Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 19

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 19
^ fréttum Frá kirkjubókadeild Þjóðskjalasafns, Gunnar Sveinsson að störfum. verkefni sem ekki var lokið með handritum. Ýmis líknarmál og fé- lagsstarf á einnig heima í þessum flokki. Söfn. Söfnin geta verið trúar- bæklingar, blaðaúrklippu-, mynda- bóka-, korta-, plötu-eðatölvudiska- söfn. Mikilvægt er að fá trúarpésa og prentuð eða Ijósrituð dreifibréf um trúmál. Ofannefnd gögn ganga oftast til erfingja en þó kemur fyrir að sérstaklega ljósmynda- og bóka- söfn eru látin fylgja skjalasöfnum. Bækurnar þarf þó ekki að vista með skjölunum. fullnægjandi er að þær séu skráðar í skjalaskrá og síðan má koma þeim fyrir á bókasafni. Sama á við um Ijósmyndir. Annað. Undir annað má skrá ýmis konar hluti eða skjöl sem hafa annan uppruna en skjalmyndarans, en ekki er þó talin ástæða til eða möguleiki á að skila. Gögn frá kirkjum og emb- ættum sem dregist hafa inn í einka- skjalsöfn presta á að skila til Þjóðskjalasafns. Ef skjalasöfn ein- staklinga samanstanda af stórum flokkum sem ekki falla vel undir of- angreindar tillögur má auðveldlega bæta við. Hvar eru einkaskjalasöfn varð- veitt? Handritadeild Landsbóka- safns í Safnahúsinu við Hverfisgötu, sími 16864 og Þjóðskjalasafn ís- lands við Laugaveg 162, sími 623393 taka á móti einkaskjölum presta og guðfræðinga. Þar er einnig unnt að fá ráð og leiðbeiningar um frágang skjalasafna. Héraðsskjalasöfnin, sem nú eru 16 talsins í öllum héruð- um landsins, taka einnig við einka- skjalasöfnum. Þar sem prestar víða um land hafa verið grjótpálar í sín- um héruðum kjósa þeir oft að ánafna héraðsskjalasöfnum söfn sín. Þar sem skjalasöfn presta eru varðveitt um allt land er fyrirhugað að koma upp tölvuskrá þar sem öll skjalasöfnin verða skráð. Gefendur geta sett skilyrði fyrir afhendingu skjalasafna s.s. að ekki megi opna skjalaöskjurnar fyrr en eftir tiltekinn árafjölda. Skjalasöfn- in fylgja skilyrðislaust slíkum fyrir- mælum. Ef eigendur skjala vilja ekki láta allt skjalasafnið af hendi þá má bjóða fólki að setja takmörk á aðgang að safninu eða hluta þess. Með því að forða skjalsöfnum presta og guðfræðinga frá glatkist- unni varðveitum við menningarverð- mæti þjóðarinnar. Æ fleiri söfnuðir óska eftir kvennanámskeiðum Námskeið þau sem kvennastarfs- nefnd Fræðsludeildar hefur komið á Iaggirnar verða æ vinsælli meðal kvenna. Fyrsta kastið voru þau al- menn og opin áhugafólki, en upp á síðkastið verður það algengara að söfnuðir biðji nefndina að halda námskeið innan sinna vébanda fyrir safnaðarkonur. Þannig safnast reynsla námskeiðsins á einn stað og verður góður stuðningur í starfi kvennanna að safnaðarmálum. Halla Jónsdóttir hefur annast fram- kvæmd námskeiðanna sem eru 8 samverur, sem má deila á 4 kvöld eða eina helgi. Birna Friðriksdóttir hjá fræðslu- deild veitir nánari upplýsingar. Leiðrétting: í viðtali við Glúm Gylfason á bak- síðu síðasta tbl., stóð orðið tónskyn þar sem átti að vera tónkyn. Á orðið við dúr og moll. Rétt samhengi er: „En ef þeir (prestar) eru rótfastir í klassíska tóninu sem hvorki er bund- ið við tónhæð né tónkyn, þá geta þeir flutt hvaða messu sem er. Þó að organistinn kenni kórnum allar heimsins messur, gengur klassíska tónið alltaf við texta prestsins.“ Víðförli biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Námskeið um kirkju og samtíð Rannsóknarstofnun Lúterska heimssambandsins í Strassborg í Frakklandi heldur árlegt sumarnám- skeið sitt dagana 3.-12. júlí. Yfir- skrift þess er: Hvernig stuðla mál- efni samtímans að skilningi okkar á kirkjunni.? Námskeiðið fer fram á ensku, frönsku og þýsku og er öllum opið. Námskeiðsgjald er ekkert, fullt fæði og gisting kostar 2.625 kr. á dag. Nánari upplýsingar er að fá hjá Fræðsludeild. VÍÐFÖRLI — 19

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.