Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 21

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 21
Það er stríð Þau hjónin Guðlaugur Gunnars- son guðfræðingur og Valgerður Gísladóttir hjúkrunarfræðingur starfa nú að kristniboði í Eþíópíu á vegum íslenska kristniboðssam- bandsins. Fáir kristniboðar búa við jafn frumstæðar aðstæður. Til skamms tíma bjuggu þau í tjöldum, en nú í leirkofum. Erfitt er um byggingu varanlegs húss, enda ekkert sement, gler, né bárujárn fáanlegt í landinu, vegir torfærir víða og fjarlægð mikil frá Addis Ababa til Woitó þar sem þau hjónin starfa. Woitóhéraðið má kalla ósnortið af tækni og menningu nútímans. Engin heilsugæsla, eng- inn skóli var meðal Woitómanna þar til kristniboðið hóf starf sitt. Þau hjónin hafa afar markvisst sinnt sínu hlutverki þar, svo að athygli hefur vakið. Borist hefur skemmtilegt bréf á nýju ári frá þeim hjónum. Víðförli vill gjarnan miðla reynslu þeirra og viðhorfum með lesendum og birtist hér kafli þess: — Það er stríð í Eþíópíu! Þó að- eins í norðurhluta landsins, þar sem uppreisnarsveitir ýmissa þjóðar- brota reyna að vinna sjálfstæði og yfirráð yfir eigin átthögum. Við heyrum mest um þetta í fréttum í er- lendum útvarpsstöðvum, en verðum að öðru leyti ekki vör við ófriðinn norður í landi. Hér í suðurhluta landsins er friður og ástandið öruggt. Það er stríð í Woitó! Um nokkurra ára skeið hafa verið erjur milli Konsómanna og Tsemaímanna. Nú fyrir nokkrum vikum tók stríðið sig upp að nýju, þrátt fyrir endurteknar sáttaaðgerðir yfirvalda. Ófriður þessi stafar mest af búfjárstuldi. Woitóáin rennur eftir miðjum daln- um og skilur að þessa tvo þjóð- flokka, sem við og við fara þó yfir ána og ræna búfénaði og vopnum hvor frá öðrum. Þetta hefur truflað svolítið starf okkar, vegna þess að sumir af predikurunum sem við „Móðir og börn í Voitó. “ höfum koma frá Konsó og hafa því þurft að hverfa til baka nú um stund- arsakir. „Það er stríð innan í mér! Ég á í mikilli baráttu,“ segir Dilló við okk- ur, ungur maður, sem býr hér í næsta nágrenni við okkur í Woitó. Hann hefur oft komið og hlustað á and- aktirnar við sjúkraskýlið og heyrt um þann frið sem Jesús Kristur gef- ur. Sjálfur þekkir hann vel til þess ófriðar sem tilbeiðsla „Mesé“, for- feðraandans, hefur í för með sér. Sí- fellt þarf að uppfylla kröfur sem fulltrúar hans, seiðmennirnir, setja fram. Sífellt vofir hegning og reiði Mesé, yfir fjölskyldunni. En nú hef- ur Dílló heyrt um það, hvernig hann getur eignast frið. Hann vill trúa á Jesú, en hann á í mikilli baráttu innra með sér: „Ef ég segi ótvírætt að ég trúi á Jesú og afneiti Mesé, þá býst ég við að pabbi minn reki mig úr fjölskyldunni og geri mig arflausan, taki allar kýrnar sem hann hefur gef- ið mér. Eins mun ég líklega þurfa að flýja héðan, því að þorpsbúar munu snúast gegn mér, gera mig að athlægi og jafnvel misþyrma mér. En ég vil þrátt fyrir þetta eignast friðinn sem Jesús gefur. Þess vegna á ég í stríði innra með mér um hvað ég eigi að gera.“ Árið sem er að Iíða hefur verið bæði viðburðaríkt og spennandi fyr- ir okkur jafnframt því sem það hefur verið erfitt á margan hátt. Við höf- um nú verið hér í Woitó ásamt norsku hjúkrunarkonunni Elsu Lindtjörn í um eins árs skeið. Fyrstu 6 mánuðina bjuggum við í tjöldum og þurftum því oft að fara til Konsó að sækja matföng og annað. Hitinn var oft þrúgandi, að meðaltali 39-42 gráður C. í skugga heitustu mánuði ársins. í vor byggðum við þrjá stóra strákofa með leirveggjum. Það var mikill munur, bæði hvað hitann snertir og daglega aðstöðu. Einn kofinn er íbúðarhús okkar kristni- boðanna, annar er sjúkraskýli, og sá þriðji íbúðarhús predikaranna. Við höfum Iagt áherslu á boðun Guðs orðs samhliða hjúkrunarstarfinu. Við höfum einnig reynt að læra svo- lítið í máli Tsemaímanna og kynnt okkur siði þeirra og menningu eftir bestu getu. Margt er mjög framandi og ótta- legt, svo sem barnaútburður og aðrir siðir tengdir forfeðradýrkun. Fólkið hér er samt mjög opið og vingjarn- legt og hefur tekið mjög vel á móti okkur. Við förum oft í húsvitjanir til þeirra, bæði vegna sjúklinga og ann- ars, og höfum einnig byrjað með reglubundnar heimsóknir í tvö þorp, sem liggja nokkra kílómetra frá Gisma, þorpinu, sem við búum í. Það er greinilegt að orð Guðs er farið að hafa áhrif á suma. Það verður ef- laust hörð barátta fyrir þá sem fyrst- ir vilja verða kristnir hér. Andstaða nágrannanna og gömlu siðirnir gera ákvörðunina erfiða. Við erum nú upptekin við að und- irbúa bygggingu ibúðarhúsanna og sjúkraskýlisins sem eiga að risa hér í framtíðinni. Það krefst mikils starfs, sem bætist ofan á allt annað hjá okkur. VÍÐFÖRLI — 21

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.