Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 18

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 18
Það hefur löngum vafist fyrir „upplýstum nútíma manninumc< hvernig koma má sköpunarsögu Biblíunnar við kenningar náttúruvísindanna. Dr. Þórir Kr. Þórðarson er prófessor í Gamla-testamentisfrœðum og hefur oft fjallað um þetta efni á sinn umhugsunarverða hátt. Eftirfarandi grein dr. Þóris birtist hér örlítið stytt. Tækni og teólógía i A. Guðfræði og náttúruvísindi. í fornöld og allt fram á síðustu öld réði eining um guðfræði og náttúru- vísindi. Rannsóknafélag náttúruvís- indamanna í Cambridge á 18.öld hét The Philosophical Society, og menntaður guðfræðingur var jafn- vígur á náttúruvísindi og guðfræði. En á 19. öld var úti um þetta sam- lyndi. Fremsti viðburður þeirrar sögu er útkoma bókarinnar The Or- igin of Species (1859) eftir Charles Darwin (1809-1882). Útkoma þeirrar bókar er einn hinn mesti í náttúru- vísindasögu nútimans. Því sem gerðist á næstu áratugum verður ekki líkt við annað en spreng- ingu. Kirkjunnar menn við háskól- ana og prestar kirknanna risu upp til andmæla, og segja má að Evrópa hafi klofnað í tvennar andstæðar fylkingar sem börðust heiftúðugri baráttu. Kenningar Darwins (The Survival of the Fittest) voru taldar guðlast eða ný opinberun, eftir því hvar menn skipuðust í sveit. Þróunarkenningin er ekki annað en kenning, eins og nafnið bendir til. Samt er engin skýring önnur á stein- gervingum og fornum dýraminjum er skýri sögu tegundanna, og er hún (í breyttri mynd þó) talin að mestu fullsönnuð. Sem slík er hún undir- staða skilnings nútíma náttúruvís- inda á þeim sviðum sem hún tekur til. í nútímaguðfræði hafa menn um margt aðrar skoðanir á sköpunar- Dr. Þórir Kr. Þórðarsson. sögu Biblíunnar en samtíðarmenn Darwins höfðu. Og viðhorf kirkj- unnar og guðfræðinga hennar til náttúruvísinda hafa einnig tekið stakkaskiptum. Kemur þar fyrst til að allir lifa og hrærast í niðurstöðum tækni og raunvísinda, allt frá bílvél- inni, þotufluginu og raflýsingu til nútíma Iæknavísinda. — En eftir stendur samt spurningin um hið eig- inlega samband guðfræðinnar og náttúruvísindanna. Sú spurning verður ekki rannsökuð hér, enda ekki á sviði gamlatestamentisfræða. En almenn atriði málsins skipta okk- ur máli sem baksvið túlkunarinnar. Teilhard de Chardin er eitt kunn- asta nafnið þeirra sem flutt hafa kenningar er lúta að þessu máli. Hann var raunvísindamaður en einnig trúaður prestur. Lítur kaþ- ólska kirkjan kenningar hans horn- auga en geysimikið hefur verið um málið ritað. B. Hvað er sköpunartrú? Orð- táknið „sköpun“ í nútímatungumál- um merkir það sem gerðist við upp- haf alheimsins. Textar Biblíunnar fjalla hinsvegar um þjóðfélagið og heiminn á Iíðandi stund þegar sköp- unartrúin svonefnda er þar á dag- skrá. Virðist mér því orðtáknið „sköpun“ ekki sömu merkingar í Biblíunni og í nútímanum. Nútimastjarneðlisfræði kallar það The Big Bang er alheimurinn varð til við geysimikla sprengingu. (Börnin spyrja: Hvað var þar á und- an? en okkur fullorða fólkinu kemur ekki til hugar að spyrja svo barna- lega, þótt það sé auðvitað meginat- riðið.) En þegar Biblían fjallar um það sem við táknum með orðinu „sköp- un“ (orðið kemur aldrei fyrir í þeirri merkingu í Biblíunni) þá er hún að leysa úr allt öðrum spurningum en þeim sem við viljum fá svar við þegar við tölum um upphaf alheimsins og með hverjum hætti það varð. Þetta er í mínum huga þvílíkt kjarnaatriði, að við verðum að fjalla um það fyrst, hvað textar Biblíunnar eiga við með „sköpun“ áður en við tölum um sambandið milli náttúru- vísinda og kristinnar trúar. 18 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.