Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 9
Fulltrúar á Héraðsfuncli Skagfirðinga undir vegg Hólakirkju. ar finnst líka sjálfsagt að fara heim að Hólum. Hólar eru aldrei fjarri þegar fólk er á annað borð komið í héraðið. — Nú ert þú jafnframt prófastur Skagfirðinga, hverjar eru hugmynd- ir þínar um þá starfseiningu, sem prófastsdæmi er, sér í lagi með tilliti til þessara tveggja staða? Eins og önnur fyrirtæki þarf Þjóðkirkjan að ganga í gegnum end- urskoðun og sjálfsgagnrýni með ákveðnu millibili. Hún þarf að geta skipað starfsliði sínu þannig að komi að sem bestum notum fyrir fólkið í landinu og Guðs kristni til eflingar. Prófastsdæmin eru einkar heppilegar einingar í starfsskipulagi kirkjunnar. Innan þeirragetur kirkj- an gert breytingar, sem nauðsynlegar eru, t.d. vegna búsetubreytinga i landinu. Prestar í prófastsdæmum geta haldið fundi, starfsfundi, sem væru eðlilegur þáttur í prestsstarf- inu. Aðstæður presta eru mismun- andi og stundum brestur nokkuð á skilning á högum og kjörum hvers annars. Reglulegir fundir verða fljótt sjálfsagðir. Prestar hvers prófasts- dæmis geta skipt með sér hinum sameiginlegu verkum og ráðgast um þjónustuna. Til þessa þarf stoð í lögum. Ég tel það afar mikilvægt að í nýjum lögum um prestaköll og pró- fastsdæmi og um starfsmenn þjóð- kirkjunnar verði skýrt ákvæði um prófastsdæmin sem ákveðnar starfs- einingar. Innan þeirra þarf líka að vera möguleiki á tilfærslu starfs- krafta eftir þörfum og að sjálfsögðu í sátt og friði við alla menn. Hvað Löngumýri varðar þá er hún miðlæg í héraðinu og nær að segja ;innig i landshlutanum. Staðurinn íýtist okkur vel í prófastsdæminu. Við höldum þar fundi, um starf og samstarf. Einnig höfum við þar námskeið og fáum til okkar fyrirles- ara. Nú eru t.d. í undirbúningi guð- fræðidagar í vor, með Sigurði Erni Steingrímssyni, prófessor og seinna á vorinu verður umfjöllun um hjónabandið, þar sem Þorvaldur Karl Helgason stýrir málum. Um þetta hvort tveggja höfum við sam- starf við prestana í Húnavatnspró- fastsdæmi, og bjóðum eyfirskum og þingeyskum prestum þátttöku. Slík- ar samverur á Löngumýri hafa á undanförnum árum verið hinar ánægjulegustu. í framtíðinni get ég séð fyrir mér fastara skipulag nokk- urra námskeiða á ári fyrir starfs- menn kirkjunnar bæði leika og lærða. Starfsemin sjálf og daglegur rekstur hvílir á forstöðukonunni, Margréti K. Jónsdóttur. Hún er hlýj- an í starfinu á Löngumýri og hin brosandi ásjóna staðarins. — Hvað hefur þér þótt ánægju- legast ístarfinu á Löngumýri undan- farin ár? Ánægjulegast er að sjá það að Langamýri nýtur vaxandi vinsælda sem skóla- og ráðstefnustaður. Til þess var staðurinn gefinn kirkjunni forðum, að þar mætti verða aðstaða fyrir mennt og menningu á kristileg- um grundvelli. Eftir að húsmæðra- skólinn var lagður niður hefur hlutverk Löngumýrarskóla mikið breyst. Ég held að hann hafi náð góðri fótfestu sem fræðslu- og fé- lagsstofnun innan kirkjunnar. Að- staðan batnar smám saman og starfsemin fær breiðari grundvöll. Gott væri að gefa út starfsskrá fyrir þá þætti, sem hægt er að skipuleggja langt fram í tímann. Slíka starfs- áætlun er eðlilegt að undirbúa í sam- vinnu við fræðsludeild þjóðkirkj- unnar, en fræðsludeildin er sá aðili, sem hlýtur að sjá best möguleikana í að skipuleggja námið og starfið á Löngumýri. í Löngumýrarnefnd eiga nú sæti auk mín sr. Gísli Gunnarsson, Glaumbæ og sr. Guðni Þór Ólafs- son, Melstað. VIÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.