Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 23

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 23
Efling barnakóra Glúmur Gylfason h^fur verið söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar allt árið 1989, í leyfi Hauks Guðlaugs- sonar. Glúmur hefur nú tekið aftur við fyrri störfum hjá Tónlistarskóla Árnessýslu og Selfosskirkju. Þar hefur hann verið organisti síðan 1972, og í tíu ár þjónaði hann því starfi við Skálholtskirkju. Víðförla þótti forvitnilegt að heyra af reynslu Glúms í nýjum verkahring og spurði hann hvað hefði komið mest á óvart í starfinu. Hvað starfið er yfirgripsmikið, en starfslið átakanlega fátt. Söngmála- stjóri heldur námskeið fyrir organ- ista í Skálholti og víðar. Hann lætur semja tónverk og texta og stendur fyrir þó nokkurri útgáfustarfsemi, heimsækir kóra um allt land, til hans er leitað með vandamál, sem upp koma á kirkjuloftum, sinnir tónlist- arverkefnum og nefndarstörfum á vegum biskups, heldur tónleika við orgelvígslur, er ráðgefandi við orgel- kaup, stýrir Tónskóla Þjóðkirkjunn- ar, hefur milligöngu um' námsdvöl og framhaldsnám organista erlendis. Því síðasttalda, námskeiðunum og útgáfunni, fylgja síðan margvísleg erlend samskipti. Og hverjir annast þessi verkefni? Söngmálastjórinn hefur á engan visan að róa nema sjálfan sig og full- trúa í hálfu starfi. Þó er það jafnan svo, þegar leitað er aðstoðar annarra organista, sem oft kemur fyrir, að þeir eru boðnir og búnir og ekki spurt um greiðslu, enda væri það til lítils. Og hvernig gekk að sinna þessu? Forréttindi mín sem staðgengils voru þau, að til mín var naumast leit- að með vandamál og fyrirgreiðslu í sama mæli og annars hefði verið. Vanrækslusyndirnar eru því ugg- laust fleiri en mér eru kunnar. Fyrir bragðið tókst að vinna meira við þau sérstöku verkefni sem voru bein ástæða fyrir því að ég tókst þetta starf á hendur. Hver voru sérverkefni þín? Barnakórar. Við gáfum út fjórar bækur með Gtúmur Gylfason. söngvum fyrir barnakóra. Þrjú tón- verk samin fyrir slíka kóra — tveim- ur ólokið — og tvær söngbækur til viðbótar eru í vinnslu. Mikil þörf er á efni, því þarfirnar eru miklar en misjafnar. Einkum höfum við verið á höttunum eftir efni fyrir blandaða kóra og barnakór saman. Það er munstrið sem verður til við stofnun barnakórs í kirkju, fullorðnum til óblandinnar ánægju og börnunum til mikils gagns. Hvers vegna er núna fyrst verið að vinna skipulega að barnakórastarfi innan kirkjunnar? Ja, ég rankaði við mér, þegar Pét- ur biskup var tvívegis búinn að falast eftir aðstoð barnakórs við athafnir í Skálholti. Hann var þá ekki tiltækur. Þarna vantaði illilega nauðsynlegan hlekk. Ég setti kór á stofn fyrir rúmu ári og hef afar gaman af. Ekki þarf að ganga á eftir börnum að koma í kór, texta læra þau svo fljótt, að það er sóun á pappír að ljósrita fyrir þau! Annað sem sagt er, festist svo fljótt, að árangurinn skilar sér með undrahraða. Barnakór setur fagran svip á guðs- þjónustuna, einnig fyrir augað. Þeim er eðlilegt að ganga syngjandi í skrúðfylkingu um kirkjuna og að syngja fyrir framan kirkjugesti. Felst ekki mikið kirkjulegt upp- eldi í slíkri kórþjálfun? Svo sannarlega. Fjársjóðir kirkju- tónlistarinnar renna þeim í blóð og eiga eflaust eftir að mynda sitt mót- vægi á tímum dægurmenningarinn- ar. Með beinni þáttöku í helgihaldi alls safnaðarins verða þau hand- gengin kirkjulegri hefð, en um leið eru þau einstakt tæki í litúrgískri endurskipulagningu eins og hér stendur yfir. Hvað brennur fleira á þér en barnakórar eftir þessa ársvist í stóli söngmálastjóra? Afar brýnt er að móta heildar- stefnu í tónlistarmálum kirkjunnar. í síðasta tbl. VÍÐFÖRLA ritaði for- maður organista opinskátt þar um. Það þarf að liggja ljóst fyrir hvaða kröfur séu gerðar til organista í menntun og starfi og hver starfsvett- vangur þeirra sé. Þetta snertir ekki síður kirkjutónlistarnemendur. Þeim þarf að vera ljóst hversu marg- ar stöður séu fyrir hendi og til hvaða starfs og menntunar sé ætlast eftir stærð hverrar stöðu. FT2 Á hvað ætti að leggja áherslu í tónlistarmálum kirkjunnar? Við höfum nú verið að ræða um tvö merk atriði. Svo eru liðin 54 ár síðan kóralbók kom síðast út. Áður en ný kemur, þarf samt að ganga frá íslensku sálmalexíkoni, a.m.k. í handriti. Kórarnir þurfa lagasafn sem fellur að kirkjuári og litúrgí- unni. Tækniframfarir við nótnasetn- ingu gera hlálegt að bjóða nýrri kyn- slóð svo til nótnalausa sálmabók 400 árum eftir að „Hólabókin" kom út með nótum. En út frá tilefni viðtals- ins er ástæða til að vekja athygli á þvi, að fjárveiting til söngmálastjóra 1990 leyfir honum hvorki að leggja áherslu á eitt né neitt. Menn geta les- ið aftur upptalninguna á því sem telst í verkahring embættisins og dregið svo sínar ályktanir af því, hversu marga þyrfti til að vinna þau verk. Fái söfnuðirnir ekki þá þjón- ustu sem þeir þurfa frá söngmála- stjóra, nýtast þeirra tónlistarmenn VÍÐFÖRLI — 23

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.