Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 6
menn af sem flestum sviðum mann- lífsins sbr. lækna, kennara, menn sem vinna að umhverfismálum ofl. Hvað varðar listastarfsemi þá vonast ég svo sannarlega til þess að okkur hér í Grafarvogi takist að gera því góð skil. Það er mikilvægt bæði fyrir kirkjuna og listafólk þessa lands að þarna komi til aukið sam- starf. Kristin trú er svo endalaust auðug af efnivið fyrir listina". Þá er ég mjög hlynntur kirkjuleg- um akademium eins og t.d. þrett- ánda akademíunni í Skálholti þar sem málefni kirkjunnar og tengsl hennar við ýmsa málaflokka og þjóðfélagið í heild voru rædd og krufinn. Við förum að ræða þáttöku fólks í guðsþjónustum og að kirkjan þurfi að leita leiða til að efla trúarvitund almennings og gera kristna trúariðk- un að vœnlegum kosti í fjölhyggju nútímanns. Telurþú að einhverskon- ar nærhópar og helgihald í heima- húsum gæti verið leið að þessu marki? „Þessi þörf þarf að spretta upp innan frá, hjá fólkinu sjálfu. Ég er tilbúinn að sinna því eins og mér framast er unnt ef fólk vill t.a.m. fara af stað með biblíuleshópa, nú eða annars konar leshópa þar sem lesin væri guðfræði eða annarskonar bókmenntir tengdar kristinni trú. Það sama á við um nærhópa af öðr- um toga eins bæna-, umræðu- og starfshópa fólks sem hefur svipuð áhugamál eða t.d. býr í sömu götu. Svo er sjálfsagt að tengja þetta sam- an þannig að fólk hittist, lesi saman ákveðið efni, ræði það og hefði síð- an bæna og íhugunarstund. Reynsla fólks af svona starfi er sterk, eins og að fylla á geymana, þetta nýtist því í lífi þess og starfi“. Hvernig er þekkingu fólks á krist- inni trú farið? „Það hefur færst mikið í vöxt að fólk vilji fræðast um trú sina og kynna sér innviði hennar og helgi- haldsins t.a.m. altarissakramennnt- issins. Sérstaklega finn ég fyrir þessu hjá yngra fólki. Hinsvegar tekur það alltaf alllangan tíma að fá fólk til að finna sig í helgihaldinu og taka þátt í því á þann hátt sem ég myndi vilja sjá. Það er von mín að geta sinnt þess- ari fræðslu vel og leiðir að því eru 6 — VÍÐFÖRLI m.a. að taka foreldra fermingar- barna inn í fræðsluna þannig að þeir gangi í gegnum þetta þrep í lífi ungl- ingsins á nærtækari hátt en hingað til hefur tiðkast“. Fjölskyldan Þá erum við komin að fjölskyld- unni. Það er skoðun margra að kirkjan beri á ýmsan hátt ábyrgð á fjölskyldunni sem helgri stofnun. Hvernig telurþú og hvernig muntþú vinna að þessu t.d. í undirbúningi foreldra fyrir skírn og fermingar og hjónaefna fyrir brúðkaup. „Hvað varðar skirnina og ferm- inguna þarf fólk að gera sér grein fyrir að þarna ganga börnin i gegn um nokkuð sem vonandi hefur af- gerandi áhrif á líf þeirra. Það er mik- ilvægt að okkur takist að fræða for- eldana vel um eðli þessara athafna, að þeir taki virkan þátt í undirbún- ingnum og tileinki sér og læri að meta gildi guðsþjónustunnar. Kirkj- an þarf því að kalla fjölskylduna saman sem heild og þar er guðsþjón- ustan raunhæfur möguleiki. Hvað varðar undirbúning fyrir giftingar þá ætti kirkjan að bjóða hinum verðandi hjónum upp á nám- skeið t.d. í Skálholti, þar sem tekið væri á ýmsu því er varðar sambúð, kynlíf, barnauppeldi, fjármál og ýmis vandamál sem upp geta komið. Þarna þyrfti fólk að upplifa trúar- og samfélagslíf, og horfast í augu við sjálft sig og tilvonandi maka sinn. Síðast en ekki síst þyrfti þarna að efla skilninginn á hjónabandinu sem helgri stofnun. Ég held að árangur þessa yrði færri hjónaskilnaðir og þá um leið meiri tími fyrir okkur prest- ana og annað starfsfólk kirkjunnar að vinna að uppbyggingu". Nú eru margar aðrar stofnanir og félög í hverfinu sem vinna að sams- konar markmiðum, hvernig sérð þú fyrir þér samstarf við þær? „Ég sé þau fyrir mér eins og þau eru nú þegar. Þetta samstarf okkar á vonandi eftir að þróast og eflast um ókomna tíð. Kirkjan í Grafarvogi er í nánum tengslum við Foldaskóla, íþróttafélagið, skátafélagið, stúkuna og starfsemi æskulýðsráðs í Fjörgyn. Þá vonumst við eftir nánu samstarfi við aðrar stofnanir eins og barna- heimilin og dvalarheimili aldraðra sem nú eru að rísa. Það er mikil og góð samstaða með öllum þessum að- ilum um að vinna að sameiginlegu áhugamáli okkar allra, því að gera lífið í Grafarvogi blessunaríkt, far- sælt og heilsteypt“. Valgerður Gísladóttir sjúkraliði er safnaðarfulltrúi í Grafarvogi. Ég hit- ti hana á heimili hennar og spurði hana um safnaðarstarfið. Hver eru helstu málin sem sókn- ar nefndin vinnur að þessa stund- ina ? „Þessa stundina er lagt kapp á að undirbúa teikningu og síðan bygg- ingu kirkju og safnaðarheimilis á lóðinni sem okkur hefur verið út- hlutað. En að byggja upp söfnuð er meira en þetta, mín von er að fólk fari að sjá kirkjuna sem sitt andlega heimili og í þá átt hefur starfið beinst þ.e. að koma safnaðarstarfinu í gang og því munum við halda áfram“. Hvernig sérð þú fyrir þér starf- semina í kirkjuhúsinu eftir að það er risið ? „Auk helgihaldsins þá sé ég þar fyrir mér starfsemi safnaðarfélags- ins sem verður stofnað á næstunni. Með safnaðarheimilinu getum við aukið allt barna og unglingastarf og gert það markvissara. Einnig sé ég fyrir mér tónlistarflutning, nám- skeiðahald, aðstöðu fyrir bæna og biblíuleshópa og þjónustu við aldr- aða. Ég vil þó benda á að kirkjan er meira en félagsmiðstöð og því skyldi öll starfsemi innan vébanda hennar

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.