Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 2
Biskupinn skrifar: Útgefandi: Útgáfan Skálholt Ritstjóri: Biskupsstofa, Suðurgata 22 Sími: 621500 Ritstjóri: Bernharður Guðmundsson Umsjón: Edda Möller Setning, umbrot, prentun: Filmur og prent Mj allkollar og gullkollar Einkennilegasta helgi ársins er rétt liðin, þegar ég festi orð á blað. Versl- unarmannahelgin hefur fengið það yfirbragð, sem ekkert annað líkist. Virðist flest leggjast á eitt með að höfða til fólks um að nú skuli eitt- hvað sérstakt gerast, eitthvað sem ek- ki megi missa af. Sérstaklega eru unglingar og ungt fólk skotspænir þessa áróðurs. Og nú er mikill léttir hjá lands- mönnum öllum, af því að flestir komust heilir heim. Og þó vitum við vel, að það komust ekki allir heilir heim og þarf ekki slys á vegum úti til sönnunar þeirri fullyrðingu. Slíkar hafa lýsingarnar verið frá fyrri slík- um helgum, fluttar til viðvörunar, en ná trauðla vitund þeirra, sem þeim er þó helst ætlað að vekja. Einkennilegt að það skuli vera hægt að sefja stóran hluta þjóðar- innar! En furðan víkur, þegar áhrifa- máttur fjölmiðla er viðurkenndur. Löngu fyrr en helgin rennur upp er farið að gera því skóna, hvar helst megi þeysa á fáki skemmtunarinnar, en síður varað við hættunni af að detta af baki. Óseðjandi viðtals- þættir ýja að nauðsyn spennunnar og óþreytandi áróðursmeistarar fyrir eigin ágæti eða þeirra, sem unnið er fyrir, virðast alls staðar komast að. Og síðan rennur helgin upp. Frétt- ir sjónvarpsins hlífa ekki heimilum við hörmungunum, þar sem flaskan virðist miðlæg, jafnvel nokkurs kon- ar tilbeiðslutákn. Og hroll setur að áhorfendum með beyg í brjóstum þeirra, sem eiga börn á einhverjum þessara staða eða horfa í átt til ann- arra, sem senn komast á þann aldur. Og við atgang mótsgesta við fréttamann sjónvarps komu visuorð Þorsteins Valdimarssonar í huga mér: „Mjallkollar, gullkollar! Mild er tíðin!” Nema allt var andhverft í sjónvarpinu því sem skáldið lýsti. Gullkollar og mjallkollar í vindi ví- mu og rugls, en mildin víðs fjarri. Er furða, þótt margur spyrji: Hvað segir kirkjan? Hvað gerir kirkjan? Firrir hún sig allri ábyrgð, um leið og prestur lyftir hendi af kol- li fermingarbarns? Kirkjan vill leiða og vísa á Ieiðir og vinna með þeim, sem leiða frá ofsan- um til mildinnar fyrir mjallkolla og gullkolla. Og kirkjan höfðar til fjöl- miðla um að draga úr áróðri fyrir næstu ofsahelgi, sem rennur upp fyrst í ágúst og benda frekar á það, sem vel er gert og til uppbyggingar. Og þangað til ættu þeir, sem ekki vil- ja una þátttöku ungmennafjölda í slíkri hringiðu að hittast og ræða og undirbúa, svo að upp á annað sé hægt að bjóða en falstákn flöskunn- ar. Ber að þakka templurum fyrir þeirra starf og þeirra leiðir nú og á liðnum árum og gleðilegt, að nú sku- li fleiri sjá og viðurkenna framlag þeirra og telja til fyrirmyndar. Einnig vil ég benda á helgihald, sem boðið er sérstaklega til um þessa helgi. Harmaði ég í fyrra, þegar við hjón dvöldum í boði vina í einu me- sta ferðamanna-og sumarbústaða- héraði landsins, að engin var messa þennan fyrsta sunnudag í ágúst. En nú var gleðin mikil, þegar úr var bætt og vel kynnt í blöðum og út- varpi og prestar þessa prófastsdæm- is höfðu samvinnu um að ná til sem allra flestra einmitt þessa helgi. Þannig þarf þetta að vera á sem allra flestum stöðum og ekki síst þar, sem ferðamanna er helst að vænta. Vinnum saman að því, að mildi bíði mjallkolla og glókolla, svo vá verði fjarri. Höfða ég til presta og annarra leiðtoga safnaða að huga að leiðum og rétta hendi mót ungmenn- um til að styðja þau og benda á réttar leiðir. Ólafur Skúlason 2 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.