Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 20

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 20
næst eru plöntur skapaðar, himin- tungl, dýr og Maðurinn (karl og kona). Vatnið gegnir meginhlutverki í báðum sögunum. Það hafði tvær náttúrur. Annars vegar var það lífið sjálft, því ekkert líf þrífst án vatns í heitum löndum, en sé því veitt yfir löndin (t.d. í Jórdandalnum) breytist eyðimörk í hitabeltisskóg og frjó- samar lendur. Önnur náttúra þess er sú að tortíma öllu lífi. Frumhafið er því kaos, óskapnaðurinn, sem öllu eyðir, eins og kjarnorkusprengjan nú á dögum. Þetta tvöfalda viðhorf til vatnsins er ekki upprunnið í Palest- ínu heldur í Mesopótamíu, en þetta tákngildi vatnsins/frumhafsins varð að frumeiningu í lífsskoðun Hebre- ans vegna minnanna í sögnum og fornsögnum menningarsvæðisins alls. Baráttan milli ljóss og myrkurs, sköpunar og óskapnaðar er frum þáttur í lífsskoðun Gamla testa- mentisins. Meira að segja eru lögin tæki til þess að viðhalda sköpun gegn óskapnaði. Og þessi andstæða er tjáð með ýmsu móti í spámanna- bókunum, Psaltaranum, Job og víð- ar. B. Dýpri merking sköpunarsagn- anna tveggja. Ljóst er að sköpunar- sögurnar greina frá grundvallarvið- horfum, þótt ólík séu í hinum tveim- ur sögum. En hver er dýpri merking þessara sagna? Ég álít að hin túlkunarfræðilega (hermeneutíska) merking komi fram í því að þessar sögur eru báðar varð- veittar, þótt ólíkar séu (og virðast stangast á í fljótu bragði). Að hætti austurlenskrar frásagnarlistar eru ólíkir þættir látnir halda sér, enda auka þeir á litadýrðina og fjölbreyti- leika frásagnarinnar. Mismunur slíkra ólíkra þátta stangast oft á við rökhyggju nútímamannsins en vitn- ar um eðlislæg listræn tök frásagnar- manna fornaldar. Sögurnar eru báð- ar settar fremst í mikið sagnaverk, Genesis eða 1. Mósebók, og það verk er fremst sagnabálksins sem greinir frá sögu Hebreanna sjálfra fram til landnáms í Kanaans landi. Þær eru settar fremst til þess að sagan sé rak- in allt frá upphafi veraldar, saga alls heimsins, en siðan þrengist sviðið og saga hebresku ættfeðranna einna rakin. En hver er ástæða þess? — Sagt er um skáksnillinginn Capablanca, að þegar aðrir hættu að spyrja spurn- inga, hafi hann byrjað að spyrja. Eins verðum við að reyna að þrengja okkur aftur fyrir þessa spurningu og svarið við henni, og ef ekki vill ann- að betra til, að geta okkur til um svarið. Með því að segja sögu höfuð- feðra, og með því að segja frumsög- una þar á undan og sköpunarsöguna allra fyrst hafa hinir hebresku sagna- meistarar viljað gefa eitthvað til kynna um merkingu sögunnar. En merking sögunnar var ekki það sem þeir leituðust við að tjá, því að sagan var ekki annað en frásögn (narratio) af mannlífinu. Það er merking mannlífsins sem þeir vilja tjá. Og hver er svo merking mannlífs- ins samkvæmt þessum fyrstu frásög- um, í frumsögunni? Ef við göngum út frá efni sagnanna sjálfra og gleymum ekki „staðsetningu“ þeirra, komum við auga á að þær fjalla um samband. Samband bræðra (Kains og Abels) er efni þeirra, samband manna og laga (Flóðið mikla), samband þjóða (Babel). En fyrst og fremst er það samband manns og Guðs sem sög- urnar fjalla allar um. Og það á einn- ig við um framhaldið, patríarkasög- urnar. Mér hefur alltaf virst, þegar ég les fyrri sköpunarsöguna vandlega á hebresku og greini hana, og, að greiningu lokinni, fjarlægist hana til að sjá betur, eins og á málverkasýn- ingu, þegar maður gengur aftur á bak til þess að sjá myndina úr ofur- lítilli fjarlægð, skynja heild hennar og njóta hennar, — koma auga á hugmynd hennar, — að þá komi í ljós hver sú mynd er eiginlega sem sagan bregður upp. Það er mynd af lífríkinu. Heildarkerfi lífsins á jörð- inni, þar sem hvað eina hefir sínu hlutverki að gegna, hvað nærist á öðru eða lifir í lífrænu samfélagi hvert við annað, og Maðurinn innan um þetta líf, en einnig hann í sam- bandi, bæði við dýrin og jurtirnar, en fyrst og fremst við guðdóminn, þar sem honum er fengið hlutverk. Hann á að gæta þess að tilgangur líf- ríkisins verði ekki undir í átökum þess við hin tortímandi öfl. Og að lokum, í niðurlagi sögunnar, kemur í ljós að samband hans við Guð er- með sérstökum hætti. Hvern helgan dag ber honum að tigna guðdóminn, sem allt skapar og öllu gefur líf. Og við skiljum það á myndinni sem sag- an bregður upp, að þar sé tilgangur lífs mannsins fólginn. En samt ekki í innhverfri einangrun heldur í sam- tengslum við allt sem lifir, allt skap- að, alla skepnu. Það eru þessi lífrænu tengsl sem mér finnst vera „poengtan“ í sög- unni, og raunar í sögunum báðum þegar þær eru lesnar saman, hvor í ljósi hinnar. IV Náttúruvísindi og guðfræði Það er í þessum punkti sem ég vil koma auga á samband guðfræðinn- ar og náttúruvísindanna. Ég vil ekki að þessu sinni taka upp til umræðu það mál í heild sinni, til þess er það of sérhæft og of umfangsmikið, en það sem bent var á hér í upphafi og hlýtur að vaka í vitund hvers hugs- andi manns, samband trúar og vís- inda, hvetur okkur til íhugunar og ábyrgrar afstöðu. Því að tæknin ræður ríkjum í lífi nútímans, og því þarf að gæta þess að hún verði ekki að nýjum trúarbrögðum tæknilegs alræðis. En á því er mikil hætta. Og þá er spurt: Er tæknin vond? Er hún hættuleg öllu lífi? Útrýmir hún tilfinningu, fegurð og trú — og mannlegum samskipt- um — eða getur hún, ef rétt er skilin og mátulega og hæfilega notuð, hjálpað manninum til betra lífs? Svörin við þessum spurningum fylla heilar bækur. En mestu máli skiptir að átta sig á undirstöðunni. Ég held hún sé fólgin í þessu: tæknin er vélræn stjórnun (einnig í frumum líkamans). Því er hún ein og sér án þess sambands sem við nefnum per- sónulegt og andlegt. Vísindamaður- inn rannsakar tréð og greinir efna- fræði þess og eðlisfræði, tæknimað- urinn rannsakar notagildi þess fyrir sögunarmylluna eða pappírsfram- leiðsluna, en barnið talar við það sem vin sinn. Það er þess háttar sam- band sem sköpunarsögurnar og Paradísarsagan draga fram í dags- ljósið, samband manns og náttúru og samband manns og manns. Og rannsókn þessa sambands er m.a. verkefni guðfræðinnar. 20 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.