Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 5
sáttaumleitanir, auk hinna hefð- bundnu embættisverka. Ég get nefnt það sem dæmi að í lútersku fríkirkjunum í Chicago þótti eðlilegt að hver prestur þjónaði þetta 250 - 300 sóknarbörnum. Ef byggja á upp eitthvað nýtt þarf fleira fólk til starfans, þetta er fyrst og fremst hópverkefni. í þessu sam- bandi vænti ég því náins samstarfs við fólkið í söfnuðinum og annarra sem málið varða eins og guðfræði- deild H.í. og sérstaka starfsmenn biskups við safnaðaruppbyggingu“. Nú hefur verið samþykkt frum- varp um starfsmenn kirkjunnar. Myndir þú kjósa að hafa fleiri starfsmenn á vegum kirkjunnar í Grafarvogi t.a.m. aðstoðarprest(a) og/eða djákna þér við hlið ? „Ég bind miklar vonir við þetta frumvarp, sem er orðið að lögum og ég myndi svo sannarlega fagna því að fá fleiri starfsmenn í Grafarvoginn — að öllu eðlilegu þá gildir að þvi fleiri starfsmenn því betra starf. Ég myndi gjarnan vilja fá hér aðstoðar- prest, einn til að byrja með en hugs- anlega fleiri þegar fram í sækir. Þetta á einnig við um djákna. Ég álít að starfsemi sóknarkirkju sé krists- miðlægt hópverkefni sérfróðra starfsmanna og allra í söfnuðinum en ekki prestmiðlægt einstaklings- starf“. Hvernig er búið að Grafarvogsbú- um hvað varðar aðstöðu til safnað- arstarfs ? „Aðstaðan sem við búum við núna er nánanst engin af þjóðkirkj- unnar hálfu. Við njótum hinsvegar góðvildar forráðamanna Folda- skóla, félagsmiðstöðvarinnar Fjör- gynnar og Reykjavíkurborgar. Hins- vegar er unnið ötullega við að bæta úr þessu á vegum sóknarnefndarinn- ar með því að láta hanna kirkjuhús. Hvað varðar kirkjuna almennt þá höfum við dæmi úr Breiðholtinu um slys í þessum efnum, þar sem að- staða til safnaðarstarfs var næsta engin svo árum skipti. Það er ábyrgðarhluti að láta þetta ekki end- urtaka sig hér i Grafarvogi. Kirkju- hús er ekki allt, en það hefur mikið að segja fyrir safnaðarvitund fólks að vita af starfsemi og þjónustu kirkjunnar á einum stað“. Safnaðarstarf / hverju felst blómlegt safnaðar- starf? „Það felst í lifandi kirkju þar sem fólk finnur sig ábyrgt gagnvart kirkj- unni og starfi hennar, ábyrgt gagn- vart lífinu í heild - þar sem fólk finn- ur sig knúið til að vinna að málefn- um kirkjunnar og taka þátt í helgi- haldi safnaðarins. Fifandi kirkja hlýtur alltaf að endurspeglast í þátt- töku í guðsþjónustulífi. Það felst í virku starfi á öllum aldursþrepum og ég vona að í kirkj- unni finni fólk sig óbundið af þeirri kynslóðaskiptingu sem markhópa- skiptingin í þjóðfélaginu ýtir undir“. Það er mikið talað um leikmenn og leikmannastarf hvað er átt við. „Með leikmönnum er átt við þá sem hafa áhuga á starfi kirkjunnar, eru ekki með guðfræðimenntun, en vilja virkja krafta sína í hennar þágu. Feikmenn, eftir þjálfun á veg- um kirkjunnar í ákveðnum þáttum safnaðarlífssins, er mjög vænlegur kostur i starfinu. Þarna kæmi lika til aukin breidd í reynslu og þekkingu starfsmanna kirkjunnar. Til dæmis mætti nefna safnaðarsystur og bræður sem myndu sinna öldrunar- starfi og styðja fólk í sorg eftir missi ástvina, sérstaklega eftir að jarðar- för hefur farið fram“. Er fólk innan safnaðarinns tilbúið að gegna störfum í nafni kirkjunn- ar? „Já, ég finn fyrir miklum og al- mennum áhuga fólks innan hverfis- ins í þá átt að taka þátt í starfi kirkj- unnar. Til að mynda er hér starfandi dugmikil sóknarnefnd sem í situr fólk sem hefur margar góðar hug- myndir. Sem dæmi þá fóru tvær sóknarnefndarkonur nýlega í Skál- holt til að fræðast um sorg og sorgar- viðbrögð til að geta sinnt þeim mál- um í hverfinu undir formerkjum kirkjunnar. Einnig kom fljótlega til mín fólk sem vildi taka að sér og vinna að barnastarfi og hefur það gefið góða raun. Fólkið hefur áhuga svo að nú er mikilvægt að kynna því starfssvið kirkjunnar og hugsjónir hennar. Styðja fólk í starfi þess en veita því sem mest frelsi til framkvæmda. Þannig njóta hæfileikar og þekking hvers og eins sín best“. Hvað með umrœðu og listastarf- semi innan kirkjunnar ? „Ég myndi hiklaust vilja fá hæfa menn úr öllum áttum til að ræða þau málefni sem kirkjuna varðar og þá erum við komin inn í allt litróf mannlegrar tilvistar. Það ætti endi- lega að fá menn úr guðfræðideild- inni til að halda fræðslufundi um guðfræðileg efni og svo sérfróða VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.