Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 22

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 22
LOKSINS! Það er ekki á hverjum degi að ís- lenskt guðfræðirit er gefið út. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor í trúfræði við Guðfræðideild Háskól- ans hefur sent frá sér 494 bls. rit um kristna trúfræði er nefnist. CREDO. Háskólaútgáfan gefur ritið út. Víð- förli spurði dr. Einar um tildrög verksins. Mér fannst slíkt rit vanta á ís- lensku. Ég hef ekki verið ánægður með allar þær erlendu trúfræðibæk- ur sem ég hef séð. Ég vildi fá bók um kristna trú sem tengir kenninguna lífinu í heild. Grísku orðin dogma (kenning) og doxa (lofgjörð) eru rót- skyld orð, það leggur áherslu á að trúarlífið verður ekki aðgreint frá líf- inu sjálfu. Hvernig verður slíkt ritverk til þegar höfundur gegnir umfangsmik- illi kennslu og öðrum störfum? Ja, ég vandi mig á að fara snemma á fætur á morgnana og gat náð nokkrum vinnustundum áður en dagsverk skyldunnar hófst. Rann- sóknarleyfi sem ég fékk 1986 hratt svo sjálfri samningu bókarinnar af stað. Ég er búinn að kenna trúfræði i nær 15 ár, þannig að ég hef velt efn- istökum lengi fyrir mér. En það hjálpaði mér mjög með alla vegvís- un, að ég annaðist námskeið í Hafn- arfjarðarkirkju um postullegu trúar- játninguna og árið eftir í Reykjavík- urprófastsdæmi. Þar komu fram spurningar sem komu mér á óvart, svo að ég hugsaði málið töluvert út frá þessu. Ég samdi bókina á tölvu og setti hana alla sjálfur. Það er þægilegt verklag, maður verður engum háður og pappírskarfan er tóm! Vinnan gekk hægt og bítandi. En það er kannski einkennandi fyrir okkar tíð að þrisvar varð töf á verkinu, í öll skiptin vegna breytinga á tölvukerf- inu. Þá féllust mér næstum hendur, dauðhræddur um að ég beinlínis týndi verkinu. Það er margskonar vandi að skrifa verk um guðfræði! Hverjum er ritið aðallega œtlað? Ég held að almenningur geti haft not af bókinni. Hún er þó fyrst og fremst ætluð sem aðstoð við trú- Dr. Einar Sigurbjörnsson. fræðinám fyrir guðfræðistúdenta, sem og alla þá sem vilja fræðast um trúna. Bókin hefur komið út í fimm fjöl- rituðum heftum sem ég hef kennt. Viðbrögð stúdenta og annarra sem lesið hafa heftin, hafa haft áhrif á endanlega gerð bókarinnar. Hvernig á hinn íhugunarsami ís- lendingur að bera sig að við lestur bókarinnar? Ætli það sé ekki best að byrja á efnisyfirlitinu og átta sig á hvað þar Útkoma bókar próf. Einars Sigur- björnssonar: Credo — Kristin trúfræði, er mikið fagnaðarefni. Á sama tíma sem hér er um að ræða vísindarit um kristna trú- fræði sem guðfræðinga og guðfræðinema hefur sárlega vantað, er framsetning efnis- ins með.þeim hætti að einnig þeir hafa fullt gagn af, sem til þessa hafa ef til vill leitt hjá sér vísindarit. Þetta ágæti ritverksins felst í þeirri grundvallarhugsun höfundar að trúar- kenningin og lofgjörðin heyri saman — að trúarkenningin sé í eðli sínu lofgjörð. Þess vegna styður hann texta sinn ekki aðeins i tilvitnunum í önnur rit, heldur einnig í þekkta sálma úr sálmabók og úr Passíu- sálmunum. Hver sá sem handgenginn er sálmum kirkjunnar og helgihaldi hennar hefur þannig í hendi ser lykil trúfræð- innar. Kristján Valur Ingólfsson er að finna. Það er almennt efnis- yfirlit fremst í bókinni en annað ná- kvæmt aftast þar sem einstök atriði eru greind. Fyrsti kaflinn er aðallega ætlaður stúdentum, en frá og með öðrum kafla ætti efnið að koma flestum að gagni. I bókinni eru 6 hlutar, er skiptast í 23 kafla, þeir eru aðgreindir en samt í ákveðnu sam- hengi. Það væri t.d. hægt að leita uppi í bókinni leiðbeiningar um lestur Biblíunnar eins og oft er kallað eftir? Já, það eru kaflar beinlínis um trúarlíf, t.d. 19. kaflinn. En það efni fléttast æði mikið inn í aðra kafla t.d. um altarissakramentið og frið- þæginguna. Væri bókin heppileg sem stoðefni fyrir umræðuhópa í söfnuðum? Lesendur hafa minnst á það við mig. Þá þyrfti kannski að gera við- bótarkver með spurningum úr köfl- unum til að örva umræðu. Á tölvu- öld er slíkt ekki vandamál. Hvað finnstþér helst vanta íþekk- ingu almennings hérlendis á krist- inni trú? Mér virðist að það skorti helst á innihaldsatriði trúarinnar. Biblíu- þekkingin er ekki nægjanleg. Við höfum löngum litið á trúna sem af- markaða deild í lífinu, sunnudags- trú, en ekki sem heildarlífsviðhorf. Það hafa líka verið uppi neikvæðar skilgreiningar á ákveðnum trúarvið- horfum sem valda því að fólk af- greiðir texta frá liðnum tíma sem gildislausa og gagnslausa. Það veld- ur rótleysi í samtíma, þegar þannig er skorið á ræturnar. Það er til dæm- is mikill munur að lesa Hallgrím Pét- ursson sem kristinn vott, sem reynir að kanna leyndardóma trúarinnar og miðla öðrum með sér, heldur en að lesa hann sem fulltrúa rétttrúnað- ar á 17. öld. Þá er hann settur á ein- angraðan bás, afgreiddur. Ég hef viljað leggja áherslu á sam- eiginlega kristna arfleifð okkar. Það má likja henni við brunn eða fjár- sjóð, sem ausa má sífellt af, eins og hún birtist í trúarvitnisburðinum í Biblíunni, Sálmabókinni, í játning- um og predikun kirkjunnar. 22 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.