Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 17

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 17
Betra að vera virkur í dag en geislavirkur á morgun. g reiður ekki nógu trúaðir. „Hvar er nú þjónslundin?“ spyr fólk. Það má vel vera. Það má vel vera að við séum of seinir til bæna og of latir við að uppbyggjast af hinu góða orði Guðs. Slæmt ef satt er. Ég hef það á hinn bóginn ekki á tilfinningunni að það sé skortur á þjónslund, trúarhita og eldlegum áhuga, sem valdi þessari reiði ungu prestanna. Þar tala ég bæði fyrir mig og marga aðra. Ég hef þvert á móti orðið var við það að ungt fólk vígist til starfa fullt af þessum eldlega áhuga, í einlægri trú, góðum ásetn- ingi og með sannri þjónslund. Það sem reiðinni veldur er það að það er slegið á framréttar hendur þessa unga fólks. Kirkjan má ekki nýta hinar viljugu hendur. „Jú, ungi maður eða unga kona, þú eyddir mörgum árum í að undirbúa þig fyr- ir þessa þjónustu, þú ert fullur af áhuga og einlægum ásetningi, þú tókst vígsluheit þitt hátíðlega, köll- un þín er til þessara starfa, en ef þú ætlar að geta séð fyrir þér og þínum kemstu fljótlega að raun um að þú verður að kenna dönsku í skólanum, selja sólarlandaferðir og tryggingar, vinna í bankanum eða sparisjóðn- um, vanrækja heimilið, makann og börnin, vanrækja preststörfin — vanrækja sjálfan þig, fræðin þín og I þína trúarlegu uppbyggingu. Þú verður með öðrum orðum að eyða tíma þínum og kröftum í allt annað en þú ætlaðir þér í upphafi, allt ann- að en þú átt og þér ber skyída til að gera.“ Þetta veldur hinni heilögu reiði ungra presta. Þeir hafa það margir á tilfinningunni að þeir hafi verið plat- aðir til starfa, á röngum forsendum. Heill kirkjunnar Kirkjan hefur verið feimin við að taka á þessum málum af fullri ein- urð. Sumum finnst það kannski ekki fint og ekki prestum sæmandi að væla út af launum. Kannski er kirkj- an líka of fín fyrir það umhverfi sem hún starfar í? Samt hefur maður orðið var við að ákveðin vakning er í gangi innan kirkjunnar hvað varðar þessi „óf- ínu“ ytri mál. Menn hafa komist að raun um að stjórnunarmál og það hvernig kirkjan er uppbyggð er líka guðfræði. Það verður að beita guð- fræðilegum rökum og mælieining- um á hinn „praktíska“ geira. Kjör prestanna eru þar ekkert undanskilin. Þar er ekki einungis um að ræða hagi einstakra presta og fjölskyldna þeirra, heldur heill kirkjunnar. Prestar vígjast til þjón- ustu á guðfræðilegum forsendum. Embætti prestanna er reist á guð- fræðilegum stoðum. Aðbúnaður presta, kjör þeirra og aðstaða er því ekki mál, sem kirkjan getur látið sig engu varða. Hún hlýtur alla vega að þurfa að skoða hug sinn þegar prestsstarfið er smám saman að breytast í aukavinnu. Mál er að fleiri gaukar gali. í fréttum Fóstrur í Kjalarnesprófastsdæmi á námskeið í Skálholti í apríllok koma rúmlega tvö- hundruð fóstrur og starfsmenn barnaheimila í Kjalarnesprófasts- dæmi til námskeiða í Skálholti í boði prófastsdæmisins. Á námskeiðinu fjallar sr. Sigurður Pálsson um skírnarfræðsluna, hverj- um beri að annast hana og hvernig og sr. Bragi Skúlason fræðir um börn og sorg. Umræður verða um myndina af Guði og hvernig henni verði miðlað til barnanna. Einnig munu þær Hellen Helgadóttir og Málfríður Jóhannsdóttir kynna sálma og kristilega söngva til nota á dagvistum og starfslið Præðslu- deildar kynnir heppilegt fræðslu- efni. Præðsludeild annast skipulag og framkvæmd námskeiðanna fyrir prófastsdæmið. Lausar stöður hjá Lúterska heimssambandinu og Alkirkjuráðinu Eftirfarandi störf hjá Lúterska heimssambandinu hafa verið auglýst laus til umsóknar: 1. Forstöðumaður Guðfræðideildar 2. Forstöðumaður þróunar- og hjálparstarfs 3. Deildarstjóri æskulýðsmála 4. Deildarstjóri starfsmannahalds og námsstyrkja. Hjá Alkirkjuráðinu eru eftirfar- andi störf laus til umsóknar: L Deildarstjóri í fjármála- og stjórnsýsludeild 2. Fjármálastjóri 3. Forstöðumaður Guðfræði- skólans í Bossey 4. Deildarstjóri í Þróunarstarfadeild. 5. Fulltrúi í æskulýðsdeild 6. Forstöðumaður í kvennadeild Aðsetur er í Genf í Sviss. Fræðsludeild veitir nánari upplýs- ingar. V?ÍÐFÖRLI — 17

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.