau flýja fyllerí og misþyrmingar, leggjast jafnvel út og búa í hitaveitu- kofum eða ruslakjöllurum. í Reykjavik já. Fjölskyldan á yfirleitt í vök að verjast í dag og þarf ekki ofangreind vandamál til. Foreldrar vinna lengri og lengri vinnudag fyrir lélegra og lé- legra kaupi. Börnin ganga sjálfala. Fjárhagsáhyggjur, atvinnuleysi og skuldir leggjast þungt á mörg heim- ili. Verst er auðvitað ástandið hjá láglaunafólki er þrælar sér út fyrir kaupi sem rétt dugar til fæðu. Og varla það. Að ekki sé minnst á hóp einstæðra mæðra er draga fram lífið á 39—45.000 kr. á mánuði. Og ör- yrkjarnir sem eiga sínar fjölskyldur. Eru þeir ekki fólk, fjölskylda, eins og hver annar? Þó er ekki þar með sagt að allur fjöldi „vandræðaungl- inga“ komi frá heimilum í fjárhags- kreppu. Þeir koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Almennt sinnuleysi um börn og unglinga er kannski aðalorsökin fyr- ir þvi hvernig komið er. Þau alast meir og meir upp hjá dagvistunar- stofnunum, sem aftur eru sveltar af fé. Afleiðingin er heil kynslóð sem gengur sjálfala, lifir og hrærist í myndböndum og lokuðum aldurs- hóp jafnaldra sinna. Dæmigert fyrir afstöðu þjóðfélagsins til barna og unglinga eru lausnirnar sem grípa á til gagnvart ofbeldisöldunni. „Efl- um Iögregluna“ — „Vopnum lögregl- una“ — „Berjum þennan skríl nið- ur.“ Algerlega að lögreglunni og henn- ar góða og þarfa starfi ólöstuðu, of- beldi verður ekki leyst með ofbeldi. Þó það sé ódýrara að beita ofbeldi en að ráðast á hin félagslegu vandamál, sem um leið eru hálfgerð feimnis- mál. IV. Lausnin Eins og fyrr segir þá vinna margir góðir aðilar þarft verk á meðal ungl- inganna. Þó er ýmislegt sem á skort- ir. Til dæmis vantar meðferðarheim- ili/skóla utan Reykjavíkur, skóla sem tæki að sér þá unglinga er verst eru farnir og æli þá upp á nýtt. Því það þarf að gera við ákveðinn hóp. Einnig skortir mjög unglingahús einhverskonar í miðbæ Reykjavíkur, eitthvað annað en bara „skrallstað“, hús sem eldri unglingar gætu jafnvel borið ábyrgð á að einhverjum hluta. Það gæti verið þeirra athvarf og þeirra ábyrgð að vel tækist til. Auka þarf forvarnarstarf um fíkniefni og varnir gegn kynsjúkdómum, tala nú ekki um á þessu síðustu og verstu tímum eyðninnar. Það er auðvitað fyrst og fremst hlutverk skólanna að gera slíkt en einnig annarra er fást við börn eins og kirkjunnar. Segja má að skipta þurfi öllum lausnum í tvennt. Annarsvegar það sem gera þarf NÚNA! Það þarf að stöðva ofbeldið. Það þarf að fara út á göturnar og hjálpa þeim sem vilja losna af götunni, til þess að losna. Það þyrfti að byggja áðurnefnda uppeldisstofnun utan Reykjavíkur og unglingahús í miðbænum. Það þarf að efla fræðslu meðal unglinga og veita þeim ráðgjöf, t.d. hvað varð- ar kynsjúkdóma og getnaðarvarnir. En þó held ég að sjálft starfið á göt- unni, meðal unglinganna, sé mikil- vægast. Því þau eiga mörg hver enga vini meðal fullorðinna sem vill hjálpa, skipar þeim ekki fyrir verk- um, er ekki með fordóma í þeirra garð og þau geta treyst á. Hinsvegar þarf að breyta þjóðfé- laginu! Hvorki meira né minna. Það er auðvitað langtimatakmarkið. Það þarf að styrkja hag fjölskyldunnar og búa svo um hnútana að börnin og unglingarnir séu ekki skilin frá for- eldrunum meira og minna allt árið. Það þarf einnig að efla skóla og dag- vistunarheimili, þannig að þessar stofnanir hafi raunverulega mann- afla og kraft til að veita börnunum skjól á meðan foreldrarnir vinna. Kjör einstæðra foreldra þarf líka að bæta og gefa þeim sama tækifæri og öðrum til þess að umgangast börnin sín. Svipta þarf burt hræsnishulunni í áfengismálum og játa þann raun- verulega vanda sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir en vill helst ekki tala um. En fyrst og fremst þarf að kenna hinum fullorðnu að það er of seint að gera eitthvað fyrir börnin þegar allt er komið í óefni. Við hin eldri þurfum að gera okkur grein fyrir því að unglingar eru manneskjur og það bara nokkuð góðar. Þeirra unglinga- menning (rokk, leðurjakkar, rifnar buxur, o.s.frv.) er ekkert verri en okkar fullorðinsmenning. Og það er kannski kjarnaatriðið að sjá í þeim manneskjur en ekki öskrandi, gaddaklædd óargadýr. Sr. Þórhallur Heimisson VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.