Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 6
okkur frá borgarstjóranum í Curit- iba, en undir hans stjórn er hún ein- hver hreinlegasta og öruggasta borg Brasilíu og hefur m.a. græn svæði hér og þar. Borgarstjóri þessi kaupir ruslið í fátækrahverfunum og þar með fær hann fólk til að halda því til haga og hreinsa i kringum sig og sér til þess að því verði eytt. í annan stað býður hann munaðarleysingjum borgun fyrir að ganga í skóla. Börn- in læra þá eitthvað og losna af göt- unni á meðan. Breytingar Dag einn fór það eins og eldur um sinu að Nelson Mandela væri laus. Mikill fögnuður greip um sig. Á meðal okkar voru systkini frá Aust- ur Evrópu sem lifað höfðu stórkost- legar breytingar og vafalaust eiga aðrar meiri eftir að fylgja í kjölfarið. Það var eins og sagan væri að gerast fyrir augunum á okkur og í návigi var fólk sem gat sagt frá miklum at- burðum. Þegar einn vinur minn frá A-Þýskalandi kvaddi, sagði hann sem svo: „Kannski verðum við síð- asta sendinefndin sem kemur frá þvi landi“ og í þessum skrifuðum orð- um, þegar fáir dagar eru til kosn- inga, lítur út fyrir það. Þingið með fundum og fólki er dýrmæt reynsla, samfélagið í tjaldinu við guðsþjón- usturnar, ræðurnar, ræðufólkið, en hér nefni ég aðeins Gro Harlem Brundtland, sem flutti aðalræðuna um umhverfisvernd. Heim í hversdaginn Aftur heim í snjó og kulda, heim í hversdaginn. Hvaða máli skipti allt þetta hér, eitthvað sem ég hafði heyrt þar syðra. Skiptir það nokkru máli hér, þar sem allir hafa nóg að gera við sína kóra, þorrablót, hækkun á bensíni og jarðbönn? Jú, í Akra- skóla, barnaskóla Akrahrepps í Blönduhlíð, hafa börnin þakið vegg- ina í forstofunni með myndum og umsögnum úr verkefninu Búum til betri heim. Á þeim sömu dögum og við ræddum þessi mál í Brasilíu hafa börnin hér heima kynnt sér þau, tal- að um þau og reynt að finna lausnir. Þetta efni notum við svo á æskulýðs- daginn i kirkjunni. Það er stórkost- legt að komast að þessu. Vonin Eitt mesta tilhlökkunarefni ferð- arinnar fyrir sjálfa mig var að koma að stóru Kristsstyttunni í Rio de Ja- neiro. Allt frá því ég var barn og klippti mynd af henni út úr blaði til að hengja ofan við rúmið mitt, hefur stytta þessi verið sterk prédikun um vernd Guðs, sem stendur með okkur, breiðir út faðminn til að gæta okkar og veita skjól í óveðrum lífsins. Þessi tilfinning gagntók mig er við fluttum inn til borgarinnar og Kristur gnæfði yfir henni, blessaði skort og nauð og hlustaði á hróp hennar. Nú hefur mér fullorðinni og þingi Lúterska heimssambandsins ríkari skilist að okkur ber ekki einungis að hvíla í þessum útbreidda faðmi held- ur hætta okkur lengra. Vissulega stíga hrópin hátt til himins, þau stíga einnig og læðast að okkur. Okkar er að svara stunum deyjandi skóga, of- beittra haga, hungurhrópum frá Afríku og kalli einmana hjarta á næsta bæ. Einn af ræðumönnum á þinginu, Ronald Thiemann við Harvard skól- ann, orðaði það svo: „Ef við prédik- um aðeins ánauð sköpunarinnar og þrautir jarðarinnar barna, boðum við dauða án upprisu. En við megum heldur ekki gleyma okkur í bjartsýn- ishjali og missa sjónar á voninni á krossinum. Kristur, sem leið á krossi, er okkur von um framtíðina. Við eigum að bera þeirri von vitni í orðum og verkum.“ Dalla Þórðardóttir. íslendingarnir hittu afkomendur Brasilíufaranna sem einmitt settust að í Curitiba, fundarstaðnum, árið 1873. Frá vinstri: Sr. Dalla Þórðardóttir, Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú, sr. Bernharður Guðmundsson, dr. Nanna Sundal œttuð frá Vopnafirði og Ólafur biskup. 6 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.