Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 13

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 13
Þorbjörg Daníelsdóttir rœðir við Guðrúnu Vigfúsdóttur veflistakonu. Mér líður vel á sál og líkama Þegar við Guðrún Vigfúsdóttir hittumst síðast til að spjalla saman, var það vestur á ísafirði. Ég var þar í heimsókn og ákvað að fara til messu á sunnudagsmorgni. Guðrún var þá meðhjálpari í kirkjunni. Við heilsuðumst eftir messuna, og það varð úr að við eyddum deginum saman, allt til kvölds. Ég beið á meðan Guðrún gekk frá í kirkjunni og aðgætti að allt væri þar eins og það átti að vera. Á eftir sýndi hún mér safnaðarheimilið, eldra hús, sem þá var nýlega búið að kaupa og setja í stand samkvæmt nýjum þörfum. Guðrúnu var greinilega umhugað um sína kirkju og áhugasöm um safnaðarstarfið. Heima í notalegri stofunni hélt Guðrún áfram að segja mér frá kirkjustarfi á ísafirði og hvernig hún tengdist því, bæði sem lista- kona og sjálfboðaliði í safnaðarstarfinu. Morguninn eftir var það fyrsta sem ég frétti, að kviknað hefði í kirkjunni um nóttina og hún eyðilagst. skemmtilega frá. Þetta voru því skemmtiferðir ekki síður en lær- dómsferðir. Þegar heim var komið með jurtirnar, var pottur settur á hlóðir og þar í suðum við jurtirnar og gerðum liti. Fyrir vinnuna feng- um við svo að eiga bandið sem við lituðum og átti ég þetta band í fjölda mörg ár og má m.a. sjá það í teppun- um hér og í ótal mörgu öðru sem ég hef unnið. Kennari í 43 ár Ég var fastur kennari við Hús- mæðraskólann á ísafirði í 43 ár, en ég hafði svo gaman af að kenna, að mér finnst eins og það hafi ekki verið meira en svo sem 10 ár. Nú er Guðrún flutt frá ísafirði og sest að í Kópavogi. íbúðin hennar í Vogatungunni ber þess glöggt vitni að þar býr listfeng manneskja með næmt auga fyrir litasamræmi og jafnvægi milli hluta. Út um stofu- gluggann blasir dökkblár Keilir við og Reykjanesfjöllin. Malverk í ramma gluggans, síbreytilegt eftir veðri, birtu og tíma dags. Á veggjun- um hanga teppi og listofnar myndir. Sumt þekki ég frá sýningum og eitt hafði ég meira að segja haft undir höndum um tíma, þegar það var til sölu. Það var gott að það seldist ekki, því það fer svo vel og á svo vel heima þarna í nýju stofunni hennar Guðrúnar. Uppruni — Guðrún, hverfum um stund aftur til ísafjarðar. Ég veit að þú átt- ir þar lengi heima, en hvar ertu fædd og uppalin? Ég er Eyfirðingur, fluttist ung með foreldrum mínum í Litla-Árskóg sem er með stærstu jörðum í Ár- skógshreppi. Faðir minn byggði upp þá jörð. Hann var bóndi og mikill at- hafnamaður og móðir mín stýrði stóru heimili. Alls voru 18 manns í heimili á mínum uppvaxtarárum. Ég kom vesíur árið 1945, þá 24 ára gömur og búin að afla mér réttinda sem vefnaðarkennari. Fyrsta vefn- aðarkennaradeildin sem sett var á stofn hér á landi, var við Husmæðra- skólann á Hallormstað. Við vorum tvær sem fyrstar útskrifuðumst það- an, eftir tveggja vetra nám, auk sum- arnámskeiða. Hin var Guðrún Bergsdóttir. Eftir skólann fórum við Guðrúnirnar beint á jurtalitunar- námskeið hjá Matthildi Halldórs- dóttur, Garði í Aðaldal, landsfrægri konu fyrir kunnáttu í jurtalitun. Benedikt bóndi, maður Matthildar, fór með okkur í jurtaleit og kenndi okkur að þekkja réttu jurtirnar. Benedikt var fróður um alla mögulega hluti, hress mjög og hafði gaman af að segja sögur og sagði Sköpunarþrá mín hefur alltaf ver- ið óskaplege mikil, og ég hef getað svalað forvitni minni og löngun til að sjá hvað hægt er að komast Iangt með íslensku ullina. Ég hef ofið brúðarkjóla og annan fínan fatnað, listvefnað margs konar, hökla og alt- arisbúnað. Það vakti alltaf gífurlega athygli erlendist, þar sem ég tók þátt í sýningum, hvað hægt er að gera úr íslensku ullinni. Á ísafirði kynntist ég manninum mínum Gísla Kristjánssyni, frá Bolungarvík. Hann var þá forstjóri sundhallarinnar. Hann var mjög sér- stakur íþróttamaður og fjölhæfur. Maðurinn minn dó 22. október 1978, það varð fljótt um hann. Hann hafði ætlað sér að helga sig tónlist og nótnagerð siðustu æviárin. Ég var oft einmana eftir að hann dó, þótt ég léti ekki á því bera. Orlof Þegar ég hafði kennt í 13 ár fékk ég árs orlof. Við fórum þá til Norð- VÍÐFÖRLI — 13

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.