Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 10
Hvað þarf til að vera lifandi prestur? Fyrir kemur og það ekki svo sjaldan að við prestar fyllumst ör- væntingu yfir þeirri tilhugsun að við dugum ekki til þess hlut- verks sem okkur er á hendur falið. Okkur finnst allt sem við lát- um okkur til hugar koma vera til svo lítils og til er jafnvel að við missum jafnvægið og höldum að sönnun dugs okkar liggi í mynd- arlegum verkefnalista og fallegum tölum í ársskýrslunni. Einn okkar rakst á og þýddi eftirfarandi kafla í bók sem heitir Kyrklig förnyelse eftir Gunnar Rosendal, prest í Osby á Skáni og áhrifamann í sænsku kirkjulífi þessarar aldar. Prestar hafa iðulega verið gripnir þreytu og vonleysi og segja: „Ég hef reynt allt. Ég hef vonað og orðið fyr- ir vonbrigðum. Það koma fáir til kirkju, færri til altaris og í félögun- um í söfnuðinum fækkar í stað þess að fjölga.“ Við þá vil ég segja: Kæri bróðir! Hefur þú með bæn þrýst söfnuði þínum inn í kirkjuna og að kvöld- máltíðarborðinu? Hefur þú með þvi að ákalla Guð vegna frelsunar sókn- arbarna þinna tekið þau inn í eigin hjarta, svo þú sjálfur mættir fá rúm í þeirra hjörtum? Hefur þú reynt að fylla sjálfan þig af kærleika Guðs fyrir daglega og ákafa bæn og iðu- lega neyslu sakramentisins, svo að þú elskir þinn vesala, eydda söfnuð í stað þess að verða bitur gagnvart honum? Hefur þú leitað Guðs, þegar þú hafðir ekki árangur af leit þinni að söfnuði þínum? Hefur þú hugsað um það að ef til vill lét Guð þig verða einmana til þess að þú leitaðir samfé- lagsins við hann? Hefur mótlæti þitt tamið þér innilegri guðrækni? Já — fyrirgefðu að spurt sé! Ertu viss um að það sem þú kepptir að hafi verið dýrð Guðs og frelsun mannanna? Ertu viss um að það sem þú þráðir hafi ekki verið eigin frami, fleiri aukaverk, kirkjugestir og altarisgest- ir, nokkuð sem mundi styrkja prests- ímynd þína? Ætli Guði kunni ekki hafa sýnst þér hentugt nokkurt mótlæti til að þú mættir þar af læra að presturinn hefur tilveruréttlætingu sína ekki fyrir frama sinn heldur aðeins í trú- mennsku sinni gagnvart Orðinu og Sakramentum í árvekni og bæn? Kenniteikn hins rétta kennara er ekki framinn heldur frómleikinn. Við prestar verðum sjálfir að ganga til máltíðar Drottins þó eng- inn annar geri það. Það er einmitt með því að ástunda altarissakra- mentið sem við getum látið okkur lærast hvernig við eigum að leiða aðra til þess. Við verðum sjálfir að vera ástund- unarsamir við að Iesa Orðið, þannig að við verðum allsendis gegnsýrðir af því, þá getum við boðað öðrum það. Við verðum að halda bænatíðir til þess að ákalla Guð um miskunn og heyra hans orð. Það má ekki sjaldan ske, þá aðeins okkur finnst við knúð- ir til þess, heldur oft á dag. Þá verð- um við sannir prestar. Þá skiljum við hvað við verðum að vita og skilja til þess að geta haldið út: Við erum prestar Guðs. Við erum settir inn í embættið af Guði sjálfum. Við erum eftirmenn postula hans. Við stöndum í hinni postullegu röð svo sem Olavus Petri ritar: „Þegar Kristur sendi út postula sína, í hverra stað eru nú biskupar og prestar, þá sagði hann „Farið út um allan heim og predikið mönnum fagnaðarerindið!“ Nú eru biskupar og prestar gengnir inn í embætti postulanna að predika Guðs orð og vilja samkvæmt sömu skipun.“ Það er þessi postullega röð sem gerir stöðu okkar trygga og hug okk- ar óbifanlegan og gleðifullan. Guð hefur játast okkur jafnvel þótt menn 10 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.