Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 17

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 17
Hvað með efstu bekki grunnskólans? Gerð nýs námsefnis í efstu bekkj- um grunnskólans er ekki eins vel á veg komin. Handa nemendum í 7. og 8. bekk eru nú á boðstólum auk nýju bókarinnar, Kirkjunnar, tilraunaút- gáfa að siðfræði auk tilraunaútgáfu að almennum trúarbragðafræðum í fjórum heftum. Ennfremur bókin Orðið, sem er allítarleg kynning á Biblíunni, þar sem inn í er fléttað ísraelssögu og kirkjusögu. Hvernig hefur þessu nýja efni verið tekið? Þar skiptir í tvö horn eins og geng- ur. Sumir kjósa að sigla í sama fari og halda áfram að kenna biblíusög- ur, þótt hætta sé á að ýmis áherslu- atriði námskrár verði þar með út- undan. Öðrum þykir nýja námsefnið gera miklar kröfur til kennaranna og er það vissulega rétt. Það á bæði við það sem lýtur að kennsluaðferðum og almennri þekkingu á greininni. Þrátt fyrir þetta hefur efnið náð verulegri útbreiðslu og þeir sem lagt hafa á sig vinnu við að komast yfir þröskuldinn og ná tökum á efninu eru afar ánægðir. í því sambandi vil ég vitna til orða Jónu Sveinsdóttur kennara í Melaskóla í samtali við mig fyrir skömmu: „Ég hef kennt þetta efni nemendum mínum, sem nú eru 11 ára, alltfráþví þau voru 7 ára og líkar það sérstak- lega vel. Mér finnst það höfða vel til barnanna, enda vekur það gjarnan umræður sem haldið er áfam frammi á gangi og niður alla stiga á leið út ífrímínútur. Mér finnst þetta yndislega notalegar kennslustundir. Kennsluleiðbeiningarnar sem fylgja efninu hafa líka að geyma svo marg- ar góðar hugmyndir að umræðuefn- um og verkefnum. “ Foreldrar styðji við Ástæða er til þess að ljúka þessari stuttu kynningu með þvi að hvetja foreldra og forráðamenn barna og unglinga til að styðja við viðleitni skólans til kennslu í kristnum fræð- um, með því að kynna sér þetta nýja efni og fylgjast með því sem gerist í skólanum og taka þátt í þeirri um- ræðu sem þar er vakin. í fréttum Skyndilegur fellibylur — ný bók frá Bókagerðinni Lilju Skyndilegur fellibylur er nafn bókar sem Bókagerðin Lilja hefur sent frá sér. Hefur hún að geyma sögu biskups anglikönsku kirkjunn- ar í íran, Hassan B. Dehqani-Tafti og fjölskyldu hans. Sr. Magnús Guð- mundsson fyrrv. sóknarprestur í Grundarfirði þýddi bókina. Skyndilegur fellibylur er í raun tvær bækur sern höfundur skrifaði fyrir nokkrum árum en ákveðið var að fella þær saman í eina í íslensku útgáfunni. í fyrri hlutanum segir Tafti frá æsku sinni en hann ólst upp sem múslimi. Hann gengur á skóla hjá kristniboðum og gerist kristinn og segir hann í bókinni frá baráttu sinni á þeim árum. Síðar gerist hann prestur og er síðan valinn biskup anglikönsku kirkjunnar. í síðari hlutanum greinir hann frá starfi kirkju sinnar í íran á tímum byltingarinnar. Lendir hún og starfs- menn hennar í ýmsum raunum og verður Tafti að lokum að flýja land með fjölskyldu sína. Hann er nú bú- settur í Englandi en hyggst snúa aft- ur til heimalands síns strax og færi gefst. Bókin verður til sölu í nokkrum bókaverslunum, á skrifstofu KLUM og KLUK og í Kirkjuhúsinu. Athyglisverðar bækur frá Bókrúnu Lull ástæða er til að vekja athygli á bókum frá útgáfunni Bókrún. Þar fer saman falleg hönnun og vandað efni. Má benda á ljóðabókina Utan vegar eftir Steinunni Eyjólfsdóttur, sem einnig fæst í enskri þýðingu. Kveikja ljóðanna er harmur foreldris vegna missis barns. Stjörnurnar í hendi Maríu, eftir Ragnhildi Ófeigs- dóttur, geymir ljóð trúarlegs eðlis, helgikvæði og hymna. Þá er Minnisbók Bókrúnar, borð- almanak, með fróðleikspistli fyrir hvern dag úr heimi kvenna og stutt- um hugvekjum af ýmsum toga við mánaðarmót. Meðal greinarhöf- unda eru Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og Sigríður Guðmundsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. VÍÐFÖRLI — 17

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.