Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 24
í fréttum Þátttakan í guðsþjónustunni er almenn í kirkjum Afríku. Ráðstefna í Lesotho um samstarf kirkna á Norðurlöndum og svo- nefndum SADCC löndum Utanríkisráðherrar Norðurlanda og SADCC landanna undirrituðu samstarfssamning um efnahags- og menningarmál í Harare í Zimbabwe 1987. Þar var hvatt til þess að frjálsar hreyfingar á þessum landssvæðum kæmu á gagnkvæmum tengslum og samstarfi. Kirkjan varð fyrst til að bregðast við. Haldinn var fundur í Noregi í febrúar 1988 með 80 fulltrú- um. Þeir komu frá Norðurlöndun- um öllum, Angola, Botswana, Mosambique, Namibíu, Swazilandi, Tanzaníu, Zambíu og Zimbabwe. Síðan hafa ýmsar aðrar hreyfingar og stofnanir fylgt í kjölfarið, m.a. kvennasamtök, iþróttahreyfingin og alþýðusambönd. Á fundinum í Noregi var sam- þykkt að halda skyldi framhalds- fund innan 18 mánaða í einhverju SADCC landanna. Á verkefnaskrá þessara samtaka felst m.a. að vinna gegn aðskilnaðarstefnu, apartheid, efla þróunarsamvinnu við SADCC löndin og ekki síst að auðvelda fólki að deila kjörum sem kristnar mann- eskjur. Hið síðastnefnda felur í sér t.d. miðlun upplýsinga og bein samskipti i kirkju- og menningarmálum. Afr- íkubúar hafa af miklu að miðla í helgihaldi og trúarlífi. Þeir búa yfir miklu ríkidæmi í tónlist og frásagn- arlist og myndsköpun. Hvatt er til þess að menn kynnist menningu hinna ólíku heimshluta með heim- sóknum. M.a. er lagt til að komið verði á beinum tengslum milli safn- aða, sbr. vinabæi á Norðurlöndum. En einnig er hvatt til þess að hver kirkja geri áætlun um að vinna að sem bestum tengslum milli þessara heimshluta, og leggi fram sitt til þess, með sem margþættustu starfi. Framhaldsfundurinn, sem áður minnst var á, verður haldinn í Lesot- ho dagana 11.-15. maí. íslenska kirkjan mun senda einn fulltrúa, og greiða fararkostnað hans og uppi- hald meðan á þingi stendur. Gert er ráð fyrir að viðkomandi muni sinna þessum samskiptum áfram, aðstoða við að koma á vina- safnaðatengslum o.s.frv. Leitað eftir fulltrúa til farar Þeir sem hefðu áhuga á að sækja þetta þing, eru hvattir til að hafa samband við ritara utanríkisnefndar sr. Bernharð Guðmundsson á Bisk- upsstofu. Hann veitir allar nánari upplýsingar. Kirkjuleg ráðstefna um fræðslu fullorðinna á Löngumýri í sumar Fræðsluráð kirknanna á Norður- löndum (Nordisk Kristelig Studi- erád) gengst fyrir ráðstefnu að Löngumýri dagana 13.-17. sept- ember. Efni ráðstefnunnar er: „Menig- heds pedagogik“ sem mætti útleggja sem hinn kennslufræðilegi þáttur í safnaðarfræðslu og safnaðarupp- byggingu. Hverju Norðurlandanna gefst kostur á að senda 8 þátttakend- ur. Ræðumenn verða frá Norður- löndunum öllum og verður fjallað um efnið frá fjölmörgum sjónar- hornum. Auk þess verður kynnt nýtt fræðsluefni og fræðsluáætlanir. Þessar ráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti. Fræðslustjóri Biskupsstofu gefur nánari upplýsingar. Hver vill fara til Cambridge í sumarleyfinu? Tvær fjölskyldur í Cambridge í Englandi vilja skiptast á húsum og bílum við íslenskar fjölskyldur nú í sumar, um þriggja vikna skeið. Önnur fjölskyldan býr í útjaðri Cambirdgeborgar, hjón, endurskoð- andi og hjúkrunarfræðingur með tvö börn á skólaaldri. Hin fjölskyldan býr í þorpi skammt frá Cambridge, prestshjón með tvibura á táningsaldri. Fræðsludeild veitir nánari upp- lýsingar. Sigríður Guðmundsdóttir lætur af starfi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar Framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar Sigríður Guðmundsdóttir tek- ur brátt við störfum hjá Rauða krossinum og verður fyrsta verkefni hennar á Grenada. Ekki er enn ráðið hvar næstu verkefni hennar verða. Sigríður hefur veitt Hjálparstofn- un kirkjunnar forystu um þriggja ára skeið og unnið afbragðs verk. Ný stjórn Hjálparstofnunar sem kjörin verður á aðalfundi á maíbyrjun mun velja eftirmann hennar. 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.