Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 14
urlandanna, bæði hjónin. Maðurinn minn kynnti sér skólaíþróttir og sundþjálfun, en ég kynnti mér ræki- lega það sem efst var á baugi í vefn- aði og heimilisiðnaði. Ég sá fjársjóð- inn sem var fólginn í íslensku ullinni og mig klæjaði í fingurna eftir því að gera eitthvað sérstakt úr þessu efni. Fram að þessu hafði lítið annað en treflar verið til sölu af handvefnaði. Eftir að heim kom Ieigði ég mér herbergi fyrir vefstól og byrjaði að fikra mig áfram með eitthvað nýtt. Brátt fóru gamlir nemendur og hús- mæður að sækjast eftir að fá hálfs dags vinnu hjá mér við að vefa. Kon- ur voru á þeim tíma að byrja að fara út á vinnumarkaðinn og margar treystu sér ekki til að vinna í íshúsun- um. Það var svo um 1962 sem ég stofnaði fjölskyldufyrirtæki og við keyptum húsið að Hafnarstræti 20b og síðan Hafnarstræti 20a. Þá bauð ég starfsfólkinu, sem mest voru kon- ur, að gerast hluthafar. Mér fannst konur hafa sig lítið í frammi og þyrftu meira að láta til sín taka. Mér fannst líka að þær ættu að hafa sam- vinnu um það. Margar konur í vinnu Það unnu hjá mér þetta 12 til 13 konur, og þegar flest var, vorum við 14 manns, þar af einn karlmaður. Flestar konurnar unnu hlutavinnu. Svona starfsemi þarfnast mikillar vinnu og mikils eftirlits. Ég var framkvæmdastjóri, stjórnarfor- maður, verkstjóri og hönnuður allan tímann sem vefstofan var rekin. Við fengum fjölda tilboða um sýningar, bæði hér heima og erlend- is. Það sem við höfðum fram að færa vakti alltaf mikla athygli, vegna þess að það var nýtt og þótti sérstakt, en jafnframt listrænt og þjóðlegt. Hin íslenska fálkaorða hlotnaðist mér eftir sýningu á hótel Sögu 1976 á ýmsum handofnum kvenfatnaði, þar á meðal brúðarkjólum. Ég var eitt sinn spurð að því af dönskum blaðamanni hvar ég fengi hugmyndir. Ég sagðist fá þær úr náttúrunni. Ég hefði ekki tök á að sækja reglulega sýningar og söfn, en litirnir í fjöllunum sem umlykja ísa- fjörð væru svo fallegir og marg- breytilegir. Þegar ég horfði á himin- inn og litina í fjöllunum fengi ég mínar hugmyndir. Höklarnir hápunktur Mér finnst höklarnir eiginlega há- puntkur míns listvefnaðar. Það er alveg sérstök tilfinning að vefa hökla. Það þarf aðlögunartíma og það þarf hugarró á meðan unnið er. Maður þarf að geta haldið sig vel að verkefninu, þá opnast nýir mögu- leikar og nýjar hugmyndir verða til. Það er nauðsynlegt að slitna ekki úr sambandi við verkið, heldur geta haldið áfram þar til því er lokið. Ég fæ alveg feikilega mikla orku út úr vefnaðinum, sama hvort það eru höklar eða annað. Handofnir höklar búa yfir útgeislun sem ekki er að finna í fjöldaframleiddri vöru. En við það að hugur og hönd vinna saman, þræðirnir eru stroknir, fyll- ast þeir Iifandi afli sem heldur áfram að senda frá sér útgeislun eftir að flíkin er orðin til. Þar sem manns- höndin varla kemur nálægt, vantar svo mikið á, að mér finnst það ekki vera helgir gripir. Það var sr. Jakob Hjálmarsson sem kom mér til að vefa hökla og fyrsti hökullinn sem ég óf var föstu- hökull fyrir ísafjarðarkirkju. Ég gat líka alltaf leitað til sr. Jakobs í sam- bandi við listræna útfærslu tákn- málsins. Ég óf Iíka altarisklæði, stólu, hjúp og möppu í stíl við þenn- an hökul. Mér var einu sinni boðið að sýna hökla í Sorö í Danmörku. Það vakti undrun hvað höklarnir mínir voru léttir. Hanna Vedel, þekkt dönsk vef- listakona, dáðist mikið að þessu. Hún hafði þá ofið 100 hökla, þar af nokkra í klausturkirkjuna í Sorö. Þeir voru þungir og efnismiklir og minntu mig dálítið á munkakufla eða skjólflíkur. Henni varð á orði, eftir að hafa skoðað höklana mína. „Ég verð nú að huga að því að hafa höklana mína léttari." Upp úr því að ég óf þennan hökul fyrir sr. Jakob, fóru mér að berast fleiri og fleiri beiðnir um handofna hökla. Mér telst til að ég hafi nú ofið 24 hökla fyrir utan altarisklæði og annan messubúnað. Staðið við loforð Áður en ég kvaddi ísafjörð tókst mér að efna þriggja ára loforð um að vefa teppi i frímúrarahúsið. Þetta urðu þrjú samStæð listaverk, þar sem 67 konur úr systrafélagi frímúr- ara lögðu hönd að verki. Það var meiningin að allar konurnar gætu eignað sér einhvern hlut í verkinu. Það gekk kraftaverki næst hversu vel þetta gekk. Á einum mánuði tókst okkuraðljúkaþessu, endavarunnið frá kl. hálf átta á morgnana til kl. ell- efu á kvöldin. Þetta var mitt síðasta verk fyrir vestan. Pétur Guðmundsson, myndlista- maður teiknaði myndirnar sem ofið af eftir og nú hanga þessi teppi uppi í sal frímúrara á ísafirði. í öllum bænum ekki gjaldkeri — Hvernig var að fá konur til starfa innan kirkjunnar á ísafirði? Það var fyrir atbeina Jónasar Tómassonar, tónskálds og organista að kvenfélag ísafjarðarkirkju var stofnað. Honum fannst að kven- mannshönd þyrfti að koma nálægt því sem gert væri í kirkjunni. Hann gekk á milli kvenna í bænum og spurði hvort einhver vildi verða for- maður, ritari eða gjaldkeri í þessu fé- lagi. Hann spurði mig hvort ég vildi verða gjaldkeri. í öllum bænum, ekki gjaldkeri, sagði ég. Ég skal heldur verða ritari. Þetta var í kring- um 1960 og félagið starfar enn. Lára Eðvaldsdóttir var fyrsti formaður- inn, síðan tók Margrét Hagalíns- dóttir við, en þegar hún flutti suður tók ég við formennsku. Starf okkar var fyrst og fremst þjónusta við kirkjuna. Við sáum um fermingarkyrtlana og klæddum fermingarbörnin. Við höfðum jóla- kaffi fyrir aldraða í Hlíf, ásamt fé- lagsráði, og kirkjukaffi höfðum við snemma á páskadagsmorgni og við fleiri tækifæri. Ef eitthvað vantaði, svo sem dúka, vorum við alltaf til- búnar að bæta úr því og við gerðum kirkjuna hreina fyrir stórhátíðir og þess háttar. Kvenfélagið gaf fyrsta hökulinn, sem ég sagði frá áðan og ég gaf mína vinnu við hann og var hann fyrst notaður um aðventuna 1978. Við vorum sem sagt mikið í þjón- ustuverkunum, frekar en að afla tekna. En fyrir jólin 1987 gáfum við út kort og platta til fjáröflunar fyrir nýju kirkjuna. — Svo gerðistu meðhjálpari 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.