Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 15
Ofinn hökull eftir Guðrúnu Vigfúsdóttur. Það vantaði meðhjálpara og starf- ið var auglýst. Meðhjálparastarfið er mjög bindandi og það var talað um að 2—3 gætu skipt því á milli sín. Ég gaf mig fram og því var vel tekið. Það starf veitti mér mikla ánægju. Það er svo margt hægt að gera til að fá lif- andi blæ yfir messuna. Það þarf að halda dúkunum hreinum, passa upp á blómin og hitt og þetta. Það var mjög gefandi. Meira en nóg að gera — Þú hefur ennþá meira en nóg að gera. Hvað er nú á döfinni hjá þér? Já, ég hef haft yfirdrifið að gera síðan ég fluttist suður. Svo lengi lær- ir sem lifir. Ég er alltaf að gera til- raunir og alltaf að læra eitthvað nýtt. Og eins og ég sagði áðan, ég fæ svo mikla orku út úr þvi að vefa. Ég er búin að vefa altarisborða, hökul og stólu fyrir kapelluna á Borgarspítal- anum, auk fleiri hökla. Svo hef ég verið að koma mér hér fyrir. Ég að- stoða líka dóttur mína með því að gæta barnanna hennar á meðan hún er í vinnu. En einmitt hérna Iendi ég, þar sem ég get gengið til þeirra aðeins nokk- urra mínútna gang, það þarf ekki að sækja mig og ekki að fara með mig til baka. Þetta er eins og best verður á kosið. Það hefur verið eins og að setja upp vef að koma þessari íbúð í list- rænt form. Ég vil hafa handunna hluti í kringum mig og þ að er sér- stök tilfinning að hafa í kringum sig hluti sem maður hefur unnið eigin hendi. Ég er sátt við Guð og menn. Mér líður vel líkamlega og andlega, það eru engin innri átök að brjótast um í mér. Ég hef alltaf leitast við að vera hreinskilin við sjálfa mig og aðra. Ég segi alltaf það sem mér finnst, ég get ekki annað. Ég get ekki skrökvað að sjálfri mér. Ég held, að ef maður breytir alltaf eftir bestu vitund, þá hafi maður góða samvisku. Ef mað- ur er laus við samviskubit, er maður í jafnvægi og hefur sálarró. Sögur fyrir svefninn „Strákurinn minn þriggja ára fékk snældu með jólasögum. Ég spilaði þær fyrir hann nokkur kvöld, hann var hinn ánægðasti, en ég satt að segja gleymdi mér alveg við sögu- Iesturinn. Þetta var hreint frábært“ sagði ungur faðir, rúmlega þrítugur verkfræðingur, við einn starfsmann Fræðsludeildar. Snældan er gefin út af Hörpuútgáfunni. Þar Ies Herdís Norðfjörð sögurnar en Gunnar Gunnarsson annast tónlist. Hörpu- útgáfan hefur einnig gefið út á snældu Sögur fyrir svefninn, ævin- týri og kvöldbænir fyrir hvern dag vikunnar. Heiðdís Norðfjörð les. Þetta eru afbragðs sögur og mikil kyrrð og fegurð yfir flutningi. Sögustundirnar við rúmstokkinn í æsku eru vafalaust meðal björtustu minninga okkar flestra. Fátt betra geta foreldrar gefið börnum sinum og sjálfum sér eins og slíkar stundir. Snældur Hörpuútgáfunnar koma að góði liði til þess að koma á slíkum samverustundum foreldra og barna og koma jafnvel í stað foreldris þeg- ar svo verkast. Hörpuútgáfan hefur unnið þarft og gott verk með þessum snældum. Sú alúð sem Iögð var í verkið, Iýsir þeirri virðingu sem útgáfan vill sýna börnunum okkar. Norrænt leiðtogamót Norrænir Ieiðtogar í kirkjulegu æskulýðsstarfi koma saman í grennd við Lillehammer í Noregi um hvíta- sunnuleytið. Mótið stendur frá 31. maí til 4. júni. Það hefur yfirskriftina ALLT ER ÞITT og er tileinkað umhverfismál- um og ábyrgð okkar manna í sköp- unarverkinu. Mótið er hugsað fyrir starfandi og verðandi leiðtoga í æskulýðsstarfi kirknanna á Norðurlöndum. Fjöldi þátttakenda frá hverju landi er tak- markaður, en óskað er eftir umsókn- um um þátttöku fyrir 1. mars n.k. Fræðsludeild þjóðkirkjunnar veitir frekari upplýsingar og veitir umsóknum viðtöku. VÍÐFÖRLI - 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.