Víðförli - 15.06.1990, Page 4

Víðförli - 15.06.1990, Page 4
Kristnihald við Vog Viðtal við sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprest í Grafarvogi Fjölskyldan I húsgrunninum. Vigfús Þór og Elín eru að byggja eins og aðrir í Grafar- voginum. Börnin eru frá vinstri talið; Árni Þór, Björg og Þórunn Hulda. Inn við sund, austan gullin- brúar er nýleg byggð — Grafarvogur. Þar hefur sr. Vigfús Þór Árnason nýlega verið ráðinn prestur þjóðkirkjunnar. Víð- förli gerði mann út í ferðalag á dögunum með það að mark- miði að kanna kristnihald í þessari yngstu sókn Reykja- víkurprófastdæmis. Grafarvogssókn Grafarvogsprestakall tnark- ast af Elliðaám að vestan, vest- urlandsveg að sunnan allt að borgarmörkum Blikastaða. Kirkja hefur ekki verið byggð í sókninni svo að messuhald og önnur starfsemi fer fram í fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn í Foldaskóla. Nú er unnið að teikingum að kirkjubyggingu. Stærð safnaðarins var í desern- bers.l. um 4300 manns en hann fer mjög ört stækkandi og verð- ur líklega um 7—8000 manns að endingu. Söfnuðurinn samanstendur að mestu af ungu barnafólki. Stofnanir hverfissins eru Folda- skó/i, félagsmiðstöðin Fjörgyn, barnaheimili, leikskóli og nú er einnig unnið að byggingu hjúkr- unar og dvalarheimilis fyrir aldraða, nýjum grunnskóla, Hamraskóla, og miklum íþróttamannvirjum (íþróttahús, keppnisvellir og sundlaug). Þá eru starfandi í hverfinu ýmisfé- lagasamtök. Stofnaðir hafa ver- ið klúbbar eins og Lions, Kiw- anis og Rotary. Safnaðaruppbygging Samkvæmt ákvörðun kirkjuþings verður megináhersla lögð á safnað- aruppbyggingu innan kirkjunnar fram til aldamóta. Hvað merkir þetta hugtak, safn- aðaruppbygging ? „Það merkir að fá fólk til að taka þátt í guðsþjónustum safnaðarins í þeirri von að með því skapist því grundvöllur til að vinna frekar að kirkjulegu starfi. Reyndar getur þetta einnig gerst á hinn veginn. Hinsvegar eru og verða þeir sem sækja messurnar alltaf máttarstópl- ar safnaðarstarfsins. í sambandi við áform um safnað- aruppbyggingu tel ég að hér í Grafar- vogi séu öll bestu skilyrði til þess gera tilraunir með nýjar leiðir til upp- byggingar safnaðarstarfs. Sóknin er vel afmörkuð, þetta er nýtt hverfi og mikið af áhugasömu og dugmiklu fólki. Svo nú mikilvægt að rétta hendur fram úr ermum“. Hefur þú, eða eru til einhverjar áætlanir á vegum þjóðkirkjunnar um það hvernig standa beri að safn- aðaruppbyggingu í söfnuði eins og í Grafarvogi ? „Nei, það eru engar áætlanir til, en það er rétt að benda á það að bisk- up hefur ráðið sérstakan starfsmann til að vinna að þessum málum á landsvísu. Hér verður að takast vel til, því fólk hefur miklar væntingar og það er mikil þörf í samfélaginu fyrir þá rödd og það líf sem kirkjan stendur fyrir, boðar og kennir". Hefur sóknarprestur íjafn stórum söfnuði eins og Grafarvogssókn tíma til að sinna uppbyggingar- starfi? „Það er ljóst að ef vinna á að raunhæfri uppbyggingu þá er það ekki vinnandi vegur fyrir einn mann í þetta stórum söfnuði. Mestallur tími prestsins, eins og þú réttilega bendir á, fer í að sinna mjög aðkall- andi málum varðandi sálgæslu og 4 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.