Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 8

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 8
Trúarraun og reynsla ,0 að heimsækia ísrael ■I Baldursson. Litróf Gyðinga er sannarlega breitt. Mér kom á óvart við heim- sóknina til ísraels, hversu öfgamenn meðal Síonista hafa sterk áhrif á stefnu stjórnvalda í landinu. Ég þekki til Gyðinga í Banda- ríkjunum. Þeir eru margir mjög ósáttir við framvindu mála í ísra- el, það eru regindjúp milli þeirra hugmynda og aðgerða ísraels- stjórnar. Það var því áfall fyrir mig sem kristinn mann að koma til ísrael nú. Ég er fullur samúðar vegna ofsóknanna sem þeir hafa sætt um aldir og eru mikill blettur á kristinni menningu og ég hef fundið til vissrar samstöðu með þeim. Kristur var raunar fæddur Gyðingur, og við eigum sömu trúarbók, Gamla testamentið. í landinu hefur skapast örvæntingarástand. Menn gera þar hluti, sem ég hlýt að trúa að þeir vilji ekki gera. Hluti sem stjórnast af aðstæðum. Hugsjónir þeirra hafa snúist upp í andhverfu sína, hliðstætt því sem gerst hefur í kommúnistaríkjunum. Austfirðingar eru komnir heim úr ísraelsför. Stór hópur úr ýmsum kirkjukórum á Austurlandi ásamt prestum sínum þeim Sr. Einari Þór Þorsteinssyni prófasti og sr. Davíð Baldurssyni hélt jól í Landinu helga og söng í Betlehem á aðfangadags- kvöld. Sr. Davíð er í viðtali við Víð- förla. Það var ógleymanlegt augnablik er við sungum við Fæðingarkirkjuna í Betlehem ásamt mörgum öðrum kórum víðsvegar að. Síðar sungum við í Þjóðleikhúsinu, bæði dagskrá með íslenskum lögum og einnig tvö lög á hebresku með öllum hinum kórunum. Það er bjart yfir þeim minningum. Og ekki var það síður eftirminnilegt að koma á sögustaði Biblíunnar Kapernaum, Nasaret og Tiberias. Massada er mikil klettaborg. Árið 70 féll Jerúsalem fyrir Rómverjum. Þá flýðu um 1000 ísraelsmenn þang- að. Frömdu þeir síðan sjálfsvíg er baráttan var töpuð fremur en að hafna í höndum Rómverja. Þeir börðust heldur til síðasta manns en að láta ísrael í hendur útlendingum. Þetta var mér umhugsunarefni þarna í ísrael að sjá hversu stjórn- völd nota sögulega atburði, svo sem Massada til þess að réttlæta aðgerðir sínar t.d. útþenslustefnu sína, að þeir eigi kröfu á það land sem þeir hafa hertekið. Þeir matreiða sögulega at- burði sér í hag og loka fullkomlega augum fyrir sögunni sem er þar á milli. Þeir láta fallhlífasveitirnar sverja eið á Massada og hvert skóla- barn er flutt þangað og sent aftur heim með skilaboðin: Aldrei aftur Massada. Þið hafið skynjað mikla spennu í landinu? Það er styrjaldarástand sem þrýst- ir hinum mislitu hópum Gyðinga saman og því magnast harkan. Það, sem slær gestinn sífellt, er hversu lögmálið er ráðandi í þeirra gerðum öllum, mannleg þörf víkur fyrir bók- stafnum. Það til að mynda rýr lækn- ishjálp veitt á Sabbatsdegi, ekki má sneiða ost, rista brauð, eða ýta á lyftutakka i þeim degi, svo að hvers- dagsleg dæmi séu nefnd. En bók- stafur lögmálsins er grundvallandi i lífi Gyðinganna. Þú ert tekinn gildur ef þú fylgir því, annars ertu útlend- ingur ‘non-person“ sem skiptir ekki máli. Maður skilur dæmisögu Jesú um Miskunnsama Samverjann í allt annarri dýpt eftir þessa reynslu, og verður ljósara hve boðskapur hans var byltingarkenndur; Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Já, við skynjuðum mikla spennu. Það er örvænting og gífurleg tauga- veiklun. Vopnaðir menn eru allsstað- ar. Óharðnaðir unglingar með dinglandi vélbyssur vöktu mér mik- inn ugg. Hafa viðbrögð annarra þjóða ekki áhrif á aðstæður í landinu? Við verðum auðvitað að reyna að skilja Síonistana. Þeir eru loksins komnir úr eyðimerkurgöngunni til fyrirheitna landsins, hin útvalda þjóð Guðs, og nú bíða þeir þess að Messías komi inn um hið gullna hlið í Jerúsalem og safni saman sínum lýð, lifandi sem dánum. Allt annað er aukaatriði. Jerúsalem er stað- bundinn veruleiki ekki andlegur. Sársauki þeirra felst í því að þeir skilja ekki hvers vegna Guð lætur allar þessar ógnir henda sína út- völdu. Maður sér þá róa sér í ákalli sínu við Grátmúrinn. Flvers vegna, ó Guð?! Það var átakanlegt. Um allar aldir hafa Gyðingar verið ofsóttir, án þess að þeir hafi ógnað neinum. Út- rýmingarherferð nasista var engin nýjung, aðeins sú tæknivæddasta. Og nú er þeim ógnað af Palestínu- aröbum, finnst þeim. Þeir greina ekki að það fólk hefur búið í landinu um aldir, það er einfaldlega útlend- ingar ekki útvaldir, samkvæmt Torah. ísraelar vita enda það eitt að þeir eru komnir aftur á Massada kallaðir af Guði. Jafnframt eru þeir í þversögn við sjálfa sig. Annarsvegar segja þeir: Það er nóg pláss í heimi hér fyrir alla hvar sem er, og þetta lyktar af anark- isma og virðingarleysi fyrir lögum og reglum. Hinsvegar réttlæta þeir þannig stofnun síns ríkis og útþenslu þess með því að Guð hafi kallað þá þangað. 8 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.