Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 15
minni, að töluvert hefði verið ritað um sögu kirkjunnar sjálfrar sem stofnunar, þó að vissulega megi bet- ur gera, en minna um áhrif kristni- tökunnar á hugmyndaheim fólksins í landinu og á þjóðlíf allt og væri þar enginn þáttur undanskilinn. Það lét vitanlega engan þátt þjóðlífsins ós- nortinn þegar heiðin norræn menn- ing og kristin Evrópumenning mættust á mörkum hins byggilega heims. Nýr hugmyndaheimur leystist úr læðingi, ný vitund varð til sem breytti öllu þjóðlífi og hafði víðtæk áhrif á allan hugsanagang manna, á menningu og listir, stjórnmál, dóms- kerfi og hvaðeina sem mannlegt líf varðar. Undir þessa skoðun var vel tekið og í kjölfar þessa fundar skipaði ríkisstjórnin 20. október sl. að til- lögu biskups, forseta íslands, hand- hafa forsetavalds og biskup íslands, í starfshóp til að undirbúa þátttöku ríkisvaldsins í hátðíðarhöldunum ár- ið 2000. Hefur þessi hópur verið nefndur kristnihátíðarnefnd. í framhaldi af þessum undirbúningi hefur ríkisstjórnin ákveðið að bera kostnað af nýrri þýðingu Gamla testamentisins úr hebresku. Er það starf þegar hafið. í hinni nýju nefnd reifaði ég enn þessa hugmynd um ritun kristinnar hugmyndasögu, og varð það úr að ég ræddi við forseta þingsins um samn- ingu ritverks um sambúð þjóðar og kirkju í þúsund ár og kristna menn- ingu hennar. Forsetar Alþingis ræddu málið mjög vandlega og urðu ásáttir um að hér yrði vel að vanda til. Mikilvægt væri að verkið færi ekki úr böndunum svo að úr yrði verk sem aldrei yrði lokið eins og dæmi eru til í ritun íslenskrar menn- ingarsögu. Þess í stað yrði að ákveða því tíma, undirbúa það gaumgæfi- lega og gæta þess að því verði haldið innan skynsamlegra marka. Jafn- framt voru forsetar einhuga um að samráð þyrfti að hafa í hvívetna við kirkjuna og guðfræðideild Háskóla íslands. Þá leituðu forsetar þingsins álits Biskups Islands og dr. Hjalta Huga- sonar kirkjusagnfrœðings. Dr. Hjalti Hugason skilaði sérlega vönduðu áliti til forseta þingsins, og varð það til þess að styrkja forseta mjög í fyrirætlun sinni. Bréf biskups endar á þessum orð- um með leyfi hæstvirts forseta: „Ég vil enn á ný þakka þingforset- um fyrir tillöguna og þann hug sem hún lýsir og treysti því, að Alþingi styðji hana við atkvæðagreiðslu.“ Guðrún Helgadóttir lauk síðan rœðu sinni þannig: Það er til marks um vilja allra háttvirtra alþingismanna til að hefja hið háa Alþingi úr viðjum daglegs amsturs og ágreinings þegar saga og menning þjóðarinnar er annarsveg- ar, að um þessa tillögu hafa allir þingflokkar sameinast. Síðan ákveð- ið var að þar sem guðslög og lands- lög greini á skyldu guðslög ráða hefur íslenskt þjóðlíf tekið miklum breytingum. Og þó að landslög vegi þyngra nú en guðslög, þegar ákvarð- anir eru teknar, er það víst að Iög- gjafarsamkoman vill eiga gott og heiðarlegt samstarf við þjóðkirkj- una um allt sem verða má íslensku þjóðinni til heilla og farsældar. Er sú afstaða vel í samræmi við það sem gerðist við Öxará árið 1000 þegar heiðinn maður var fenginn til að segja upp lög kristinna manna, lög um að allir skyldu einn sið hafa. Hæstvirtur forseti. í Iok máls míns vil ég taka það fram, að með þessari tillögu er ekki öllum afskipt- um Alþingis af kristnitökuhátíð lok- ið. Alþingi mun að sjálfsögðu taka þátt í undirbúningi hátíðarinnar á komandi árum með þátttöku í kristnihátíðarnefnd. Þingvallanefnd sem Alþingi kýs verður tvímælalaust virkur þátttakandi i hátíðahöldun- um og þingið mun efalaust á ýmsan annan hátt koma nálægt þeim. Sú er vafalaust von alþingismanna allra að þar takist vel til. En öll hátíð tekur enda og við tekur daglegt stríð hugar og handa. Með þessum tillöguflutn- ingi vona flutningsmenn að þá standi eftir ritverk um áhrif kristni- tökunnar á þjóðlíf og menningu is- lensku þjóðarinnar í þúsund ár, sem gjöf frá Alþingi. Þessu ritverki er ætlað að bregða Ijósi inn í myrkur aldanna, að auðvelda íslenskum al- menningi að skilja og skilgreina sjálfan sig sem grein á þeim meiði sem við öll erum af og staðið hefur af sér storma og hret í aldanna rás. Með þeim huga er mælt fyrir þessari tillögu til þingsályktunar. í fréttum Kerti eftir máli Ástæða er til að vekja athygli presta og umsjónarmanna kirkna á því að kertagerðin að Sólheimum í Grímsnesi steypir kerti eftir máli. Ætti það að koma sér vel fyrir kirkjur, sem eiga stjaka af mismun- andi gerðum, sem ekki falla að staðli. Kertin geta verið af ýmsum stærð- um allt upp í stærstu altariskerti (u.þ.b. 60 cm há). Efnið í kertunum er mjög gott — 6/10 hlutar bívax og 4/10 stearin — og er verði þeira mjög í hóf stillt. Athyglisvert námskeið á írlandi Frændur okkar írar bjóða nú til áhugaverðra námsmöguleika, bæði til meistaragráðu, sem og til al- mennrar uppbyggingar. Hægt er að skammta sér námstíma og innihald. Irish School of Ecumenics heitir stofnunin og tengist Trinity College i Dublin og Háskólanum í Bradford. Önnur námsleiðin beinist að sam- kirkjulegum efnum, og leggur áherslu á samanburð og samtal ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða. Hin námsleiðin fjallar um þróunar- og umhverfismál út frá kristnum for- sendum. Þar er fjallað um fátæktina og heimspólitíkina, orsakir og af- leiðingar, um þróunarstarf og af- vopnun, um menningu og mis- sætti. Fræðsludeild veitir nánari upp- lýsingar. Langt sótt til fermingarstarfa Þau víluðu það ekki fyrir sér væntanleg fermingarbörn á Bakka- firði og Raufarhöfn að halda alla leið vestur að Löngumýri í Skaga- firði um dimman vetur til að taka þátt í námskeiði til undirbúnings fermingunni. Þau voru á þrettánda tíma alls á leiðinni, en fannst það borga sig. „Það var frábært á Löngumýri,“ sagði einn að austan! VÍÐFÖRLI — 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.