Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.02.1990, Blaðsíða 24
ekki nógu vel, hvorki launaðir né áhugamenn. Nú er oft spurt, hvers vegna ekki sé léttarí tónlist í messunum. Þar heyrist ekki lög eins og menn þó taki í fimmtugsafmælum. Erfitt sé að syngja sálmana með kórnum ogyfir- bragð allt dapurlegt og lítt aðlað- andi. Hvað hefur söngmálastjóri kirkjunnar að segja um þetta mál? Nú ertu aldeilis búinn að setja mig á þakbrún musterisins! Kann vera, að einhverjir yrðu til að bera mig á höndum sér, ef ég gengi svo langt að mæla með dægfurflug- um í messum, og víst eru þeir á með- al vor, sem álíta að tónlist sem þénar til þess að svæla delíkventa út úr sendiráðum, sé jafn heppileg við helgihald. Þó er ekki víst að ég yrði lengi í náðinni, af því að þjóðkirkjufólk er þannig frábrugðið þeim söfnuðum sem slíka tónlist nota við trúariðkan- ir, að ef það ætlar á ball, þá fer það á ball. Messuferð er ákveðin af allt öðrum tilfinningalegum þörfum. Þörfum, sem kirkjutónlist hefur hingað til verið talin fullnægja betur en dags- og dægurlög. En tónlistar- smekkur er mislengi að þroskast og ekki víst að allar nýju útvarpsrásirn- ar séu stofnaðar til að flýta fyrir honum. Því er sjálfsagt að hafa auð- meltanlega tónlist fyrir vinnuþreytt fólk á kristilegri samkomu í safnað- arheimilinu að kvöldi, enda klæðist presturinn hvorki kraga né kjól. Sú gagnrýni sem felst í spurning- unni á samt rétt á sér á meðan ein- hvers staðar er enn verið að messa með kór sem syngur alla safnaðar- sálmana í fjórum röddum í tónhæð og hraða fjórradda útsetningar og með veikum undirleik orgelsins svo sem hæfir kórsöng. Það minnir á húsfreyjuna sem SÝNDI gestunum kökuna sem hún var búin að baka, og lét þar við sitja! Einnig þar sem SAMA MESSAN að stofni til hefur verið sungin í hundr- að ár í jarðarfarartóntegund. Áður en það þyrnigerði hóf sig hátt, voru messur sungnar í kirkju- tóntegundum sem höfðu miklu fjöl- breyttara tónróf en dúr og moll og eru að sama skapi slitþolnari. Engu að síður eru messurnar ekki færri en fjórar í Grallaranum, svo að áður höfum við sungið fjórar messur ein- raddað, en nú eina messu fjórradd- að! Hefur messusöngurinn verið í kreppu eftir handbókaskiptin og hvað er það sem hindrar þróun hans ef svo er? Árið 1981 var almennt farið aftur að nota hefðbundna messutexta í guðsþjónustum á íslandi. Þar tóku menn nauðsynlega ákvörðun af hug- rekki. Þeir sem þar fóru fremstir hafa ekki ávallt vandað því dapur- lega tóni kveðjurnar, sem lappað var upp á, svo hægt væri að notast við það áfram. En sú aðferð á samt sinn þátt í hversu vel hefur gengið að vinna textunum fylgi. Þá var liðinn aldarfjórðungur frá því að Selfyss- ingar lærðu þá. í þvi unga þorpi háttaði svo til, að þar var ekkert öfl- ugt messueigendafélag. Frá þeim tíma og þar til nú, hefur enginn haft tölu á þeim lögum sem notuð hafa verið við messuliðina. Langmest þó klassískt tón sem söfnuðurinn lærir að syngja frá ómálga aldri í sunnu- dagaskóla. Er ekki besta aðferðin til að halda hjólunum gangandi að semja nýtt fremur en að leggja alla áherslu á tónlag sem segja má að þjóðin hafi snúið baki við fyrir tæpum tvö- hundrað árum og stofna heilt félag, ísleifsregluna, í þeim tilgangi? Þær messur, sem íslensk tónskáld semja fyrir söngmálastjóra, eru svo lítið notaðar, að þær hafa hvorki náð að falla né standast sitt próf. Ein ástæðan er sú, að „séra Jón“ þurfti ekki að læra sígilda messutónið til embættisprófs, og þarf þess ekki enn, frekar en hann vill. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að guð- fræðingar hljóti tónlistarmenntun sem dugi til að syngja heilsan, tón- bænir, guðspjall, prefazíur og bless- an með hverju því tóni sem tónskáld- um þóknast að semja. En ef þeir eru rótfastir í klassíska tóninu sem hvorki er bundið við tónhæð né tón- skyn, þá geta þeir flutt hvaða messu sem er. Þó að organistinn kenni kórnum allar heimsins messur, geng- ur klassíska tónið alltaf við texta prestsins. Meira að segja — og að sjálfsögðu — er það tónað, ef konsertmessa er flutt við guðsþjónustu. Hvaða rithöfundur les ekki ís- lendingasögur? Hver semur fúgu án þess að kynna sér Bach. Þannig sem- ur tónskáld ekki heldur messu án þess að þekkja gregorstónið við þá texta. Ef söfnuður, sem ætlar að reyna nýtt messutón, á rætur í sígildu hefðinni, þá hefur hann forsendur til þess að meta meðferð tónskáldsins á textunum, af því að hann hefur upp- haflega mælikvarðann. Sígildi kirkjusöngurinn (gregors- söngur) hefur þessa grundvallarþýð- ingu í kirkjutónlist og túlkun Orðs- ins. Því var það, þegar liðin var meira en öld frá því að ein menntuð og kristin þjóð hafði notið hans, „mess- an“ var ekki messa, og jafnvel þeir, sem leika áttu 1. fiðlu í kirkjumálum voru farnir að tala um „Grallara- gaul“, þá þótti orðin ástæða til að stofna Isleifsregluna. Þegar Sinfóníuhlómsveitin heim- sækir Selfoss, spilar hún ekki sinfón- íur! Leiknir eru valsar og óperettu- tónlist. Rúta fyrir listamenn, vöru- bíll fyrir hljóðfæri og sendibíll undir áfengi, sem tónleikagestum er veitt í hléi. Fullt hús segir: „Svona ættu all- ir sinfóníutónleikar að vera.“ Ástæðan er samt ekki sú, að hljóð- færaleikurunum þyki sinfóníur leið- inlegar, og kennararnir í tónlistar- skólanum eru ekki farnir að tala um „sinfóníugaul“. Þess vegna er „Beethovenreglan“ óstofnuð ennþá. Að lokum: Hvert er hlutverk kirkjukórs? Hann hefur það mikilvæga hlut- verk að leiða almennan einraddaðan safnaðarsöng. í hæfilegri tónhæð, með réttum hraða og styrk í undir- leik, auðveldar það söfnuðinum að tjá sig í kraftmiklum söng, Guði til dýrðar, og gera orð sálmsins að sín- um. Síðan syngur hann með listrænum tilþrifum, kórraddsetningar sem falla inn í litúrgíuna. Þannig stuðlar kórinn að þvi, að söfnuðurinn finni til lotningar frammi fyrir Guði í helgidóminum. Kirkjutónlistin er tæki til að tengja mann og Guð. Ef þeim farvegi er haldið opnum, fær trúartjáningin útrás með þeim hætti sem fylgir göfugri tónlist. 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.