Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 5
Mikilvœgasta atkvœðagreiðsla þingsins, uin róttœkar skipulagsbreytingar, sem samþykktar voru með nákvœmlega þeim meirihluta er þurfti. hér“ sagði prestur einn við okkur í Silfurlandinu og átti við það að við nytum þeirra forréttinda að koma og kíkja á neyðina, skoða fátæktina en svo gætum við farið heim í okkar nægtir og öryggi án ótta um það að börnin okkar yrðu numin á brott og þau pyntuð, án ótta um að pening- arnir yrðu verðlausir á morgun, kviðalaus um það hvort við fengjum kjöt í búðinni. Já, víst vorum við ekki nema gestir. Þetta er ekki okkar lif. Því megum við ekki gleyma. Við getum aldrei fundið hvernig er að búa við slíkar aðstæður, ekki skilið nema lítið brot af því. En gestir vor- um við engu að síður og ég hygg að .við öll, sem dvöldum á 8. heimsþing- inu, verðum á einhvern hátt breytt eftir það. Svo margt nýtt bar fyrir augu og eyru, svo margt sem lét okk- ur ekki ósnortin og sem býr með okkur æ síðan. Kveinan lýðsins Efni þingsins var „Ég hef heyrt kveinan lýðs míns“ orð tekin úr 2. Mósebók. Kvein Israelsmanna í ánauð í Egyptalandi steig upp til Guðs og hann fór ofan til að frelsa lýð sinn. Sá er hinn mikli huggunar- boðskapur í orðunum að Guð hefur ekki einungis heyrt hrópið heldur kemur hann til að hugga og líkna. Það hefur verið játning kirkjunnar um aldir að Guð hafi svo elskað heiminn að sem svar við hrópi hans hafi hann sent son sinn til að lækna. Hans samverkamenn erum við, en áður en við getum læknað verðum við að hlusta og heyra hrópin. Hvarvetna heyrðum við hrópin. Auðvitað höfðum við heyrt þau áð- ur, en þá sem nokkurs konar berg- mál, lesið og séð á mynd, en hvílíkur munur að vera þar á staðnum. Við sáum börnin sem reika um á strætum stórborganna. í stærstu borg S-Ameríku, Sao Paulo, sem tel- ur 10 millj. íbúa eru 2 millj. heimilis- lausra barna. Þau eiga ekkert húsaskjól, vinna fyrir sér með því að bursta skó, ræna eða rupla og oftar en ekki er málsverður þeirra dag- blöð, sem þau tína og sjóða sér. Við sáum indíána, sem glatað hafa löndum sínum, lífsháttum og tungu sinni. Sumir ættflokkar telja ekki nema um nokkur þúsund manns. Við sáum landlausa verkamenn, bændur, sem flæmst hafa af jörðum sínum og eru á vergangi um héruð Brasilíu í leit að vinnu. Við heyrðum stunur regnskóg- anna, sem höggnir eru niður, heyrð- um um jarðveginn sem losnar um, hann skolast burt svo nýjar plöntur festa þar ekki rætur. Við heyrðum um atburði í nálæg- um löndum Brasilíu, í Nikaragva, E1 Salvador, Argentínu, um óstjórn, glæpafaraldur, skort á matvælum, mannréttindabrot en öllum þessum löndum er sameiginlegt stærsta vandamálið; skuldakreppan. Er- lendar skuldir, sem misvitrar herfor- ingjastjórnir söfnuðu, eru að sliga þessar þjóðir. Við hlustuðum sem gestir á hörm- ungakliðinn. Hvað er til ráða? Við hljótum að spyrja hvað við getum gert, hvað kirkjan geti gert andspænis þessari neyð. Lúterska kirkjan i Brasilíu, gestgjafi okkar, er smá kirkja. Lúteranar eru innan við 1% landsmanna, en rómversk-kaþ- ólska kirkjan telur flesta. Okkar framlag er m.a. að segja frá. Mig langar að segja frá tveimur vonarrík- um dæmum. Hún settist hjá mér einu sinni í há- deginu, konan sem elskar tré. Hún tók til sinna ráða, þegar henni of- bauð pappírsflóðið á ráðstefnunni og henni sveið hve mörg tré þyrftu að falla i valinn bara fyrir okkar pappír. Hún kannaði málið og veistu nú bara hvað? Einmitt í næstliðinni viku hafði verið sett á stofn endurvinnsla í Curitiba. Sá pappír sem við ætluð- um ekki að bera með okkur heim, fór því í endurvinnsluna og andvirði hans rann til stúdenta við háskólann, þar sem fundirnir fóru fram. Það munar um hvert og eitt. Það er bara að gera eitthvað. Hitt dæmið segir VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.