Víðförli - 15.06.1990, Page 3

Víðförli - 15.06.1990, Page 3
Bibíu- og boðunar- námskeið á Eyjólfsstöðum Samtökin Ungt fólk með hlutverk bjóða öðru sinni til biblíu-og boðun- arnámskeiðs að skóla sinum á Eyj- ólfsstöðum á Héraði. Námskeiðið hefst 12. janúar og lýkur25. maí 1991. Þareru þrírmán- uðir bókleg kennsla, en 6 vikna þjálfun í safnaðarstarfi og boðun. Námið er skipulagt að alþjóðlegri fyrirmynd og verða fyrirlesarar bæði innlendir og erlendir. Aldurstak- mark er 18 ár. Nánari upplýsingar fást á Eyjólfs- stöðum (701 Egilsstaðir) og á skrif- stofu UMFH, Bergstaðastræti 10A, 101 Reykjavík. Bæna- og kyrrðardagar kvenna 7-9 september Hugsað fyrir þær konur sem bera hag íslensku kirkjunnar fyrir brjósti og vilja gjarnan leggja sitt af mörk- um til að efla hana m.a. með bæn og fyrirbæn. Kyrrðarstaður: Reykholt í Borgar- firði (einstaklingsherbergi). Umsjón og skráning: Margrét Hróbjartsdóttir, Rauða- læk 53, 105 Rvík, s: 91-34623 Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Hlíðar- vegi 6, 200 Kóp. s: 91-40187 vs. 40400 Sigríður Halldórsdóttir, Drápuhlíð 48, 105 Rvík, s: 91-11803, vs: 694975 Nýr starfsmaður til Biblíufélagsins Hið íslenska Biblíufélag hefur ráðið sr. Sigurð Pálsson, núverandi framkvæmdastj óra framleiðslusviðs Námsgagnastofnunar, til starfa fyrir félagið. Hann mun vinna að ýmsum verkefnum félagsins vegna nýrrar Biblíuþýðingar og öðru útgáfustarfi og starfa við hlið Hermanns Þor- steinsonar framkvæmdastjóra fyrsta kastið. Sr. Sigurður hefur vinnuaðstöðu í Hallgrímskirkju. Ólafur biskup stjórnarformaður Guðfræðistofnunarinnar í Strasbourg Á fundi stjórnar Lúterska heims- sambandsins, var Ólafur biskup Skúlason tilnefndur formaður stjórnarnefndar þeirrar stofnunar sambandsins í Strasbourg, sem fæst við guðfræðilegar rannsóknir á sam- kirkjulegum verkefnum. Guðfræðistofnunin hefur starfað síðan 1963 og eru þar fimm sérfræð- ingar að starfi. Lögð er vaxandi áhersla á að tengja starfsemi stofn- unarinnar við aðildarkirkjurnar og efla samvinnu við þær sem mest. Forstöðumaður stofnunarinnar er dr. Yakob Tesfay frá Eþíópíu. Skráning Skálholtsbókasafnsins Kirkjuráð hefur samþykkt að skráning bókasafnsins í Skálholti verði forgangsverkefni. Tveir bókasafnsfræðingar hafa unnið álitsgerð um húsnæði, skrán- ingu og fleira. Bókasafnið er í prýði- legu ásigkomulagi en nýtist ekki nógu vel við núverandi aðstæður. Pantaðir hafa verið sérstakir skápar frá Ofnasmiðjunni til að hýsa það sem best. Nýr ráðsmaður í Skálholti Sveinbjörn Finnsson hefur látið af störfum sem ráðsmaður í Skálholti, eftir óeigingjarna og virka þjónustu um áratugi. í stað hans var Björn bóndi Er- lendsson í Skálholti ráðinn til bráða- birgða. VÍÐFÖRLI — 3

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.