Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 9
Meðan múrar hrynja í Evrópu eru þeir hlaðnir upp í ísrael. Maður fær sterka tilfinningu þar fyrir virðing- arleysi gagnvart rétti og tilvist annars fólks. Sérðu lausn á málum Israels? Ég vona auðvitað hið besta. En meðan bókstafurinn blífur svo ein- dregið meðal ísraelsmanna, meðan algjör einstefna ræður ferð, eru ekki farsælar lausnir í sjónmáli. í allri umferð verður að taka tillit til ann- arra bíla og til umferðarmerkja. Annars endar ferðin á einn skelfileg- an veg. Að því er séð verður, virðist fátt benda til annars en slíks. Stjórn- málastefna ísraela gengur ekki upp í nútíma. Sameinuðu þjóðunum gekk gott til að stofna griðland fyrir Gyðinga, en nú fordæmir S.þ. atferli þeirra. Það er trúarraun á vissan hátt að koma til ísrael. Við sjáum þjóðina sem fæddi Krist, og ættum að geta litið á þá sem eldri bræður og sagt: Þið eruð í Guðsríki fyrir trú Abra- hams, við fyrir Krist. Tökumst í hendur. En atferli þeirra gagnvart Palestínu aröbum gengur þversum á kenningar Krists. Samt áttu von um að málin leys- ist? Ef vonin hverfur, hvað er þá eftir? Við vorum að skoða staðinn þar sem Jesús var smurður, þá kemur aðvíf- andi maður og krýpur þar drykk- langa stund. Þetta var Desmond Tutu biskup í S-Afríku. Hann er einn af framvörðum kirkjunnar í baráttu hennar fyrir réttlæti og friði. Þarna flutti hann okkur bjartan sólargeisla inn í dökka tilveru. Hann minnti sterklega á vonina, að hægt er að breyta hlutum á betri veg eins og nú er þó að gerast í heimalandi hans fyr- ir mikla bæn og baráttu. Við skulum biðja þess að slíkt megi líka gerast í ísrael. r Hugum að aðstæðum í Israel Samtök kirknanna í Miðausturlöndum og Alkirkjuráðið hafa sent eftirfarandi ályktun kirkjuleiðtoga í Jerúsalem til kirkna heimsins og óskað eftir birtingu hennar. Við, forstöðumenn kristnu trúfé- laganna í hinni helgu borg höfum komið saman til fundar vegna þeirra alvarlegu aðstæðna sem ríkja nú í Jerúsalem sem um landið allt. Það er kristin sannfæring okkar, að það sé brýn skylda okkar sem andlegra leiðtoga að benda á þá þró- un sem nú á sér stað og gera heims- byggðinni ljóst hver eru lífsskilyrði fólksins hér í Landinu helga. í Jerúsalem, á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu þjáist fólkið okk- ar dag hvern er það er svipt grund- vallarréttindum, vegna gerræðis- Iegra aðgerða sem stjórnvöld fram- kvæma með fullum ásetningi. Fólk- ið okkar verður því ítrekað að þola harðræði og nauð án þess að hafa á nokkurn hátt til þess unnið. Sérstaklega hvílir þungt á okkur hin skelfilega sóun mannslífa meðal Palestínumanna, sérílagi barna. Vopnlaust og saklaust fólk hefur ver- ið myrt þegar skotvopnum hefur ver- ið beitt í fullkomnu óleyfi og hundr- uð manna hafa særst í ofbeldisárás- um. Við mótmælum hinum tíðu skot- árásum í grennd við hina helgu staði. Við fordæmum jafnframt hóp- fangelsanir og hvernig fullorðnum og börnum er haldið í fangelsi án réttarhalda. Ennfremur fordæmum við hóp- refsingar í hvaða formi sem er, þar á meðal rústun heimila og þegar heil héruð og bæir eru svipt undirstöðu- þjónustu svo sem rafmagni og vatni. Við höfðum til heimsbyggðarinn- ar að styðja kröfur okkar um að skólar og háskólar sem lokaðir hafa verið mánuðum saman, verði opnað- ir að nýju, svo að börnin okkar, sem skipta þúsundum fái aftur að njóta réttar síns til skólagöngu. Diodoros, grísk ortodoxi patriarkinn í Jerú- salem Michel Sabbah, patriarki í Jerúsalem Samir Kafiry, œðsti biskup Biskupakirkjunn- ar í Jerúsalein og Miðausturlöndum Lurfi Laham, erkibiskup Grísk kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem Yegishe Derderian, patriarki Armensku ortodoxu kirkjunnar I Jerúsalem Við krefjumst þess að stjórnvöld virði þann rétt trúaðra að eiga frjáls- an aðgang að helgistöðum á helgi- dögum hinna ýmsu trúarbragða. Við lýsum yfir samstöðu okkar og samúð með öllum sem þjást og búa við kúgun. Við biðjum þess að friður á grunni réttlætis megi aftur ríkja í Jerúsalem og Landinu helga og við förum þess á leit við jarðarbúa og samtök hinna sameinuðu þjóða að íhuga með gaumgæfni aðstæður Palestínumanna og vinna að skjótri og sanngjarnri lausn á hinu pali- stínska vandamáli. Naim Massar, biskup Lútersku kirkjunnar I Jórdaníu Basilios, patriarki Koptisku ortodoxu kirkj- unnar í Jerúsalem Dionysios Jiffawi, œðsti maður Sýrlensku ortodoxu kirkjunnar í Jerúsalem Faðir Cechitelli, fulltrúi Páfagarðs í Landinu helga. VÍÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.